Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

955. spurningaþraut: Nú er spurt um Land þrumudrekans

955. spurningaþraut: Nú er spurt um Land þrumudrekans

Fyrri aukaspurning:

Úr hvaða nýlegu íslensku kvikmynd er þetta skjáskot?

***

Aðalspurningar:

1.  Lítið landlukt ríki í Asíu heitir á sínu eigin tungumáli Druk Yul sem þýðir Land þrumudrekans. Dreki er reyndar líka á fána ríkisins. Hvað köllum við þetta ríki?

2.  Hvaða ár renna um borgarland Reykjavíkur? - utan Esjusvæðis. Nefnið tvær.

3.  Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir fæddist 1921, hún var verkakona og verkalýðsforkólfur og sat svo á Alþingi 1987-1991. Fyrir hvaða flokk?

4.  Alligatorar eru dýr, náskyld ... hvaða dýrum?

5.  Hvað kallast hópur af hröfnum sem krunka hver við annan?

6.  Hver er kallaður faðir sálgreiningarinnar?

7.  Hversu djúpt er Eystrasaltið að meðaltali? Er meðaldýpið 5,3 metrar, 53 metrar, 530 metrar eða 5.300 metrar?

8.  Tenzing Norgay er frægur fyrir að hafa klifið fyrstur manna fjall nokkurt, reyndar við annan mann, árið 1953. Hvaða fjall var það?

9.  Og hvað hét klifurfélagi hans?

10.  Hvað heitir hæsta fjallið í Japan?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir karlinn sem hér sést með barni sínu?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Bhutan.

2.  Elliðaár og Korpa. Hólmsá telst einnig rétt.

3.  Borgaraflokkinn.

4.  Krókódílum.

5.  Hrafnaþing.

6.  Freud.

7.   53 metrar.

8.  Everest.

9.  Hillary.

10.  Fuji.

***

Svör við aukaspurningum:

Skjáskotið er úr Kona fer í stríð.

Maðurinn heitir Haraldur Ingi. Hann er Þorleifsson en það þarf ekki nauðsynlega að fylgja.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár