Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Tafði ekki fyrir eigin brottvísun þegar hann neitaði að fara í COVID-próf

Hér­aðs­dóm­ur Reykja­vík­ur féllst ekki á að Su­leim­an Al Masri hefði vís­vit­andi taf­ið fyr­ir brott­vís­un sinni úr landi með því að mæta ekki í Covid-19 próf. Lög­mað­ur hans, Helgi Þor­steins­son Silva, seg­ir dóm hér­aðs­dóms for­dæm­is­gef­andi og að stjórn­völd­um sé ekki stætt á að vísa um 200 hæl­is­leit­end­um úr landi.

Tafði ekki fyrir eigin brottvísun þegar hann neitaði að fara í COVID-próf
Fordæmisgefandi dómur Dómurinn í máli Suleimans Al Masri, sem sést hér á mynd, er fordæmisgefandi fyrir fjölda flóttamanna í sömu stöðu að mati lögmanns hans. Mynd: Aðsend

Kærunefnd útlendingamála braut gegn hælisleitenda með því að synja honum um endurupptöku á umsókn hans um alþjóðlega vernd hér á landi. Ákvörðun nefndarinnar var byggð á því að hælisleitandinn, Palestínumaðurinn Suleiman Al Masri, hefði tafið fyrir brottvísun sinni úr landi með því að mæta ekki til Covid-19 sýnatöku. Á það féllst Héraðsdómur Reykjavíkur ekki og ógilti úrskurð kærunefndarinnar. Lögmaður Al Masri segir dóminn fordæmisgefandi fyrir þann stóra hóp hælisleitenda sem ílengdist hér á landi vegna kórónaveirufaraldursins og ljóst sé að stjórnvöldum sé ekki stætt á að vísa þeim hópi úr landi án efnismeðferðar umsókna.

Hópurinn taldi fyrst um 300 umsækjendur um alþjóðlega vernd og var haft eftir Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra að fólkið hefði dvalið ólöglega á Íslandi. Síðar var tekin ákvörðun um að vísa ekki barnafjölskyldum úr landi en þá stóðu eftir tæplega 200 manns. Sökum kórónaveirufaraldursins var fólkið hins vegar ekki flutt af landi brott. Þau höfðu dvalið hér í yfir tólf mánuði sem að öllu jöfnu hefði átt að þýða að mál þeirra fengju efnismeðferð hér á landi. Á það vildu stjórnvöld hins vegar ekki fallast.

Naut ekki aðstoðar túlks eða lögmanns

Í máli Al Masri, sem er einn úr þeim stóra hópi sem vísa átti úr landi, var því haldið fram af hálfu hins opinbera að hann bæri sjálfur ábyrgð á þeim töfum sem urðu á því að hægt væri að senda hann af landi brott, með því að láta undir höfuð leggjast að mæta til Covid-19 sýnatöku. Án þeirrar sýnatöku hefði ekki verið hægt að senda hann til Grikklands, þar sem hann hafði þegar fengið alþjóðlega vernd. Byggði upphafleg ákvörðun Útlendingastofnunar um að taka umsókn Al Masri ekki til efnismeðferðar einmitt á því að hann hefði þegar fengið vernd í Grikklandi.

„Telur dómurinn að ekki hafi verið réttmætt að leggja til grundvallar að stefnandi bæri ábyrgð á þeirri töf sem varð á meðferð máls hans“
úr dómi héraðsdóms

Al Masri sjálfur og Helgi Þorsteinsson Silva, lögfræðingur hans, héldu því hins vegar fram fyrir dómi að honum hefði ekki verið gerð nægjanlega skýr grein fyrir því hvert hann ætti að mæta til sýnatöku né heldur hefði verið útskýrt fyrir honum að með því að mæta ekki mætti túlka það svo að hann hefði með vísvitandi hætti reynt að tefja mál sitt. Hann hefði ekki haft túlk viðstaddan þegar fulltrúar ríkislögreglustjóra hefðu mætt til að gera honum grein fyrir því að hann ætti að mæta til sýnatökunnar og skjal þess efnis að hann sýndi ekki samstarfsvilja, sem lögreglumenn hefðu fyllt út, hefði ekki verið á tungumáli sem væri honum skiljanlegt. Þá hefði hann ekki fengið að kalla til lögmann til að bera umrætt skjal undir. 

Mikil tíðindiHelgi Þorsteinsson, lögmaður Al Masri, segir dóminn mikil tíðindi og að hann hafi bein áhrif á stöðu fjölda hælisleitenda.

Al Masri sótti um endurupptöku á máli sínu hjá kærunefnd útlendingamála en var hafnað með fyrrgreindum rökum, þrátt fyrir að meira en tólf mánuðir hafi verið liðnir frá því að hann fyrst sótti um vernd hér á landi. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst sem fyrr segir ekki á rök kærunefndarinnar. Í dómsorði segir: „Að öllu framangreindu virtu telur dómurinn að ekki hafi verið réttmætt að leggja til grundvallar að stefnandi bæri ábyrgð á þeirri töf sem varð á meðferð máls hans og leiddi til þess að ekki varð af flutningi hans innan 12 mánaða frestsins. Var úrskurður kærunefndar útlendingamála að þessu leyti byggður á efnisannmarka sem telst verulegur. Þegar af þeirri ástæðu verður fallist á kröfu stefnanda um að ógiltur verði úrskurður nefndarinnar frá 18. nóvember 2021 þar sem synjað var beiðni hans um endurupptöku málsins.”

Helgi Þorsteinsson, lögmaður Al Masri, segir að dómurinn sé stórtíðindi fyrir þennan hóp hælisleitenda sem til stóð að vísa af landi brott, en mörgum þeirra hefði verið synjað um endurupptöku og efnismeðferð á svipuðum forsendum og Al Masri. Dómurinn sé því fordæmisgefandi. „Að fengnum dómnum er ljóst að stjórnvöldum er ekki stætt á öðru en að bregðast við og koma í veg fyrir mestu fjöldabrottvísanir Íslandssögunnar,“ segir Helgi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár