Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Opinbert fyrirtæki einkavæðir viðhald á ljósastaurum: Arðsemin leyndarmál

Tekj­ur Orku nátt­úr­unn­ar af við­haldi á ljósastaur­um í sveit­ar­fé­lög­um, með­al ann­ars Reykja­vík, námu tæp­lega 590 millj­ón­um króna í fyrra. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur haf­ið sölu­ferli á þess­ari rekst­arein­ingu. Fram­kvæmda­stjór­inn Berg­lind Ólafs­dótt­ir seg­ir að verk­taka­þjón­usta eins og við­hald sam­ræm­ist ekki kjarn­a­starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins.

Opinbert fyrirtæki einkavæðir viðhald á ljósastaurum: Arðsemin leyndarmál
Viðhaldið á ljósastaurum selt Dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur hefur ákveðið að selja viðhaldsþjónustuna á ljósastaurunum í Reykjavík. Reykjavíkurborg varði til dæmis 260 milljónum króna í að skipta um lampa á ljósastaurum í Breiðholti í gegnum þetta dótturfélag Orkuveitunnar árið 2020 og var þessi mynd birt á vef borgarinnar af því tilefni.

Orka náttúrunnar, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, gefur ekki upp arðsemina af rekstrareiningu sem fyrirtækið hefur ákveðið að selja út úr fyrirtækinu. Um er að ræða viðhaldsþjónustu Orku náttúrunnar á ljósastaurum á höfuðborgarsvæðinu en langstærsti viðskiptavinur fyrirtækisins er Reykjavíkurborg. Orka náttúrunnar er í eigu Reykjavíkurborgar, Akraness og Borgarbyggðar í gegnum Orkuveitu Reykjavíkur. 

Í svörum til  Stundarinnar í tölvupósti segir Berglind Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, að arðsemin af rekstri þessarar einingar sé bundin trúnaði vegna söluferlisins sem er í gangi. Berglind greinir í svörum sínum til Stundarinnar frá forsendum sölunnar en segir jafnframt: „Aðrar upplýsingar eru bundnar trúnaði vegna ferlisins sem er í gangi.“ Um er að ræða rekstrareiningu sem stendur fyrir  2,6 prósentum af heildartekjum Orku náttúrunnar.  Berglind segir í samtali við Stundina að einingin sé sannarlega arðbær. „Þetta er arðbær rekstrareining já.

Berglind segir aðspurð að ákvörðunin um að selja rekstrareininguna sé á endanum tekin í stjórn Orku náttúrunnar …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigga Svanborgar skrifaði
    Þetta er klassík að selja út reksturinn (viðhald ) sem veltir hundruði milljóna á ári. Ljósastaurarnir fái náttl að vera í eigu Reykjavíkurborgar áfram ? Það hljóta allir að sjá að verið er að redda einhverjum vinum sínum....
    1
  • Kári Jónsson skrifaði
    Enn ein birtingarmynd nýfrjálshyggju-ÓÞVERRANNS, nýr borgarstjórnarmeirihluti ber hér alla ábyrgð, hver gaf þessum fulltrúum borgarbúa umboð til að selja innviði borgarbúa ? Voru þessi áform uppi á borði kosningarbaráttunnar í vor (2022) hjá flokkunum sem mynda meirihluta borgarstjórnar ? Fólkið sem skipar stjórn OR og samþykkti þennan gjörning verður að segja af sér tafarlaust, það er sömuleiðis á ábyrgð borgarstjórnar-meirihlutanns.
    4
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Er þetta fyrsta skrefið í að selja Orkuveituna?
    Fyrirtækið sem hlotnast hnossið getur væntanlega hækkað gjaldið fyrir þjónustuna einhliða.
    Hvaða einstaklingar bera ábyrgð á þessari ákvörðun? Er þetta með samþykki meirihluta borgarstjórnar?
    9
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vilja einfalda lífið
3
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár