Milljarða fjárfesting er fram undan í rekstri Klíníkurinnar í Ármúla sem stefnir að því að verða eiginlegt sjúkrahús. Gerður hefur verið leigusamningur við fasteignafélagið Reiti um leigu á Ármúla 7, sem er húsið sem stendur við hliðina á því sem Klíníkin rekur starfsemi sína í dag. Það standa þó ekki til flutningar heldur þreföldun á húsakosti félagsins.
Hvað stendur til?
„Það er búið að vera mjög mikill og hraður vöxtur hjá Klíníkinni núna síðustu árin og við sjáum fram á að hann haldi áfram,“ segir Sigurður Ingibergur Björnsson, framkvæmdastjóri Klíníkurinnar. „Við höfum áhuga á að útvíkka starfsemina meira.“ Klíníkin hefur síðustu ár fyrst og fremst framkvæmt skurðaðgerðir vegna liðskipta, gert efnaskiptaaðgerðir á fólki sem glímir við alvarlega offitu, og fyrirbyggjandi brjóstaaðgerðir fyrir fólk með BRCA-genið svokallaða. „Okkar hugmyndir standa til að útvíkka þessa starfsemi, þannig að upplifun sjúklinganna sé að þeir séu að fá fulla þjónustu hjá okkur.“
Stækkunin er …
Athugasemdir (2)