Sólveig Anna Jónsdóttir, formaðu Eflingar, segir að afsögn Drífu Snædal sem forseta Alþýðusambands Íslands hafi verið tímabær. Langt sé síðan að grafa fór undan trúverðugleika hennar og stuðningi innan verkalýðshreyfingarinnar. „Vinnubrögð Drífu voru lokuð, andlýðræðisleg og vöktu iðulega undrun og gagnrýni, langt út fyrir raðir VR og Eflingar,“ skrifar hún á Facebook.
Drífa tilkynnti óvænt í morgun um afsögn sína úr forsetastóli ASÍ, sem eru stærstu samtök launþega á Íslandi. Vísaði Drífa sérstaklega til vinnubragða stjórnar Eflingar, þar sem Sólveig Anna situr í forsvari, og gagnrýni Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, sem dæmi um þau átök sem væru þess valdandi að hún vildi ekki starfa áfram í forystu sambandsins. Sagði hún blokkamyndun vera að eiga sér stað í hreyfingunni.
„Ég treysti mér ekki til að vinna með fólki sem ég á ekki samleið með í baráttunni,“ skrifaði Drífa í …
Athugasemdir (3)