Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Geir Waage er ekki skráður eigandi að hitaveitunni

Séra Geir Waage held­ur því fram að hann eigi Hita­veitu Reyk­holts­stað­ar að fullu. Sam­kvæmt árs­reikn­ing­um og öðr­um op­in­ber­um gögn­um er það rangt og er Geir ekki skráð­ur sem eig­andi að nein­um hlut í hita­veit­unni. Lok­un Geirs á heitu vatni á bæi í Reyk­holts­dal er „í óþökk kirkj­unn­ar“.

Geir Waage er ekki skráður eigandi að hitaveitunni
Gjörðir Geirs í óþökk þjóðkirkjunnar Þjóðkirkjan er ósátt við þá framgöngu Geirs Waage að loka fyrir heitt vatn til bæjanna Grímsstaða og Skáneyjar. Mynd: MBL / Árni Sæberg

Lokun fyrir heitt vatn til bæja í Reykholtsdal er í óþökk Þjóðkirkjunnar, sem á vatnið. Upplýsingar kirkjunnar um eignarhald á hitaveitu á staðnum eru í ósamræmi við opinber gögn.

Stundin hafði samband við Biskupsstofu og óskaði eftir afstöðu forsvarsfólks þjóðkirkjunnar varðandi deilur í Reykholtsdal, þar sem skrúfað var fyrir heitt vatn á tvo bæi af hálfu Hitaveitu Reykholtsstaðar og að undirlagi Geirs Waage, fyrrverandi sóknarprests á staðnum.

Í skriflegum svörum sem Pétur Georg Markan biskupsritari sendi Stundinni kemur fram að kirkjan samdi við Hitaveitu Reykholtsstaðar um nýtingu og umráðarétt á heitu vatni í Reykholti. „Á það rætur að rekja til þess að Geir Waage, þáverandi prestur í Reykholti, nýtti jarðhitann, með leyfi þjóðkirkjunnar, til að tryggja heitt vatn í kirkjunni, prestsbústaðnum og öðrum mannvirkjum kirkjunnar. Hefur hann og félagið fjármagnað framkvæmdir við hitaveitina, þar með talið kostnað við gerð borholna og þá greiðir félagið tiltekið gjald til þjóðkirkjunnar fyrir hagnýtinguna.“ …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • HÞWK
    Halldór Þór Wíum Kristinsson skrifaði
    Þetta dæmi sýnir svo ekki verður um villst að innviðir eiga ekki að vera í eigu einkaaðila. Það er með öllu óþolandi að þessi sérvitri og viðskotailli sveitaprestur geti átt og/eða ráðið yfir hitaveitu sem þjónar samfélaginu í kringum hann.
    0
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Það á auðvitað að reka presta burt af eignum kirkjunnar þegar þeir láta af störfum. Þeir sem hafa verið lengi í sama brauði finnst þeir orðið eigi staðinn, þannig er það greinilega í tilfelli síra Geirs.
    2
  • Baldur Gunnarsson skrifaði
    Svartstakkurinn er í stuði
    0
  • Zuilma Gabriela Sigurðardóttir skrifaði
    Hvar er ástin frá Guði í þessu máli? Elskaðu náunga þinn eins og sjálfan þig.
    3
  • Erna Arnadottir skrifaði
    Hvernig getur fyrrverandi prestur ennþá átt hitaveitu staðarins? Kirkjustaðarins. Getur hann skrúfað fyrir vatnið hjá næsta presti ef honum líkat ekki embættisfærslan svo dæmi sé tekið?
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
4
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár