Stóru íslensku bankarnir þrír hafa allir aukið vaxtamun sinn á undanförnum misserum. Samhliða hafa hreinar vaxtatekjur bankanna aukist verulega. Þetta sýna ársfjórðungsuppgjör bankanna fyrir síðustu tvö ár. Vaxtamunur er munurinn á vaxtatekjum sem bankinn innheimtir og vaxtagjöldum sem þeir greiða. Vaxtamunurinn myndar það sem kallað er hreinar vaxtatekjur. Síðustu tólf mánuði hafa bankarnir samtals hagnast um 114 milljarða króna á þessum vaxtamun.
Á síðustu tólf mánuðum hefur vaxtamunur bankanna verið um allt að hálft prósentustig. Íslandsbanki hefur hækkað mest, úr 2,4 prósentum í 2,9; Arion banki næstmest, úr 2,7 prósentum í 3,1 prósent; en Landsbankinn minnst, úr 2,3 prósentum í 2,6 prósent. Raða mætti bönkunum í röð eftir eignarhaldi, þar sem aukinn eignarhlutur ríkisins virðist draga úr vaxtamun.
Vaxtamunurinn er greiddur af fólki og fyrirtækjum sem eru í lánaviðskiptum við þessa þrjá banka og nær yfir allt frá fasteignalánum einstaklinga til lána til fjárfestinga fyrirtækja.
„Kjarnatekjur bankans aukast …
Athugasemdir (2)