Eigur Santa Kholod, eins af fyrirtækjum Moshensky-fjölskyldunnar í Úkraínu, hafa verið kyrrsettar og bankareikningar þess frystir. Upplýsingarnar um kyrrsetninguna komu fram í dómsskjölum eftir að reynt var að fá yfirvöld í Úkraínu til að falla frá aðgerðunum gegn fyrirtækinu, án árangurs. Frá þessu greinir Radio Free Europe í frétt á vef sínum.
Úkraínsk yfirvöld kyrrsettu eignir fyrirtækisins 3. maí síðastliðinn en það flytur inn, selur og dreifir sjávarafurðum í Úkraínu. Kyrrsetningin var, samkvæmt fréttum, framkvæmd á grundvelli ákvæðis úkraínskra hegningarlaga um bann við misnotkun stjórnenda einkafyrirtækis á eignum þess, þá helst með vísan til fjármögnunar aðgerða þar sem beita á valdi til að breyta stjórnskipan, taka völd í landinu, breyta landamærum. Það er segja: fjármagna landráð.
Í umfjöllun fjölmiðla er vakin athygli á því að þetta ákvæði hafi verið notað í samskonar málum gegn öðrum hvítrússneskum fyrirtækjum frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst, sem meðal annars hefur farið …
Athugasemdir