Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

927. spurningaþraut: Sorphirðufjölskyldan knáa

927. spurningaþraut: Sorphirðufjölskyldan knáa

Fyrri aukaspurning:

Hvar er styttuna á myndinni hér að ofan að finna?

***

Aðalspurningar:

1.  Á hvaða plötu Bubba Morthens birtist fyrst lagið Hrognin eru að koma?

2.  Hvar á Íslandi er Drangajökull?

3.  Í seinni heimsstyrjöld vildi Hitler ólmur leggja undir sig borgina Stalíngrad til að niðurlægja Stalín leiðtoga Sovétríkjanna sem borgin var nefnd eftir. En þar fyrir utan snerist orrustan ekki síst um yfirráð yfir samgöngum á tilteknu fljóti. Hvaða fljót var það?

4.  Inn úr hvaða firði gengur Svarfaðardalur?

5.  Í afar vinsælli bandarískri sjónvarpsseríu sem gekk á árunum 1999 til 2007 er fjallað um fjölskyldu sem starfar við sorphirðu — en reyndar ýmislegt fleira líka. Þættirnir heita eftir fjölskyldunni og heita því ... hvað?

6.  Hvar er Laxnes það sem Halldór rithöfundur kenndi sig við?

7.  Hvað hét fyrsti menntaði íslenski geðlæknirinn?

8.  Einn af hinum gamalgrónu stjórnmálaflokkum Danmerkur heitir Venstre. Hvað þykir nokkuð sérkennilegt við það?

9.  Hversu langt er nokkurn veginn á milli Moskvu og Kyiev? Eru það 250 kílómetrar — 500 kílómetrar — 750 kílómetrar — 1.000 kílómetrar — eða 1.500 kílómetrar?

10.  Hversu margar lappir eða limi hafa venjulegir krabbar?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er karlinn með yfirskeggið?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Ísbjarnarblús.

2.  Á Vestfjörðum.

3.  Volga.

4.  Eyjafirði.

5.  Sopranos.

6.  Í Mosfellsdal. 

7.  Þórður Sveinsson.

8.  Hann er alls ekki vinstri flokkur.

9.  Um það bil 750 kílómetrar.

10.  Tíu.

***

Svör við aukaspurningum:

Styttan á efri myndinni er ofan á Brandenburgar-hliðinu í Berlín.

Karlinn á neðri myndinni var túlkur Mikhaíls Gorbatévs Sovétleiðtoga, meðal annars og ekki síst í viðræðum hans við Ronald Reagan á Íslandi og víðar. Hann heitir Pavel Palazhchenko en þið þurfið ekki að vita það.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
3
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Helmingi dýrari matarkarfa eina ráðið við sjúkdómnum
4
Skýring

Helm­ingi dýr­ari mat­arkarfa eina ráð­ið við sjúk­dómn­um

„Við höf­um oft íhug­að mjög al­var­lega að flytja bara út af þessu,“ seg­ir Anna Gunn­dís Guð­munds­dótt­ir um þær hindr­an­ir sem fólk með selí­ak mæt­ir hér á landi. Dótt­ir henn­ar, Mía, er með sjúk­dóm­inn sem er ein­ung­is hægt að með­höndla með glút­en­lausu fæði. Mat­arkarfa fjöl­skyld­unn­ar hækk­aði veru­lega í verði eft­ir að Mía greind­ist. Þá er það þraut­in þyngri fyr­ir fólk með selí­ak að kom­ast út að borða, panta mat og mæta í mann­fögn­uði.
Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
6
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár