Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

844. spurningaþraut: Tveir óhugnanlegir herrar, og þó kannski þrír eða jafnvel fjórir!

844. spurningaþraut: Tveir óhugnanlegir herrar, og þó kannski þrír eða jafnvel fjórir!

Fyrri aukaspurning:

Í hvaða teiknimyndaseríu birtast persónurnar sem hér að ofan sjást?

***

Aðalspurningar:

1.  Karladeild Víkings í fótbolta átti á dögunum í harðri keppni við öflugt útlenskt lið um sæti í svonefndri Sambandsdeild í Evrópuboltanum. Víkingur beið að lokum lægri hlut, 2-4 samanlagt. En frá hvaða landi var andstæðingurinn sem sló Víking út?

2.  Neil Gaiman heitir höfundur einn, margverðlaunaður fyrir fantasíur af ýmsu tagi. Hann er til dæmis höfundur teiknimyndasagna sem nú gera garðinn frægan á Netflix í formi sjónvarpsseríu. Þar segir frá eins konar herra draumalandsins, ef ég skil þetta rétt. Hvað heitir þessi sería?

3.  Brian Epstein dó aðeins 32 ára árið 1967. Hann var frægur umboðsmaður hvaða hljómsveitar?

4.  Undir hvaða nafni er Vladimir Ulyanov þekktastur?

5.  Egill Skallagrímsson á að hafa grafið silfursjóð sinn mikinn skömmu áður en hann lést í hárri elli og hefur sjóðurinn aldrei fundist. Nálægt hvaða bæ á silfur Egils að hafa verið grafið?

6.  En hvað hafði Egill skömmu áður ætlað sér að gera við silfrið — þótt hann væri blessunarlega hindraður í því?

7.  „Máninn líður, / dauðinn ríður; sérðu ekki ...“ Sérðu ekki hvað?

8.  Og hver fór með þessa óhugnanlegu þulu?

9.  Capo Froward heitir syðsti oddi meginlands Suður-Ameríku. Í hvaða landi er Capo Froward (þetta er ekki misritun fyrir Forward)?

10.  Punta Gallinas heitir hins vegar nyrsti oddi sama meginlands. Í hvaða landi skyldi Punta Gallinas vera?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir skipið sem siglir leið sína á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Póllandi.

2.  Sandman.

3.  Bítlanna.

4.  Lenín.

5.  Mosfelli.

6.  Hann hugðist dreifa silfrinu yfir mannsöfnuð á Alþingi til að njóta þess að heyra þingheim berjast um silfrið.

7.  „... hvítan blett / í hnakka mínum.“

8.  Djákninn á Myrká.

9.  Tjíle.

10.  Kólumbíu.

***

Svör við aukaspurningum:

Þær Wilma og Betty komu við sögu í Steinaldarmönnunum, Flintstones á frummálinu.

Á seinni myndinni er Gullfoss.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
2
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu