Hækkun gjaldskrár Strætó um 12,5 prósent dugir ekki til að gera reksturinn sjálfbæran. „Langt því frá,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, sem segir hækkunina eina af nokkrum aðgerðum sem ráðist hefur verið í vegna rekstrarvandans. Hún sé þó vissulega brött í prósentum talið. „En í krónutölu nær hún hún kannski einn þriðja upp í hækkun á olíuverði á árinu, á lítranum.“
Jóhannes segir til viðbótar við gjaldskrárhækkun séu viðræður í gangi við eigendur Strætó um að leggja fram meira fé í rekstrarstuðning, hagræðingaraðgerðir sem hafi átt að vera tímabundnar hafi verið framlengdar út árið og að samtal sé hafi við ríkið um aukna aðkomu þess að rekstrinum.
Umboðsmaður hefur krafist svara
Nýja gjaldskráin tekur gildi 1. október næstkomandi og mun stakt fargjald fullorðinna hækka úr 490 krónum í 550 krónur. Ungmenni, sem þó var lofað frítt í Strætó í samstarfssáttmála meirihlutans í borginni, munu greiða 275 krónur fyrir ferðina.
Athugasemdir