Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Tafði ekki fyrir eigin brottvísun þegar hann neitaði að fara í COVID-próf

Hér­aðs­dóm­ur Reykja­vík­ur féllst ekki á að Su­leim­an Al Masri hefði vís­vit­andi taf­ið fyr­ir brott­vís­un sinni úr landi með því að mæta ekki í Covid-19 próf. Lög­mað­ur hans, Helgi Þor­steins­son Silva, seg­ir dóm hér­aðs­dóms for­dæm­is­gef­andi og að stjórn­völd­um sé ekki stætt á að vísa um 200 hæl­is­leit­end­um úr landi.

Tafði ekki fyrir eigin brottvísun þegar hann neitaði að fara í COVID-próf
Fordæmisgefandi dómur Dómurinn í máli Suleimans Al Masri, sem sést hér á mynd, er fordæmisgefandi fyrir fjölda flóttamanna í sömu stöðu að mati lögmanns hans. Mynd: Aðsend

Kærunefnd útlendingamála braut gegn hælisleitenda með því að synja honum um endurupptöku á umsókn hans um alþjóðlega vernd hér á landi. Ákvörðun nefndarinnar var byggð á því að hælisleitandinn, Palestínumaðurinn Suleiman Al Masri, hefði tafið fyrir brottvísun sinni úr landi með því að mæta ekki til Covid-19 sýnatöku. Á það féllst Héraðsdómur Reykjavíkur ekki og ógilti úrskurð kærunefndarinnar. Lögmaður Al Masri segir dóminn fordæmisgefandi fyrir þann stóra hóp hælisleitenda sem ílengdist hér á landi vegna kórónaveirufaraldursins og ljóst sé að stjórnvöldum sé ekki stætt á að vísa þeim hópi úr landi án efnismeðferðar umsókna.

Hópurinn taldi fyrst um 300 umsækjendur um alþjóðlega vernd og var haft eftir Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra að fólkið hefði dvalið ólöglega á Íslandi. Síðar var tekin ákvörðun um að vísa ekki barnafjölskyldum úr landi en þá stóðu eftir tæplega 200 manns. Sökum kórónaveirufaraldursins var fólkið hins vegar ekki flutt af landi brott. Þau höfðu dvalið hér í yfir tólf mánuði sem að öllu jöfnu hefði átt að þýða að mál þeirra fengju efnismeðferð hér á landi. Á það vildu stjórnvöld hins vegar ekki fallast.

Naut ekki aðstoðar túlks eða lögmanns

Í máli Al Masri, sem er einn úr þeim stóra hópi sem vísa átti úr landi, var því haldið fram af hálfu hins opinbera að hann bæri sjálfur ábyrgð á þeim töfum sem urðu á því að hægt væri að senda hann af landi brott, með því að láta undir höfuð leggjast að mæta til Covid-19 sýnatöku. Án þeirrar sýnatöku hefði ekki verið hægt að senda hann til Grikklands, þar sem hann hafði þegar fengið alþjóðlega vernd. Byggði upphafleg ákvörðun Útlendingastofnunar um að taka umsókn Al Masri ekki til efnismeðferðar einmitt á því að hann hefði þegar fengið vernd í Grikklandi.

„Telur dómurinn að ekki hafi verið réttmætt að leggja til grundvallar að stefnandi bæri ábyrgð á þeirri töf sem varð á meðferð máls hans“
úr dómi héraðsdóms

Al Masri sjálfur og Helgi Þorsteinsson Silva, lögfræðingur hans, héldu því hins vegar fram fyrir dómi að honum hefði ekki verið gerð nægjanlega skýr grein fyrir því hvert hann ætti að mæta til sýnatöku né heldur hefði verið útskýrt fyrir honum að með því að mæta ekki mætti túlka það svo að hann hefði með vísvitandi hætti reynt að tefja mál sitt. Hann hefði ekki haft túlk viðstaddan þegar fulltrúar ríkislögreglustjóra hefðu mætt til að gera honum grein fyrir því að hann ætti að mæta til sýnatökunnar og skjal þess efnis að hann sýndi ekki samstarfsvilja, sem lögreglumenn hefðu fyllt út, hefði ekki verið á tungumáli sem væri honum skiljanlegt. Þá hefði hann ekki fengið að kalla til lögmann til að bera umrætt skjal undir. 

Mikil tíðindiHelgi Þorsteinsson, lögmaður Al Masri, segir dóminn mikil tíðindi og að hann hafi bein áhrif á stöðu fjölda hælisleitenda.

Al Masri sótti um endurupptöku á máli sínu hjá kærunefnd útlendingamála en var hafnað með fyrrgreindum rökum, þrátt fyrir að meira en tólf mánuðir hafi verið liðnir frá því að hann fyrst sótti um vernd hér á landi. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst sem fyrr segir ekki á rök kærunefndarinnar. Í dómsorði segir: „Að öllu framangreindu virtu telur dómurinn að ekki hafi verið réttmætt að leggja til grundvallar að stefnandi bæri ábyrgð á þeirri töf sem varð á meðferð máls hans og leiddi til þess að ekki varð af flutningi hans innan 12 mánaða frestsins. Var úrskurður kærunefndar útlendingamála að þessu leyti byggður á efnisannmarka sem telst verulegur. Þegar af þeirri ástæðu verður fallist á kröfu stefnanda um að ógiltur verði úrskurður nefndarinnar frá 18. nóvember 2021 þar sem synjað var beiðni hans um endurupptöku málsins.”

Helgi Þorsteinsson, lögmaður Al Masri, segir að dómurinn sé stórtíðindi fyrir þennan hóp hælisleitenda sem til stóð að vísa af landi brott, en mörgum þeirra hefði verið synjað um endurupptöku og efnismeðferð á svipuðum forsendum og Al Masri. Dómurinn sé því fordæmisgefandi. „Að fengnum dómnum er ljóst að stjórnvöldum er ekki stætt á öðru en að bregðast við og koma í veg fyrir mestu fjöldabrottvísanir Íslandssögunnar,“ segir Helgi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár