Fyrri aukaspurning:
Hvar er styttuna á myndinni hér að ofan að finna?
***
Aðalspurningar:
1. Á hvaða plötu Bubba Morthens birtist fyrst lagið Hrognin eru að koma?
2. Hvar á Íslandi er Drangajökull?
3. Í seinni heimsstyrjöld vildi Hitler ólmur leggja undir sig borgina Stalíngrad til að niðurlægja Stalín leiðtoga Sovétríkjanna sem borgin var nefnd eftir. En þar fyrir utan snerist orrustan ekki síst um yfirráð yfir samgöngum á tilteknu fljóti. Hvaða fljót var það?
4. Inn úr hvaða firði gengur Svarfaðardalur?
5. Í afar vinsælli bandarískri sjónvarpsseríu sem gekk á árunum 1999 til 2007 er fjallað um fjölskyldu sem starfar við sorphirðu — en reyndar ýmislegt fleira líka. Þættirnir heita eftir fjölskyldunni og heita því ... hvað?
6. Hvar er Laxnes það sem Halldór rithöfundur kenndi sig við?
7. Hvað hét fyrsti menntaði íslenski geðlæknirinn?
8. Einn af hinum gamalgrónu stjórnmálaflokkum Danmerkur heitir Venstre. Hvað þykir nokkuð sérkennilegt við það?
9. Hversu langt er nokkurn veginn á milli Moskvu og Kyiev? Eru það 250 kílómetrar — 500 kílómetrar — 750 kílómetrar — 1.000 kílómetrar — eða 1.500 kílómetrar?
10. Hversu margar lappir eða limi hafa venjulegir krabbar?
***
Seinni aukaspurning:
Hver er karlinn með yfirskeggið?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Ísbjarnarblús.
2. Á Vestfjörðum.
3. Volga.
4. Eyjafirði.
5. Sopranos.
6. Í Mosfellsdal.
7. Þórður Sveinsson.
8. Hann er alls ekki vinstri flokkur.
9. Um það bil 750 kílómetrar.
10. Tíu.
***
Svör við aukaspurningum:
Styttan á efri myndinni er ofan á Brandenburgar-hliðinu í Berlín.
Karlinn á neðri myndinni var túlkur Mikhaíls Gorbatévs Sovétleiðtoga, meðal annars og ekki síst í viðræðum hans við Ronald Reagan á Íslandi og víðar. Hann heitir Pavel Palazhchenko en þið þurfið ekki að vita það.
Athugasemdir