Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

931. spurningarþraut: Hver komst af ásamt kettinum Jones?

931. spurningarþraut: Hver komst af ásamt kettinum Jones?

Fyrri aukaspurning:

Dýrið hér að ofan er útdautt en við köllum það samotherium, skrímslið frá Samos. Það var uppi fyrir 5-15 milljónum ára og bjó víða um Evrópu og Asíu. Hver er helsti núlifandi ættingi þessa dýrs?

***

Aðalspurningar:

1.  Hún heitir Ellen Louise Ripley. Næstum ekkert er vitað um æsku hennar eða uppvöxt en athyglin beindist í fyrsta sinn að henni þegar hún var undirforingi á skipinu Nostromo, sem lenti í miklum hremmingum. Hún komst ein af ásamt kettinum Jones. Hvar er greint frá þessum hörmungum öllum?

2.  Hver er besti vinur Bósa Ljósár?

3.  Hver gaf út skáldsöguna Ungfrú Ísland árið 2018?

4.  Pablo Neruda var ljóðskáld sem fékk bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1971. Hann skrifaði á spænsku en frá hvaða landi var hann?

5.  Ári áður en Neruda fékk Nóbelsverðlaunin, eða 1970, þá féllu þau í skaut Rússa eins sem hafði lent æ meir upp á kant við yfirvöld í Sovétríkjunum vegna skrifa hans um kúgun og fangabúðir. Að lokum var honum vísað úr landi. Hvað hét þessi rithöfundur og andófsmaður?

6.  Ein af bókum þessa höfundar fjallar um upphaf fyrri heimsstyrjaldar og nafn hennar er mánuður og ártal — sá mánuður og það ár þegar sá mikli hildarleikur hófst. Bókin heitir þar af leiðandi ... hvað?

7.  Hvaða ríki tilheyrir eyjan Okinawa?

8.  Hún var lengi annar umsjónarmanna Virkra morgna á Rás tvö Ríkisútvarpsins, einnig umsjónarmaður Útsvars um hríð, fluttist svo á Húsavík í fáein ár en sér nú ásamt fleirum um síðdegisútvarp á Rás tvö. Hvað heitir hún?

9.  Vallakía og Transylvanía eru hlutar af hvaða núverandi ríki?

10.  Frægasti fursti Vallakíu var uppi á 15. öld og nefndist Vlad Tepes. Í sögum og munnlegri geymd hefur hann þó fengið annað nafn. Hvað er hann kallaður?  

***

Seinni aukaspurning:

Hver er ungi maðurinn sem hér sést að neðan? Myndin er ekki alveg ný.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Í kvikmyndinni Alien.

2.  Viddi.

3.  Auður Ava.

4.  Tjíle.

5.  Solténitsyn.

6.  Ágúst 1914.

7.  Japan.

8.  Guðrún Dís, en Gunna Dís dugar prýðilega.

9.  Rúmeníu.

10.  Dracula.

***

Svör við aukaspurningum:

Gíraffi er nánasti ættingi skrímslisins frá Samos.

Á neðra skjáskotinu er Volodomyr Zelensky Úkraínuforseti ungur að árum.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Óbærilega vitskert að veita friðarverðlaun Nóbels til Machado“
6
Stjórnmál

„Óbæri­lega vit­skert að veita frið­ar­verð­laun Nó­bels til Machado“

Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­Leaks, seg­ir Nó­bels­nefnd­ina skapa rétt­læt­ingu fyr­ir inn­rás Banda­ríkj­anna í Venesúela með því að veita María Cor­ina Machado, „klapp­stýru yf­ir­vof­andi loft­árása“, frið­ar­verð­laun. Ju­li­an Assange, stofn­andi Wiki­Leaks, hef­ur kraf­ist þess að sænska lög­regl­an frysti greiðsl­ur til Machado.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár