Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

928. spurningaþraut: Gullkálfur? Alaska? Leikhús í London?

928. spurningaþraut: Gullkálfur? Alaska? Leikhús í London?

Fyrri aukaspurning:

Hvað er að sjá á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvers konar vörur eru Ray-Ban?

2.  Hver er algengasti misskilningurinn sem fólk er haldið um víkinga?

3.  Hvaða hópur eða ættbálkur skapaði kálf úr gulli?

4.  Hvaða land skiptist í tvennt um 38. breiddargráðu norður?

5.  Í hvaða borg er Vasa-safnið?

6.  Vilhjálmur Finsen varð ritstjóri nýs blaðs á Íslandi árið 1913. Hvaða blaðs?

7.  Á næsta ári verður frumsýnd ný sería af vönduðum bandarískum glæpaþáttum, True Detective, tekin að hluta upp hér á landi. Heimsfræg leikkona mun leikur aðalhlutverk í þáttunum. Hver er hún?

8.  Fyrsta serían af True Detective var sýnd 2014. Hún snerist um tilraunir tveggja lögreglumanna til að leysa snúið glæpamál. Annan þeirra lék Woody Harrelson, en hver lék hinn?

9.  Af hverjum keyptu Bandaríkin Alaska á sínum tíma? Var það af Bretum —  Frökkum — frumbyggjum — Japönum — Kanadamönnum — Rússum - eða Spánverjum?

10.  Hvað nefndist leikhús Shakespeares í London?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir konan sem stígur hér dans?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Sólgleraugu.

2.  Að þeir hafi verið með horn á hjálmum sínum.

3.  Ísraelsmenn, Hebrear, Gyðingar — allt rétt!

4.  Kórea.

5.  Stokkhólmi.

6.  Morgunblaðsins.

7.  Jodie Foster.

8.  Matthew McConaughey.

9.  Rússum.

10.  Globe.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Rosettu-steinninn svonefndi sem gerði mönnum kleift að ráða myndletrið í Egiftalandi.

Á neðri myndinni stígur Jósefína dans við eiginmann sinn, Napóleon Bónaparte. Jósefína dugar í þessu tilfelli.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár