Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

927. spurningaþraut: Sorphirðufjölskyldan knáa

927. spurningaþraut: Sorphirðufjölskyldan knáa

Fyrri aukaspurning:

Hvar er styttuna á myndinni hér að ofan að finna?

***

Aðalspurningar:

1.  Á hvaða plötu Bubba Morthens birtist fyrst lagið Hrognin eru að koma?

2.  Hvar á Íslandi er Drangajökull?

3.  Í seinni heimsstyrjöld vildi Hitler ólmur leggja undir sig borgina Stalíngrad til að niðurlægja Stalín leiðtoga Sovétríkjanna sem borgin var nefnd eftir. En þar fyrir utan snerist orrustan ekki síst um yfirráð yfir samgöngum á tilteknu fljóti. Hvaða fljót var það?

4.  Inn úr hvaða firði gengur Svarfaðardalur?

5.  Í afar vinsælli bandarískri sjónvarpsseríu sem gekk á árunum 1999 til 2007 er fjallað um fjölskyldu sem starfar við sorphirðu — en reyndar ýmislegt fleira líka. Þættirnir heita eftir fjölskyldunni og heita því ... hvað?

6.  Hvar er Laxnes það sem Halldór rithöfundur kenndi sig við?

7.  Hvað hét fyrsti menntaði íslenski geðlæknirinn?

8.  Einn af hinum gamalgrónu stjórnmálaflokkum Danmerkur heitir Venstre. Hvað þykir nokkuð sérkennilegt við það?

9.  Hversu langt er nokkurn veginn á milli Moskvu og Kyiev? Eru það 250 kílómetrar — 500 kílómetrar — 750 kílómetrar — 1.000 kílómetrar — eða 1.500 kílómetrar?

10.  Hversu margar lappir eða limi hafa venjulegir krabbar?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er karlinn með yfirskeggið?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Ísbjarnarblús.

2.  Á Vestfjörðum.

3.  Volga.

4.  Eyjafirði.

5.  Sopranos.

6.  Í Mosfellsdal. 

7.  Þórður Sveinsson.

8.  Hann er alls ekki vinstri flokkur.

9.  Um það bil 750 kílómetrar.

10.  Tíu.

***

Svör við aukaspurningum:

Styttan á efri myndinni er ofan á Brandenburgar-hliðinu í Berlín.

Karlinn á neðri myndinni var túlkur Mikhaíls Gorbatévs Sovétleiðtoga, meðal annars og ekki síst í viðræðum hans við Ronald Reagan á Íslandi og víðar. Hann heitir Pavel Palazhchenko en þið þurfið ekki að vita það.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár