Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Bað sjúklinga afsökunar á ástandinu á bráðamóttöku

„Nær dag­lega var ég að biðja sjúk­linga og að­stand­end­ur af­sök­un­ar fyr­ir hönd okk­ar á bráða­mót­tök­unni og spít­al­ans,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur sem hef­ur minnk­að starfs­hlut­fall sitt á bráða­mót­tök­unni nið­ur í 30 pró­sent vegna álags á deild­inni. 24 hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar hafa sagt upp störf­um á bráða­mót­tök­unni í Foss­vogi það sem af er ári. Nokk­ur fjöldi hef­ur auk þess minnk­að starfs­hlut­fall sitt. Teym­is­stjóri við­bragð­steym­is bráða­þjón­ust­unn­ar seg­ir áskor­un að reka bráða­mót­tök­una að óbreyttu enda vanti um þriðj­ung hjúkr­un­ar­fræð­inga.

Bað sjúklinga afsökunar á ástandinu á bráðamóttöku
Hjúkrunarfræðingar segja dýrmætri reynslu kastað á glæ nú þegar 24 hjúkrunarfræðingar hafa hætt störfum á bráðamóttökunni í Fossvogi það sem af er ári Mynd: Ljósmynd/Landspítali/Þorkell

Áttatíu og tveir einstaklingar voru á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi síðdegis fimmtudaginn 8. september, 60 á bráðadeildinni og 22 á bráða- og göngudeildinni. Samkvæmt heimildum Stundarinnar þurftu flestir þeirra að bíða í allt að fimm klukkustundir eftir því að hitta lækni eða hjúkrunarfræðing.

Í sumar þurftu þau sem biðu á bráðamóttökunni eftir því að vera lögð inn á aðrar deildir að meðaltali að bíða þar í tæpan sólarhring. Ekki fengust upplýsingar um hversu margir sjúklingar voru í þessari stöðu fimmtudaginn 8. september, en nýlega var tekin sú ákvörðun að sá sjúklingahópur teldi ekki fleiri en tuttugu. Því má gera ráð fyrir að allt að eitt hundrað sjúklingar hafi verið á bráðamóttökunni seinni partinn í gær.

Þar starfa nú alls 108 hjúkrunarfræðingar í 74 stöðugildum en þegar deildin er fullmönnuð er gert ráð fyrir 90 stöðugildum hjúkrunarfræðinga samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. Því vantar nú hjúkrunarfræðinga í 16 stöðugildi en 24 hjúkrunarfræðingar …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Flosi Guðmundsson skrifaði
    Svona vilja auðvaldssleikjurnar í Vinstri Grænum hafa þetta.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár