Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Bankarnir græða sífellt meira á vaxtamuninum

Stóru ís­lensku bank­arn­ir þrír, Ís­lands­banki, Ari­on banki og Lands­bank­inn, hafa auk­ið vaxtamun sinn á síð­ustu miss­er­um. Þeir eru all­ir farn­ir að græða meira á hrein­um vaxta­tekj­um en þeir gerðu fyr­ir ári síð­an. Ari­on banki seg­ist stefna að því að hafa vaxtamun­inn 3 pró­sent.

Bankarnir græða sífellt meira á vaxtamuninum
Munar mestu Vaxtamunurinn er mestur hjá Arion banka, þar sem hann er 3,1 prósent. Heinar vaxtatekjur bankans eru þó ekki þær hæstu á meðal bankanna þriggja en það er Landsbankinn, sem hefur minnstan vaxtamun, sem hagnast mest á hreinum vaxtatekjum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Stóru íslensku bankarnir þrír hafa allir aukið vaxtamun sinn á undanförnum misserum. Samhliða hafa hreinar vaxtatekjur bankanna aukist verulega. Þetta sýna ársfjórðungsuppgjör bankanna fyrir síðustu tvö ár. Vaxtamunur er munurinn á vaxtatekjum sem bankinn innheimtir og vaxtagjöldum sem þeir greiða. Vaxtamunurinn myndar það sem kallað er hreinar vaxtatekjur. Síðustu tólf mánuði hafa bankarnir samtals hagnast um 114 milljarða króna á þessum vaxtamun. 

Á síðustu tólf mánuðum hefur vaxtamunur bankanna verið um allt að hálft prósentustig. Íslandsbanki hefur hækkað mest, úr 2,4 prósentum í 2,9; Arion banki næstmest, úr 2,7 prósentum í 3,1 prósent; en Landsbankinn minnst, úr 2,3 prósentum í 2,6 prósent. Raða mætti bönkunum í röð eftir eignarhaldi, þar sem aukinn eignarhlutur ríkisins virðist draga úr vaxtamun. 

Vaxtamunurinn er greiddur af fólki og fyrirtækjum sem eru í lánaviðskiptum við þessa þrjá banka og nær yfir allt frá fasteignalánum einstaklinga til lána til fjárfestinga fyrirtækja. 

„Kjarnatekjur bankans aukast …
Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Óskar Guðmundsson skrifaði
    Eru ekki flestir bankanna í jafnvægi þ.e.a.s. milli verðtryggðra og óverðtryggðra lána? Það eru því helst ríkisbankarnir með sína 11% arðsemiskröfu sem eru að græða.
    0
  • Siggi Rey skrifaði
    Þetta fjárhagslega ofbeldi bankanna, með góðfúslegri heimild ríkisÓstjórnarinnar, er einsdæmi í hinum vestræna heimi. Að þetta sé látið óátalið er skýrt dæmi um spillinguna í svarta húsinu við Austurvöll.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár