Áttatíu og tveir einstaklingar voru á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi síðdegis fimmtudaginn 8. september, 60 á bráðadeildinni og 22 á bráða- og göngudeildinni. Samkvæmt heimildum Stundarinnar þurftu flestir þeirra að bíða í allt að fimm klukkustundir eftir því að hitta lækni eða hjúkrunarfræðing.
Í sumar þurftu þau sem biðu á bráðamóttökunni eftir því að vera lögð inn á aðrar deildir að meðaltali að bíða þar í tæpan sólarhring. Ekki fengust upplýsingar um hversu margir sjúklingar voru í þessari stöðu fimmtudaginn 8. september, en nýlega var tekin sú ákvörðun að sá sjúklingahópur teldi ekki fleiri en tuttugu. Því má gera ráð fyrir að allt að eitt hundrað sjúklingar hafi verið á bráðamóttökunni seinni partinn í gær.
Þar starfa nú alls 108 hjúkrunarfræðingar í 74 stöðugildum en þegar deildin er fullmönnuð er gert ráð fyrir 90 stöðugildum hjúkrunarfræðinga samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. Því vantar nú hjúkrunarfræðinga í 16 stöðugildi en 24 hjúkrunarfræðingar …
Athugasemdir (1)