Mennirnir fjórir sem handteknir voru í aðgerðum lögreglu og sérsveitar í gær eru grunaðir um brot á 100. grein almennra hegningarlaga. Það er sú lagagrein sem fjallar um hryðjuverk. Ævilangt fangelsi getur legið við brotum á þessum lögum sem getur bæði falist í að framkvæma hryðjuverk og að ógana því.
En hvað eru hryðjuverk, samkvæmt lögunum?
Markmið brotsins þarf að vera að að „valda almenningi verulegum ótta eða þvinga með ólögmætum hætti íslensk eða erlend stjórnvöld eða alþjóðastofnun til að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert eða í því skyni að veikja eða skaða stjórnskipun eða stjórnmálalegar, efnahagslegar eða þjóðfélagslegar undirstöður ríkis eða alþjóðastofnunar“.
Auk markmiðsins skilgreina lögin sérstaklega að verknaður sem fellur undir eitthvað af þessum skilgreiningum, til að teljast hryðjuverk:
- manndráp samkvæmt 211. grein laganna,
- líkamsárás samkvæmt 218. grein laganna,
- frelsissviptingu samkvæmt 226. grein laganna,
- raskar umferðaröryggi samkvæmt 1. málsgrein laganna 168. grein laganna, truflar rekstur almennra …
Athugasemdir