Eitt það fyrsta sem gestur í sendiráði Kína í Bríetartúni tekur eftir er stærðin á húsinu. Byggingin er tæplega 4.200 fermetrar, gerólík húsakynnum gamla kínverska sendiráðsins sem var staðsett í miðju íbúðahverfi á Víðimel. Við erum leidd inn í stóran móttökusal. Á gólfinu í móttökusalnum eru tveir stólar með háu baki og breiðri sessu sem stillt hefur verið upp gegnt hvor öðrum. Tilgangur heimsóknarinnar er að taka viðtal við He Rulong, sendiherra Kína á Íslandi, sem tók við starfinu í febrúar. Við stól sendiherrans stendur stærðarinnar kínverskur fáni.
Um er að ræða fyrsta viðtalið sem He Rulong fer í á Íslandi eftir að hann tók við sendiherrastarfinu. Hann býður upp á kínverskt te, kaffi, vorrúllur og sætabrauð sem kokkur sendiráðsins útbjó segir sendiherrann. Meðan á viðtalinu stendur eru sex starfsmenn sendiráðsins viðstaddir. Þeir taka viðtalið upp og smella af ljósmyndum á símana sína við hvert tækifæri í þá tvo klukkutíma …
Athugasemdir (4)