Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Vaxtahækkanir Seðlabankans halda áfram

Vext­ir Seðla­bank­ans hækka um 0,25 pró­sentu­stig í dag og verða 5,75 pró­sent. Þetta er enn ein vaxta­hækk­un­in sem pen­inga­stefnu­nefnd bank­ans kynn­ir í bar­áttu við verð­bólgu. Hún hef­ur þó hjaðn­að að und­an­förnu.

Vaxtahækkanir Seðlabankans halda áfram
Vextir hækk Seðlabankastjórinn Ásgeir Jónsson situr sem formaður peningstefnunefndar Seðlabanka Íslands, sem í dag hækkaði vexti sína um 0,25 prósentustig. Mynd: Heiða Helgadóttir

Stýrivextir Seðlabanka Íslands halda áfram að hækka, nú um 0,25 prósentustig. Meginvextir bankans verða því 5,75%. Um þetta var tilkynnt í morgun en vextir hafa hækkað úr 0,75 prósentum síðasta sumar, samtals um 5 prósentustig.

Í tilkynningu frá peningastefnunefnd bankans segir að undirliggjandi verðbólga hafi aukist á milli funda nefndarinnar þó að verðbólga hafi hjaðnað um 0,6 prósent á sama tíma. „Vís­bend­ing­ar eru um að vaxta­hækk­an­ir und­an­far­in miss­eri hafi hægt á vexti al­mennr­ar eft­ir­spurn­ar og um­svif­um á hús­næðismarkaði,“ segir í tilkynningu nefndarinnar. 

Nefndin segir að vísbendingar af vinnumarkaði bendi til að spenna í þjóðarbúskapnum hafi náð hámarki en alþjóðlegar efnhagshorfur hafi versnað. „Og óvissa aukist sem kann að leiða til þess að hraðar dragi úr innlendri eftirspurn en áður var gert ráð fyrir,“ segir í tilkynningu nefndarinnar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár