Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

933. spurningaþraut: Hver er þessi skrautbúna kona?

933. spurningaþraut: Hver er þessi skrautbúna kona?

Fyrri aukaspurning:

Á myndinni hér að ofan er persónan Padmé Amidala. Hvar kemur hún við sögu?

***

Aðalspurningar:

1.  Árið 1949 kom til óeirða á Austurvelli í Reykjavík og beitti lögreglan bæði táragasi og varaliði svonefndra „hvítliða“. Hvað var tilefni óeirðanna?

2.  En hvaða dag urðu þessar óeirðir?

3.  Hvar í Frakklandi er haldið fræg kvikmyndahátíð á vordögum á hverju ári?

4.  Á Ítalíu er líka haldin fræg kvikmyndahátíð en hún stendur aðallega í september. Aðalverðlaun þar heita Gullna ljónið. Í hvaða borg á Ítalíu fer sú kvikmyndahátíð fram?

5.  Við hvaða eðlisfræðilegu aðstæður (í tómarúmi) er hraði ljóssins mestur?

6.  Hvaða millinafn notaði Halldór Laxness um miðbik ævinnar?

7.  Í hvaða heimsálfu er hæsta fjall heimsins — utan Asíu?

8.  Ein er sú borg í heimi hér sem tvö ríki kalla höfuðborg sína. Hvaða borg er það?

9.  Árið 2003 hófst útgáfa á nýju blaði í Reykjavík sem komið hefur út allar götur síðan. Það er skrifað á ensku og er einkum ætlað útlendingum en margir Íslendingar hafa líka gaman af að lesa umfjöllun blaðsins um íslenskt samfélag, skemmtanalíf, menningu, mat, tónlist, tísku og fleira. Hvað heitir þetta blað?

10.  Hver er Belsebúb?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þessi ungi dáti?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Innganga Íslands í NATO.

2.  30. mars.

3.  Cannes.

4.  Feneyjum.

5.  Hraði ljóssins er alltaf sá sami. Alltaf. Það er ein helsta meginstoð eðlisfræði okkar að svo sé.

6.  Kiljan.

7.  Suður-Ameríku.

8.  Jerúsalem.

9.  Grapewine.

10.  Djöfullinn.

***

Svör við aukaspurningum:

Padmé Amidala er drottning og stjórnmálamaður sem kemur við sögu í Star Wars-heimum.

Á neðri mynd er Winston Churchill.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár