Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

931. spurningarþraut: Hver komst af ásamt kettinum Jones?

931. spurningarþraut: Hver komst af ásamt kettinum Jones?

Fyrri aukaspurning:

Dýrið hér að ofan er útdautt en við köllum það samotherium, skrímslið frá Samos. Það var uppi fyrir 5-15 milljónum ára og bjó víða um Evrópu og Asíu. Hver er helsti núlifandi ættingi þessa dýrs?

***

Aðalspurningar:

1.  Hún heitir Ellen Louise Ripley. Næstum ekkert er vitað um æsku hennar eða uppvöxt en athyglin beindist í fyrsta sinn að henni þegar hún var undirforingi á skipinu Nostromo, sem lenti í miklum hremmingum. Hún komst ein af ásamt kettinum Jones. Hvar er greint frá þessum hörmungum öllum?

2.  Hver er besti vinur Bósa Ljósár?

3.  Hver gaf út skáldsöguna Ungfrú Ísland árið 2018?

4.  Pablo Neruda var ljóðskáld sem fékk bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1971. Hann skrifaði á spænsku en frá hvaða landi var hann?

5.  Ári áður en Neruda fékk Nóbelsverðlaunin, eða 1970, þá féllu þau í skaut Rússa eins sem hafði lent æ meir upp á kant við yfirvöld í Sovétríkjunum vegna skrifa hans um kúgun og fangabúðir. Að lokum var honum vísað úr landi. Hvað hét þessi rithöfundur og andófsmaður?

6.  Ein af bókum þessa höfundar fjallar um upphaf fyrri heimsstyrjaldar og nafn hennar er mánuður og ártal — sá mánuður og það ár þegar sá mikli hildarleikur hófst. Bókin heitir þar af leiðandi ... hvað?

7.  Hvaða ríki tilheyrir eyjan Okinawa?

8.  Hún var lengi annar umsjónarmanna Virkra morgna á Rás tvö Ríkisútvarpsins, einnig umsjónarmaður Útsvars um hríð, fluttist svo á Húsavík í fáein ár en sér nú ásamt fleirum um síðdegisútvarp á Rás tvö. Hvað heitir hún?

9.  Vallakía og Transylvanía eru hlutar af hvaða núverandi ríki?

10.  Frægasti fursti Vallakíu var uppi á 15. öld og nefndist Vlad Tepes. Í sögum og munnlegri geymd hefur hann þó fengið annað nafn. Hvað er hann kallaður?  

***

Seinni aukaspurning:

Hver er ungi maðurinn sem hér sést að neðan? Myndin er ekki alveg ný.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Í kvikmyndinni Alien.

2.  Viddi.

3.  Auður Ava.

4.  Tjíle.

5.  Solténitsyn.

6.  Ágúst 1914.

7.  Japan.

8.  Guðrún Dís, en Gunna Dís dugar prýðilega.

9.  Rúmeníu.

10.  Dracula.

***

Svör við aukaspurningum:

Gíraffi er nánasti ættingi skrímslisins frá Samos.

Á neðra skjáskotinu er Volodomyr Zelensky Úkraínuforseti ungur að árum.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár