Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Vill allt að tveggja ára fangelsi við því að vera drukkinn á rafhlaupahjóli

Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son inn­viða­ráð­herra vill að börn­um und­ir þrett­án ára verði bann­að að nota raf­hlaupa­hjól og að allt að tveggja ára fang­elsi liggi við því að aka slíku far­ar­tæki und­ir áhrif­um áfeng­is. Í sama frum­varpi eru reiðstíg­ar skil­greind­ir fyr­ir bæði knapa og gang­andi.

Vill allt að tveggja ára fangelsi við því að vera drukkinn á rafhlaupahjóli

Sekt eða allt að tveggja ára fangelsi skal liggja við akstri smáfarartækja undir áhrifum áfengis, gangi frumvarp sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur lagt fram í samráðsgátt eftir. Smáfarartæki eru til að mynda rafhlaupahjól sem aukist hafa verulega í vinsældum á Íslandi undanfarin misseri. 

Lagt er til að ökumönnum rafhlaupahjóla verði gert skylt að „gangast undir öndunarpróf eða að láta í té svita og munnvatnssýni krefjist lögregla þess“. Sömu viðmið eru notuð um hámark magns áfengis í blóði og hjá ökumönnum bíla; 0,5 prómill. 

Frumvarpið byggir á vinnu starfshóps ráðuneytisins um smáfarartæki. Í hópnum sátu fulltrúar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, Samgöngustofu, Vegagerðarinnar, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborgar. 

Segjast bregðast við slysum

Í greinargerð frumvarpsins er tilefni þess rakið. Þar segir að umferð smáfarartækja, sérstaklega rafhlaupahjóla, hafi aukist mjög sem og slys. „Þessar breytingar á umferðarvenjum hafa leitt til þess að 17% þeirra sem slösuðust alvarlega í umferðinni á síðastliðnu ári voru á rafhlaupahjólum, en umferð þeirra er þó innan við 1% af allri umferð,“ segir í greinargerðinni. 

„42% alvarlega slasaðra í umferðinni á síðasta ári voru gangandi, hjólandi eða á rafhlaupahjóli og stór hluti fyrrgreindra slysa átti sér stað seint á föstudögum eða laugardögum. Ölvun var áberandi hjá þeim sem slösuðust seint þessa daga og samkvæmt könnun höfðu 40% vegfarenda á aldrinum 18 til 24 ára ekið rafhlaupahjóli undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna.“

Í úttekt Stundarinnar á umferðarslysum sem birtist í janúar síðastliðnum kom fram að algengasta tegund slysa á tímabilinu janúar til september 2021 hafi verið þegar óvarinn farþegi féll af farartæki. Fólk sem slasast á rafhlaupahjólum falla gjarnan í þann flokk en þó ekki eingöngu. 

Furða sig á frumvarpinu

Þingmaðurinn Andrés Ingi Jónsson, fulltrúi Pírata á þingi, furðar sig á þessu í færslu á Twitter. Þar spyr hann hvort ráðherra sé ekki að teygja refsirammann full langt. 

Og fleiri furða sig á þessu. Þar á meðal Björn Teitsson, fyrrverandi formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, sem segir frumvarpið fela í sér afturför. „Þetta er alveg rosalega mikil afturför. Finnst ólíklegt að meðlimir starfshópsins noti aðra ferðamáta en einkabíl,“ skrifar hann við tíst Andrésar.

Breytingar bannaðar

Fleira er að finna í frumvarpinu. Þar er til að mynda lagt bann við að börn yngri en 13 ára aki smáfarartækjum, reiðstígar eru skilgreindir fyrir gangandi vegfarendur og að bannað sé að breyta hámarkshraða rafmagnsreiðhjóls, smáfarartækis eða létts bifhjóls.

Þar að auki felur frumvarpið í sér innleiðingu á reglugerðum Evrópusambandsins er snúa að aksturs- og hvíldartíma ökumanna og endurmenntun. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JV
    Júlía Valsdóttir skrifaði
    Og hvernig ætla þeir að stöðva akstur barna á rafhlaupagjólum sá einn 8 ára sem ég þekki á rafhlaupahjóli í gær með engann hjálm
    0
  • Mun hann þá seta á 10 ára fangelsi fyrir þá sem aka ölvaðir á bíl ....... maðurinn er kexruglaður !
    0
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Sigurður Ingi ætlar að setja lög í anda Pútíns. Hvort honum gangi jafn vel að fá þau samþykkt er annað mál.
    1
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Í frumvarpinu er talað um smáfarartæki en ekki rafhlaupahjól. Hlýtur þá ekki að vera átt við órafknúin hlaupahjól og órafknúin og rafknúin reiðhjól auk rafhlaupahjóla?
    1
  • Pétur Kristjánsson skrifaði
    Ef þetta þýðir að það eigi að leyfa reiðmennsku á göngustígum í þéttbýli þá er það tabú. Lágmarkskrafa verður að vera að ef riðið sé út í þéttbýli eða nágrenni þess þá verði hestarnir að vera með bleyjur. Sóðaskapur í kringum hestamenn er gífurlegur að ekki sé talað um fýluna af þeim.
    0
  • Oskar Kettler skrifaði
    Jahá, það að myrða mann gæti gefið manni 16 ára fangelsi en að skjótast hífaður á rafskútu 2 ár?

    Er það að aka fullur á smáfarartæki 12.5% morð?
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
„Ég var bara glæpamaður“
6
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár