Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

933. spurningaþraut: Hver er þessi skrautbúna kona?

933. spurningaþraut: Hver er þessi skrautbúna kona?

Fyrri aukaspurning:

Á myndinni hér að ofan er persónan Padmé Amidala. Hvar kemur hún við sögu?

***

Aðalspurningar:

1.  Árið 1949 kom til óeirða á Austurvelli í Reykjavík og beitti lögreglan bæði táragasi og varaliði svonefndra „hvítliða“. Hvað var tilefni óeirðanna?

2.  En hvaða dag urðu þessar óeirðir?

3.  Hvar í Frakklandi er haldið fræg kvikmyndahátíð á vordögum á hverju ári?

4.  Á Ítalíu er líka haldin fræg kvikmyndahátíð en hún stendur aðallega í september. Aðalverðlaun þar heita Gullna ljónið. Í hvaða borg á Ítalíu fer sú kvikmyndahátíð fram?

5.  Við hvaða eðlisfræðilegu aðstæður (í tómarúmi) er hraði ljóssins mestur?

6.  Hvaða millinafn notaði Halldór Laxness um miðbik ævinnar?

7.  Í hvaða heimsálfu er hæsta fjall heimsins — utan Asíu?

8.  Ein er sú borg í heimi hér sem tvö ríki kalla höfuðborg sína. Hvaða borg er það?

9.  Árið 2003 hófst útgáfa á nýju blaði í Reykjavík sem komið hefur út allar götur síðan. Það er skrifað á ensku og er einkum ætlað útlendingum en margir Íslendingar hafa líka gaman af að lesa umfjöllun blaðsins um íslenskt samfélag, skemmtanalíf, menningu, mat, tónlist, tísku og fleira. Hvað heitir þetta blað?

10.  Hver er Belsebúb?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þessi ungi dáti?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Innganga Íslands í NATO.

2.  30. mars.

3.  Cannes.

4.  Feneyjum.

5.  Hraði ljóssins er alltaf sá sami. Alltaf. Það er ein helsta meginstoð eðlisfræði okkar að svo sé.

6.  Kiljan.

7.  Suður-Ameríku.

8.  Jerúsalem.

9.  Grapewine.

10.  Djöfullinn.

***

Svör við aukaspurningum:

Padmé Amidala er drottning og stjórnmálamaður sem kemur við sögu í Star Wars-heimum.

Á neðri mynd er Winston Churchill.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár