Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Bankarnir græða sífellt meira á vaxtamuninum

Stóru ís­lensku bank­arn­ir þrír, Ís­lands­banki, Ari­on banki og Lands­bank­inn, hafa auk­ið vaxtamun sinn á síð­ustu miss­er­um. Þeir eru all­ir farn­ir að græða meira á hrein­um vaxta­tekj­um en þeir gerðu fyr­ir ári síð­an. Ari­on banki seg­ist stefna að því að hafa vaxtamun­inn 3 pró­sent.

Bankarnir græða sífellt meira á vaxtamuninum
Munar mestu Vaxtamunurinn er mestur hjá Arion banka, þar sem hann er 3,1 prósent. Heinar vaxtatekjur bankans eru þó ekki þær hæstu á meðal bankanna þriggja en það er Landsbankinn, sem hefur minnstan vaxtamun, sem hagnast mest á hreinum vaxtatekjum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Stóru íslensku bankarnir þrír hafa allir aukið vaxtamun sinn á undanförnum misserum. Samhliða hafa hreinar vaxtatekjur bankanna aukist verulega. Þetta sýna ársfjórðungsuppgjör bankanna fyrir síðustu tvö ár. Vaxtamunur er munurinn á vaxtatekjum sem bankinn innheimtir og vaxtagjöldum sem þeir greiða. Vaxtamunurinn myndar það sem kallað er hreinar vaxtatekjur. Síðustu tólf mánuði hafa bankarnir samtals hagnast um 114 milljarða króna á þessum vaxtamun. 

Á síðustu tólf mánuðum hefur vaxtamunur bankanna verið um allt að hálft prósentustig. Íslandsbanki hefur hækkað mest, úr 2,4 prósentum í 2,9; Arion banki næstmest, úr 2,7 prósentum í 3,1 prósent; en Landsbankinn minnst, úr 2,3 prósentum í 2,6 prósent. Raða mætti bönkunum í röð eftir eignarhaldi, þar sem aukinn eignarhlutur ríkisins virðist draga úr vaxtamun. 

Vaxtamunurinn er greiddur af fólki og fyrirtækjum sem eru í lánaviðskiptum við þessa þrjá banka og nær yfir allt frá fasteignalánum einstaklinga til lána til fjárfestinga fyrirtækja. 

„Kjarnatekjur bankans aukast …
Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Óskar Guðmundsson skrifaði
    Eru ekki flestir bankanna í jafnvægi þ.e.a.s. milli verðtryggðra og óverðtryggðra lána? Það eru því helst ríkisbankarnir með sína 11% arðsemiskröfu sem eru að græða.
    0
  • Siggi Rey skrifaði
    Þetta fjárhagslega ofbeldi bankanna, með góðfúslegri heimild ríkisÓstjórnarinnar, er einsdæmi í hinum vestræna heimi. Að þetta sé látið óátalið er skýrt dæmi um spillinguna í svarta húsinu við Austurvöll.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár