Rushdie fæddist árið 1947 í Mumbai á Indlandi. Fjölskylda hans kom hins vegar frá Kasmír og voru múslimar, en sama ár og hann fæddist var landið klofið í tvennt: Indland og Pakistan urðu tvö sjálfstæð ríki. Þessu fylgdu miklir fólksflutningar og átök, ekki síst í Kasmír þar sem bæði ríki gerðu tilkall til svæðisins.
Rushdie fluttist ungur að árum með fjölskyldu sinni til Bretlands þar sem hann lagði stund á sagnfræði í einkaskólanum Rugby College og útskrifaðist með BA-próf. Sjálfur hafði faðir hans útskrifast sem lögfræðingur frá Cambridge svo tengingin við Bretland var sterk frá upphafi. Hann byrjaði að skrifa smásögur og bækur á áttunda áratug síðustu aldar, aðallega í stíl sem hefur verið nefndur töfraraunsæi og gengur út á að blanda saman hversdagslegum veruleika við yfirnáttúrulega tóna.
Rushdie vann hin virtu Booker-verðlaun fyrir skáldöguna Midnight’s Children árið 1981 og var þá strax farinn að vekja athygli sem efnilegur rithöfundur. …
Athugasemdir