Geir Waage er ekki skráður eigandi að hitaveitunni

Séra Geir Waage held­ur því fram að hann eigi Hita­veitu Reyk­holts­stað­ar að fullu. Sam­kvæmt árs­reikn­ing­um og öðr­um op­in­ber­um gögn­um er það rangt og er Geir ekki skráð­ur sem eig­andi að nein­um hlut í hita­veit­unni. Lok­un Geirs á heitu vatni á bæi í Reyk­holts­dal er „í óþökk kirkj­unn­ar“.

Geir Waage er ekki skráður eigandi að hitaveitunni
Gjörðir Geirs í óþökk þjóðkirkjunnar Þjóðkirkjan er ósátt við þá framgöngu Geirs Waage að loka fyrir heitt vatn til bæjanna Grímsstaða og Skáneyjar. Mynd: MBL / Árni Sæberg

Lokun fyrir heitt vatn til bæja í Reykholtsdal er í óþökk Þjóðkirkjunnar, sem á vatnið. Upplýsingar kirkjunnar um eignarhald á hitaveitu á staðnum eru í ósamræmi við opinber gögn.

Stundin hafði samband við Biskupsstofu og óskaði eftir afstöðu forsvarsfólks þjóðkirkjunnar varðandi deilur í Reykholtsdal, þar sem skrúfað var fyrir heitt vatn á tvo bæi af hálfu Hitaveitu Reykholtsstaðar og að undirlagi Geirs Waage, fyrrverandi sóknarprests á staðnum.

Í skriflegum svörum sem Pétur Georg Markan biskupsritari sendi Stundinni kemur fram að kirkjan samdi við Hitaveitu Reykholtsstaðar um nýtingu og umráðarétt á heitu vatni í Reykholti. „Á það rætur að rekja til þess að Geir Waage, þáverandi prestur í Reykholti, nýtti jarðhitann, með leyfi þjóðkirkjunnar, til að tryggja heitt vatn í kirkjunni, prestsbústaðnum og öðrum mannvirkjum kirkjunnar. Hefur hann og félagið fjármagnað framkvæmdir við hitaveitina, þar með talið kostnað við gerð borholna og þá greiðir félagið tiltekið gjald til þjóðkirkjunnar fyrir hagnýtinguna.“ …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • HÞWK
    Halldór Þór Wíum Kristinsson skrifaði
    Þetta dæmi sýnir svo ekki verður um villst að innviðir eiga ekki að vera í eigu einkaaðila. Það er með öllu óþolandi að þessi sérvitri og viðskotailli sveitaprestur geti átt og/eða ráðið yfir hitaveitu sem þjónar samfélaginu í kringum hann.
    0
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Það á auðvitað að reka presta burt af eignum kirkjunnar þegar þeir láta af störfum. Þeir sem hafa verið lengi í sama brauði finnst þeir orðið eigi staðinn, þannig er það greinilega í tilfelli síra Geirs.
    2
  • Baldur Gunnarsson skrifaði
    Svartstakkurinn er í stuði
    0
  • Zuilma Gabriela Sigurðardóttir skrifaði
    Hvar er ástin frá Guði í þessu máli? Elskaðu náunga þinn eins og sjálfan þig.
    3
  • Erna Arnadottir skrifaði
    Hvernig getur fyrrverandi prestur ennþá átt hitaveitu staðarins? Kirkjustaðarins. Getur hann skrúfað fyrir vatnið hjá næsta presti ef honum líkat ekki embættisfærslan svo dæmi sé tekið?
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
5
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár