Lokun fyrir heitt vatn til bæja í Reykholtsdal er í óþökk Þjóðkirkjunnar, sem á vatnið. Upplýsingar kirkjunnar um eignarhald á hitaveitu á staðnum eru í ósamræmi við opinber gögn.
Stundin hafði samband við Biskupsstofu og óskaði eftir afstöðu forsvarsfólks þjóðkirkjunnar varðandi deilur í Reykholtsdal, þar sem skrúfað var fyrir heitt vatn á tvo bæi af hálfu Hitaveitu Reykholtsstaðar og að undirlagi Geirs Waage, fyrrverandi sóknarprests á staðnum.
Í skriflegum svörum sem Pétur Georg Markan biskupsritari sendi Stundinni kemur fram að kirkjan samdi við Hitaveitu Reykholtsstaðar um nýtingu og umráðarétt á heitu vatni í Reykholti. „Á það rætur að rekja til þess að Geir Waage, þáverandi prestur í Reykholti, nýtti jarðhitann, með leyfi þjóðkirkjunnar, til að tryggja heitt vatn í kirkjunni, prestsbústaðnum og öðrum mannvirkjum kirkjunnar. Hefur hann og félagið fjármagnað framkvæmdir við hitaveitina, þar með talið kostnað við gerð borholna og þá greiðir félagið tiltekið gjald til þjóðkirkjunnar fyrir hagnýtinguna.“ …
Athugasemdir (5)