Orka náttúrunnar, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, gefur ekki upp arðsemina af rekstrareiningu sem fyrirtækið hefur ákveðið að selja út úr fyrirtækinu. Um er að ræða viðhaldsþjónustu Orku náttúrunnar á ljósastaurum á höfuðborgarsvæðinu en langstærsti viðskiptavinur fyrirtækisins er Reykjavíkurborg. Orka náttúrunnar er í eigu Reykjavíkurborgar, Akraness og Borgarbyggðar í gegnum Orkuveitu Reykjavíkur.
Í svörum til Stundarinnar í tölvupósti segir Berglind Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, að arðsemin af rekstri þessarar einingar sé bundin trúnaði vegna söluferlisins sem er í gangi. Berglind greinir í svörum sínum til Stundarinnar frá forsendum sölunnar en segir jafnframt: „Aðrar upplýsingar eru bundnar trúnaði vegna ferlisins sem er í gangi.“ Um er að ræða rekstrareiningu sem stendur fyrir 2,6 prósentum af heildartekjum Orku náttúrunnar. Berglind segir í samtali við Stundina að einingin sé sannarlega arðbær. „Þetta er arðbær rekstrareining já.“
Berglind segir aðspurð að ákvörðunin um að selja rekstrareininguna sé á endanum tekin í stjórn Orku náttúrunnar …
Fyrirtækið sem hlotnast hnossið getur væntanlega hækkað gjaldið fyrir þjónustuna einhliða.
Hvaða einstaklingar bera ábyrgð á þessari ákvörðun? Er þetta með samþykki meirihluta borgarstjórnar?