Sigurður Atli Sigurðsson, myndlistarmaður og galleristi, opnar sýninguna Haugar í Gallery Port, Laugavegi 32, í dag, laugardaginn 15. október. Opnunin stendur yfir milli kl. 16:00 til 18:00 og öll velkomin.
Hugmyndin að sýningunni er meðal annars innblásin af dvöl listamannsins í þýska bænum Essen árið 2014. Nánar tiltekið í Zollverein í Essen, en þar var stundaður námugröftur í yfir hundrað ár en allri starfsemi var hætt á 9. áratugnum. Haugarnir sem námugröfturinn mótaði hafði mótandi áhrif á Sigurð og hugmyndin tvinnast inní sýninguna sem opnar í dag.
Formfagrir hausar
Aðdragandi listasýninga er oft langur. Það var árið 2016 að Sigurður setti upp ljósmyndastúdíó á Rakarastofunni á Klapparstíg. „Þá var ég svo heppinn að fá að mynda fólk sem var nýkomið úr klippingu,“ segir Sigurður og heldur áfram, „mér fannst formið svo fallegt, þessar skörpu línur svo ekki sé minnst á mismunandi stílana. Myndirnar voru teknar að aftan þannig að ekki …
Athugasemdir