Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Sýn heldur áfram að selja innviði

Stjórn­end­ur Sýn­ar vænta tveggja millj­arða hagn­að­ar af sölu stofnn­ets fyr­ir­æk­is­ins til Ljós­leið­ar­ans. Það fyr­ir­tæki er í eigu þriggja sveit­ar­fé­laga í gegn­um Orku­veitu Reykja­vík­ur. Sýn ætl­ar að kaupa þjón­ustu af Ljós­leið­ar­an­um í stað þeirr­ar sem fyr­ir­tæk­ið hef­ur hing­að til nýtt eig­in stofnn­et í.

Sýn heldur áfram að selja innviði
Loka kaup? Heiðar Guðjónsson, fráfarandi forstjóri Sýnar og áður einn stærsti eigandi fyrirtækisins, stýrir fyrirtækinu í þessari nýju sölu en verður líklega horfinn til annarra starfa þegar málið verður klárað.

Fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækið Sýn hefur gert samkomulag um sölu á stofnneti sínu til Ljósleiðarans. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar, þar sem bréf í Sýn ganga kaupum og sölum.

Kaupverðið sem samið var um er 3 milljarðar króna, og vænta stjórnendur Sýnar þess að hagnast um 2 milljarða króna á viðskiptunum. Kaupandinn, Ljósleiðarinn, er dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, sem er í eigu Reykjavíkurborgar, Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar. Í raun eru það því sveitarfélög að kaupa stofnnet Sýnar. 

Sýn ætlar að leigja þjónustu Ljósleiðarans til tíu ára. 

Enn er málið þó ekki frágengið því enn á eftir að fara fram áreiðanleikakönnun og ganga frá fjármögnun kaupanna. Þá á Samkeppniseftirlitið líka eftir að leggja blessun sína yfir viðskiptin. 

Skammt er síðan Sýn seldi óvirka innviði og í samskonar viðskiptum um sölu og endurleigu eigna fyrirtækisins. Samningur um kaupin var gerður 1. apríl á síðasta ári og samþykktur í nóvember síðastliðnum. Bandaríska sjóðsstýringafélagið Digital Bridge Group Inc. keypti þessa óvirku innviði og greiddi um sex milljarða króna fyrir. 

Hagnaði þeirrar sölu hefur síðan verið ráðstafað til hluthafa Sýnar í gegnum kaup fyrirtækisins á eigin bréfum. Stjórn fyrirtækisins ákvað á síðasta ári að kaupa allt að 9,9 prósenta hlut í Sýn fyrir að hámarki 2 milljarða króna. Hluti hagnaðarins fór líka í að greiða niður tveggja milljarða króna skuld við Landsbankann.

Ekkert kemur fram í Kauphallartilkynningunni vegna sölu stofnnetsins hvernig hagnaðinum verði ráðstafað. Upplýsingar um það verða gefnar þegar endanlegir samningar liggja fyrir. Stefnt er að því að það verði fyrir 15. desember. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jónsson Höskuldur skrifaði
    Milið andskoti hafa menn efnast á viskiptum með innviði okkar .
    Best fyrir þessa oloígarka sem aldrei hafa difið hendi í kallt vatn og vita yfirleitt ekki kvað vinna er ,er að þeir borga aldrei reikniginn fyrir innviðina heldur láta ríkissjóð borga brúsann sen nú er half tómur .
    Spítalinn er enn ekki orðinn fokheldur efir 50 ára bið eftir andvirði póst og síma .Vonandi að aldrei vrði selt fjöreggið okka ,ljósleiðarinn sem er lífæð okkar um stundir .
    Siðblytndingjar svífast enskis ef um hagnað handa baara þeim er að ræða
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár