Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Geir Waage er ekki skráður eigandi að hitaveitunni

Séra Geir Waage held­ur því fram að hann eigi Hita­veitu Reyk­holts­stað­ar að fullu. Sam­kvæmt árs­reikn­ing­um og öðr­um op­in­ber­um gögn­um er það rangt og er Geir ekki skráð­ur sem eig­andi að nein­um hlut í hita­veit­unni. Lok­un Geirs á heitu vatni á bæi í Reyk­holts­dal er „í óþökk kirkj­unn­ar“.

Geir Waage er ekki skráður eigandi að hitaveitunni
Gjörðir Geirs í óþökk þjóðkirkjunnar Þjóðkirkjan er ósátt við þá framgöngu Geirs Waage að loka fyrir heitt vatn til bæjanna Grímsstaða og Skáneyjar. Mynd: MBL / Árni Sæberg

Lokun fyrir heitt vatn til bæja í Reykholtsdal er í óþökk Þjóðkirkjunnar, sem á vatnið. Upplýsingar kirkjunnar um eignarhald á hitaveitu á staðnum eru í ósamræmi við opinber gögn.

Stundin hafði samband við Biskupsstofu og óskaði eftir afstöðu forsvarsfólks þjóðkirkjunnar varðandi deilur í Reykholtsdal, þar sem skrúfað var fyrir heitt vatn á tvo bæi af hálfu Hitaveitu Reykholtsstaðar og að undirlagi Geirs Waage, fyrrverandi sóknarprests á staðnum.

Í skriflegum svörum sem Pétur Georg Markan biskupsritari sendi Stundinni kemur fram að kirkjan samdi við Hitaveitu Reykholtsstaðar um nýtingu og umráðarétt á heitu vatni í Reykholti. „Á það rætur að rekja til þess að Geir Waage, þáverandi prestur í Reykholti, nýtti jarðhitann, með leyfi þjóðkirkjunnar, til að tryggja heitt vatn í kirkjunni, prestsbústaðnum og öðrum mannvirkjum kirkjunnar. Hefur hann og félagið fjármagnað framkvæmdir við hitaveitina, þar með talið kostnað við gerð borholna og þá greiðir félagið tiltekið gjald til þjóðkirkjunnar fyrir hagnýtinguna.“ …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • HÞWK
    Halldór Þór Wíum Kristinsson skrifaði
    Þetta dæmi sýnir svo ekki verður um villst að innviðir eiga ekki að vera í eigu einkaaðila. Það er með öllu óþolandi að þessi sérvitri og viðskotailli sveitaprestur geti átt og/eða ráðið yfir hitaveitu sem þjónar samfélaginu í kringum hann.
    0
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Það á auðvitað að reka presta burt af eignum kirkjunnar þegar þeir láta af störfum. Þeir sem hafa verið lengi í sama brauði finnst þeir orðið eigi staðinn, þannig er það greinilega í tilfelli síra Geirs.
    2
  • Baldur Gunnarsson skrifaði
    Svartstakkurinn er í stuði
    0
  • Zuilma Gabriela Sigurðardóttir skrifaði
    Hvar er ástin frá Guði í þessu máli? Elskaðu náunga þinn eins og sjálfan þig.
    3
  • Erna Arnadottir skrifaði
    Hvernig getur fyrrverandi prestur ennþá átt hitaveitu staðarins? Kirkjustaðarins. Getur hann skrúfað fyrir vatnið hjá næsta presti ef honum líkat ekki embættisfærslan svo dæmi sé tekið?
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
4
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár