Sýn heldur áfram að selja innviði

Stjórn­end­ur Sýn­ar vænta tveggja millj­arða hagn­að­ar af sölu stofnn­ets fyr­ir­æk­is­ins til Ljós­leið­ar­ans. Það fyr­ir­tæki er í eigu þriggja sveit­ar­fé­laga í gegn­um Orku­veitu Reykja­vík­ur. Sýn ætl­ar að kaupa þjón­ustu af Ljós­leið­ar­an­um í stað þeirr­ar sem fyr­ir­tæk­ið hef­ur hing­að til nýtt eig­in stofnn­et í.

Sýn heldur áfram að selja innviði
Loka kaup? Heiðar Guðjónsson, fráfarandi forstjóri Sýnar og áður einn stærsti eigandi fyrirtækisins, stýrir fyrirtækinu í þessari nýju sölu en verður líklega horfinn til annarra starfa þegar málið verður klárað.

Fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækið Sýn hefur gert samkomulag um sölu á stofnneti sínu til Ljósleiðarans. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar, þar sem bréf í Sýn ganga kaupum og sölum.

Kaupverðið sem samið var um er 3 milljarðar króna, og vænta stjórnendur Sýnar þess að hagnast um 2 milljarða króna á viðskiptunum. Kaupandinn, Ljósleiðarinn, er dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, sem er í eigu Reykjavíkurborgar, Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar. Í raun eru það því sveitarfélög að kaupa stofnnet Sýnar. 

Sýn ætlar að leigja þjónustu Ljósleiðarans til tíu ára. 

Enn er málið þó ekki frágengið því enn á eftir að fara fram áreiðanleikakönnun og ganga frá fjármögnun kaupanna. Þá á Samkeppniseftirlitið líka eftir að leggja blessun sína yfir viðskiptin. 

Skammt er síðan Sýn seldi óvirka innviði og í samskonar viðskiptum um sölu og endurleigu eigna fyrirtækisins. Samningur um kaupin var gerður 1. apríl á síðasta ári og samþykktur í nóvember síðastliðnum. Bandaríska sjóðsstýringafélagið Digital Bridge Group Inc. keypti þessa óvirku innviði og greiddi um sex milljarða króna fyrir. 

Hagnaði þeirrar sölu hefur síðan verið ráðstafað til hluthafa Sýnar í gegnum kaup fyrirtækisins á eigin bréfum. Stjórn fyrirtækisins ákvað á síðasta ári að kaupa allt að 9,9 prósenta hlut í Sýn fyrir að hámarki 2 milljarða króna. Hluti hagnaðarins fór líka í að greiða niður tveggja milljarða króna skuld við Landsbankann.

Ekkert kemur fram í Kauphallartilkynningunni vegna sölu stofnnetsins hvernig hagnaðinum verði ráðstafað. Upplýsingar um það verða gefnar þegar endanlegir samningar liggja fyrir. Stefnt er að því að það verði fyrir 15. desember. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jónsson Höskuldur skrifaði
    Milið andskoti hafa menn efnast á viskiptum með innviði okkar .
    Best fyrir þessa oloígarka sem aldrei hafa difið hendi í kallt vatn og vita yfirleitt ekki kvað vinna er ,er að þeir borga aldrei reikniginn fyrir innviðina heldur láta ríkissjóð borga brúsann sen nú er half tómur .
    Spítalinn er enn ekki orðinn fokheldur efir 50 ára bið eftir andvirði póst og síma .Vonandi að aldrei vrði selt fjöreggið okka ,ljósleiðarinn sem er lífæð okkar um stundir .
    Siðblytndingjar svífast enskis ef um hagnað handa baara þeim er að ræða
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár