Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

927. spurningaþraut: Sorphirðufjölskyldan knáa

927. spurningaþraut: Sorphirðufjölskyldan knáa

Fyrri aukaspurning:

Hvar er styttuna á myndinni hér að ofan að finna?

***

Aðalspurningar:

1.  Á hvaða plötu Bubba Morthens birtist fyrst lagið Hrognin eru að koma?

2.  Hvar á Íslandi er Drangajökull?

3.  Í seinni heimsstyrjöld vildi Hitler ólmur leggja undir sig borgina Stalíngrad til að niðurlægja Stalín leiðtoga Sovétríkjanna sem borgin var nefnd eftir. En þar fyrir utan snerist orrustan ekki síst um yfirráð yfir samgöngum á tilteknu fljóti. Hvaða fljót var það?

4.  Inn úr hvaða firði gengur Svarfaðardalur?

5.  Í afar vinsælli bandarískri sjónvarpsseríu sem gekk á árunum 1999 til 2007 er fjallað um fjölskyldu sem starfar við sorphirðu — en reyndar ýmislegt fleira líka. Þættirnir heita eftir fjölskyldunni og heita því ... hvað?

6.  Hvar er Laxnes það sem Halldór rithöfundur kenndi sig við?

7.  Hvað hét fyrsti menntaði íslenski geðlæknirinn?

8.  Einn af hinum gamalgrónu stjórnmálaflokkum Danmerkur heitir Venstre. Hvað þykir nokkuð sérkennilegt við það?

9.  Hversu langt er nokkurn veginn á milli Moskvu og Kyiev? Eru það 250 kílómetrar — 500 kílómetrar — 750 kílómetrar — 1.000 kílómetrar — eða 1.500 kílómetrar?

10.  Hversu margar lappir eða limi hafa venjulegir krabbar?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er karlinn með yfirskeggið?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Ísbjarnarblús.

2.  Á Vestfjörðum.

3.  Volga.

4.  Eyjafirði.

5.  Sopranos.

6.  Í Mosfellsdal. 

7.  Þórður Sveinsson.

8.  Hann er alls ekki vinstri flokkur.

9.  Um það bil 750 kílómetrar.

10.  Tíu.

***

Svör við aukaspurningum:

Styttan á efri myndinni er ofan á Brandenburgar-hliðinu í Berlín.

Karlinn á neðri myndinni var túlkur Mikhaíls Gorbatévs Sovétleiðtoga, meðal annars og ekki síst í viðræðum hans við Ronald Reagan á Íslandi og víðar. Hann heitir Pavel Palazhchenko en þið þurfið ekki að vita það.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Óbærilega vitskert að veita friðarverðlaun Nóbels til Machado“
5
Stjórnmál

„Óbæri­lega vit­skert að veita frið­ar­verð­laun Nó­bels til Machado“

Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­Leaks, seg­ir Nó­bels­nefnd­ina skapa rétt­læt­ingu fyr­ir inn­rás Banda­ríkj­anna í Venesúela með því að veita María Cor­ina Machado, „klapp­stýru yf­ir­vof­andi loft­árása“, frið­ar­verð­laun. Ju­li­an Assange, stofn­andi Wiki­Leaks, hef­ur kraf­ist þess að sænska lög­regl­an frysti greiðsl­ur til Machado.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár