Fjölga á í hópi þeirra sem sinna varnarmálum fyrir Ísland og fjárfesta á í öruggum samskiptarýmum og búnaði í sendiráðum fyrir 130 milljónir króna. Gert er ráð fyrir 300 milljóna auknum framlögum til varnartengdra verkefna „sem nauðsyn er að ráðast í, meðal annars vegna gjörbreyttra öryggismála í okkar heimshluta“.
Á borði ÞórdísarÞað er Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sem hefur varnarmál Íslands á sinni könnu.Mynd: Heiða Helgadóttir
Gert er ráð fyrir 300 milljóna auknum framlögum til varnartengdra verkefna „sem nauðsyn er að ráðast í, meðal annars vegna gjörbreyttra öryggismála í okkar heimshluta“. Til viðbótar verða 130 milljónir svo settar í að hraða áætlunum um framkvæmd á byggingu gistiskála á öryggissvæðinu í Keflavík. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi næsta ár sem kynnt var í morgun.
Í heild er gert ráð fyrir 3.666,6 milljónum króna til samstarf um öryggis- og varnarmál. Það er aukning um 380 milljónir króna.
Bregðast við „fjölþáttaógnum“ eins og falsfréttum
Aukinn þungiÍsland ætlar að setja aukinn þunga í varnarmál til að bregðast við þeim veruleika sem blasir við í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Markmið stjórnvalda er að auka og þétta loftrýmisgæslu við Ísland, fjölga gistirýmum á öryggissvæðum á landinu og senda einn starfsmann á ári á námskeið hjá bandalagsríkjum og stofnunum NATO sem vinna að loftrýmisgæslu og rekstri ratstjárkerfa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir