Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Ráðherra ávarpar mótmælendur: „Við biðjumst afsökunar á því að hafa ekki hlustað öll þessi ár“

Mik­ill fjöldi mennt­skæl­inga mót­mælti í dag við Mennta­skól­ann í Hamra­hlíð. Mennta- og barna­mála­ráð­herra kom þar fram og baðst af­sök­un­ar á því að stjórn­völd hafi ekki hlustað á kröf­ur þo­lenda kyn­ferð­is­brota í fjöl­mörg ár.

Ráðherra ávarpar mótmælendur: „Við biðjumst afsökunar á því að hafa ekki hlustað öll þessi ár“

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherral baðst afsökunar í dag á því að yfirvöld hafi ekki hlustað á þolendur kynferðisbrota í mörg ár. Gríðarlegur fjöldi ungs fólks kom saman á lóð Menntaskólans í Hamrahlíð til að sýna þolendum samstöðu.

Ekki aðeins mættu menntaskólanemar úr Hamrahlíðinni, heldur fjölmenntu einnig nemendur úr öðrum skólum. „Ég er úr Kvennó,“ sagði einn mótmælenda og benti á fólk úr Verslunarskólanum. „Krakkar úr MR eru enn að bíða eftir strætó, því hann var troðfullur,“ sagði hann enn fremur. „Við erum öll hérna til að sýna samstöðu og segja að það er komið nóg af þessu rugli.“

Ræðumenn fengu almennt mikið lófaklapp en minna bar á því þegar ráðherra var kynntur til leiks. „Ég vil segja hérna í upphafi að við erum að hlusta. Ekki bara stjórnvöld heldur líka skólameistarar. Við viljum gera betur,“ sagði Ásmundur Einar þegar hann ávarpaði mannfjöldann. 

Einn af mótmælendunum á staðnum kallaði fram í: „Gerið þá betur.“

Ráðherra hélt áfram og sagðist vilja biðjast afsökunar á því að yfirvöld hafi ekki hlustað í mörg ár. „Við biðjumst afsökunar á því að hafa ekki verið að hlusta í öll þessi ár,“ sagði hann. Við það fékk hann lófaklapp frá mótmælendum.

„Við viljum fara í samstarf um hvernig við breytum hlutum. En ég vil líka segja að þurfið áfram að láta í ykkur heyra. Halda okkur við efnið, vegna þess að þið eruð að breyta hlutunum og við þurfum að hlusta og við höfum ekki gert það allt of lengi. Þannig að við þurfum að fara í samtal við ykkur um hvernig við breytum hlutunum, með hvaða hætti og ég treysti því að rödd ykkar haldi okkur við efnið í því. Takk fyrir þennan fund og haldið áfram að láta í ykkur heyra,“ sagði Ásmundur Einar. 

Kröfðust breytingaNemendur frá mörgum framhaldsskólum mættu á mótmælin í dag við Menntaskólann í Hamrahlíð

Stundin ræddi við Ásmund Einar þegar ræðu hans var lokið. Þar var hann spurður fyrir hönd hverra hann væri að biðjast afsökunar. Svaraði hann því til að þau sem eru við stjórnvölinn þurfi að hlusta á kröfu ungs fólks um breytingar á kerfinu.

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra

„Þetta unga fólk er að boða breytingar. Þau vilja breytingar sem hefur verið kallað eftir. Mörg þeirra mála sem vitnað er til eru mjög gömul. Þannig ég er bara að segja að ég held að við þurfum, við sem eldri erum og erum við stjórnvölinn, hvort sem er í stjórnmálunum, stjórnkerfinu eða skólastjórnendur, við þurfum að hlusta á þessar breytingar og þurfum að bregðast við. Til þess var þessi fundur. Við erum komin á stað með þá vinnu og við þurfum að hraða henni og vinna hana með þessari grasrót, vegna þess að skólarnir eru fyrir nemendurna en ekki okkur gamla fólkið.“

Aðspurður um hvaða vinna væri nú þegar hafin í ráðuneytinu segir Ásmundur vinnu hafna við drög að viðbragsáætlun fyrir framhaldsskóla landsins. 

„Við erum búnir að vera vinna drög að viðbragsáætlunum. Við reiknum með því að kalla alla skólastjórnendur til fundar, auk fleiri aðila. Eins og nemendurna sjálfa, fleiri aðila eins og hagaðila í jafnréttismálum, forsætisráðuneytið og löggæslu til að fara ofan í það með hvaða hætti við getum orðið við þeim hugmyndum sem kallað er eftir meðal ungs fólks.“

Hversu lengi má búast við að þessi vinna eigi sér stað? 

„Við þurfum að hreyfa okkur hratt og við höfum verið að undirbúa það, en það kann að vera að það þurfi lagabreytingar til. Þá erum við komin í aðeins lengri feril, en allt sem við getum  gerum við hratt. Við þurfum að bregðast við og hlusta.“

Telur þú sjálfur að stjórnendur framhaldsskóla hafi einfaldlega brugðist mörgum nemendum sínum?

 „Ég held að skólastjórnendur vilji gera vel. Það er kallað eftir breytingum og við þurfum að styðja við þá í þeirra störfum. Ég hef ekki hitt einn skólastjórnenda sem vill ekki gera vel í þessum málum og vill ekki að nemendum líði vel í sínum skóla. Við þurfum að styðja við það. Oft á tíðum þurfum við, hið opinbera, að veita þeim tól og tæki til þess.“

Nú hafa komið sögur upp á yfirborðið þar sem skólastjórnendur voru ekki að bregðast við kvörtunum þolenda. Hvað telur þú að þurfi að gera í þeim málum?

„Þegar hlutirnir eru að breytast og kallað er eftir breytingum þá þarf skólakerfið að fá tækifæri til að breytast. Ég skynja á þessum fundi hér í dag að nemendurnir vilja samtal við kerfið um breytingar, vegna þess að breytingarnar verða ekki nema við tökum öll þátt í þeim. Þá þurfum við líka að gefa skólastjórnendum, kennurum, starfsfólki skóla, stjórnvöldum og öðrum tækifæri til þess að koma inn í það samtal. Það ætlum við að gera og þess vegna erum við hérna í dag, til að hlusta.“

Ef það er eitthvað sem þú vilt persónulega segja til þeirra þolenda sem kerfið hefur brugðist, hvað viltu segja við þá í dag.

„Takk fyrir að tala. Afsakið að við höfum ekki verið að hlusta og takk fyrir að láta í ykkur heyra og haldið okkur við efnið áfram,“ segir Ásmundur. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár