Fyrri aukaspurning:
Úr hvaða nýlegu íslensku kvikmynd er þetta skjáskot?
***
Aðalspurningar:
1. Lítið landlukt ríki í Asíu heitir á sínu eigin tungumáli Druk Yul sem þýðir Land þrumudrekans. Dreki er reyndar líka á fána ríkisins. Hvað köllum við þetta ríki?
2. Hvaða ár renna um borgarland Reykjavíkur? - utan Esjusvæðis. Nefnið tvær.
3. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir fæddist 1921, hún var verkakona og verkalýðsforkólfur og sat svo á Alþingi 1987-1991. Fyrir hvaða flokk?
4. Alligatorar eru dýr, náskyld ... hvaða dýrum?
5. Hvað kallast hópur af hröfnum sem krunka hver við annan?
6. Hver er kallaður faðir sálgreiningarinnar?
7. Hversu djúpt er Eystrasaltið að meðaltali? Er meðaldýpið 5,3 metrar, 53 metrar, 530 metrar eða 5.300 metrar?
8. Tenzing Norgay er frægur fyrir að hafa klifið fyrstur manna fjall nokkurt, reyndar við annan mann, árið 1953. Hvaða fjall var það?
9. Og hvað hét klifurfélagi hans?
10. Hvað heitir hæsta fjallið í Japan?
***
Seinni aukaspurning:
Hvað heitir karlinn sem hér sést með barni sínu?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Bhutan.
2. Elliðaár og Korpa. Hólmsá telst einnig rétt.
3. Borgaraflokkinn.
4. Krókódílum.
5. Hrafnaþing.
6. Freud.
7. 53 metrar.
8. Everest.
9. Hillary.
10. Fuji.
***
Svör við aukaspurningum:
Skjáskotið er úr Kona fer í stríð.
Maðurinn heitir Haraldur Ingi. Hann er Þorleifsson en það þarf ekki nauðsynlega að fylgja.
Athugasemdir