Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Opinbert fyrirtæki einkavæðir viðhald á ljósastaurum: Arðsemin leyndarmál

Tekj­ur Orku nátt­úr­unn­ar af við­haldi á ljósastaur­um í sveit­ar­fé­lög­um, með­al ann­ars Reykja­vík, námu tæp­lega 590 millj­ón­um króna í fyrra. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur haf­ið sölu­ferli á þess­ari rekst­arein­ingu. Fram­kvæmda­stjór­inn Berg­lind Ólafs­dótt­ir seg­ir að verk­taka­þjón­usta eins og við­hald sam­ræm­ist ekki kjarn­a­starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins.

Opinbert fyrirtæki einkavæðir viðhald á ljósastaurum: Arðsemin leyndarmál
Viðhaldið á ljósastaurum selt Dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur hefur ákveðið að selja viðhaldsþjónustuna á ljósastaurunum í Reykjavík. Reykjavíkurborg varði til dæmis 260 milljónum króna í að skipta um lampa á ljósastaurum í Breiðholti í gegnum þetta dótturfélag Orkuveitunnar árið 2020 og var þessi mynd birt á vef borgarinnar af því tilefni.

Orka náttúrunnar, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, gefur ekki upp arðsemina af rekstrareiningu sem fyrirtækið hefur ákveðið að selja út úr fyrirtækinu. Um er að ræða viðhaldsþjónustu Orku náttúrunnar á ljósastaurum á höfuðborgarsvæðinu en langstærsti viðskiptavinur fyrirtækisins er Reykjavíkurborg. Orka náttúrunnar er í eigu Reykjavíkurborgar, Akraness og Borgarbyggðar í gegnum Orkuveitu Reykjavíkur. 

Í svörum til  Stundarinnar í tölvupósti segir Berglind Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, að arðsemin af rekstri þessarar einingar sé bundin trúnaði vegna söluferlisins sem er í gangi. Berglind greinir í svörum sínum til Stundarinnar frá forsendum sölunnar en segir jafnframt: „Aðrar upplýsingar eru bundnar trúnaði vegna ferlisins sem er í gangi.“ Um er að ræða rekstrareiningu sem stendur fyrir  2,6 prósentum af heildartekjum Orku náttúrunnar.  Berglind segir í samtali við Stundina að einingin sé sannarlega arðbær. „Þetta er arðbær rekstrareining já.

Berglind segir aðspurð að ákvörðunin um að selja rekstrareininguna sé á endanum tekin í stjórn Orku náttúrunnar …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigga Svanborgar skrifaði
    Þetta er klassík að selja út reksturinn (viðhald ) sem veltir hundruði milljóna á ári. Ljósastaurarnir fái náttl að vera í eigu Reykjavíkurborgar áfram ? Það hljóta allir að sjá að verið er að redda einhverjum vinum sínum....
    1
  • Kári Jónsson skrifaði
    Enn ein birtingarmynd nýfrjálshyggju-ÓÞVERRANNS, nýr borgarstjórnarmeirihluti ber hér alla ábyrgð, hver gaf þessum fulltrúum borgarbúa umboð til að selja innviði borgarbúa ? Voru þessi áform uppi á borði kosningarbaráttunnar í vor (2022) hjá flokkunum sem mynda meirihluta borgarstjórnar ? Fólkið sem skipar stjórn OR og samþykkti þennan gjörning verður að segja af sér tafarlaust, það er sömuleiðis á ábyrgð borgarstjórnar-meirihlutanns.
    4
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Er þetta fyrsta skrefið í að selja Orkuveituna?
    Fyrirtækið sem hlotnast hnossið getur væntanlega hækkað gjaldið fyrir þjónustuna einhliða.
    Hvaða einstaklingar bera ábyrgð á þessari ákvörðun? Er þetta með samþykki meirihluta borgarstjórnar?
    9
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár