Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

837. spurningaþraut: Þraut dagsins er viðráðanleg eins og alltaf

837. spurningaþraut: Þraut dagsins er viðráðanleg eins og alltaf

Fyrri aukaspurning:

Þetta plakat J. Howard Miller fór víst ekki sérlega víða á sínum tíma en hefur eftir á orðið vinsælt tákn um ... hvað?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver skrifaði bók sem heitir í íslenskri þýðingu Veröld sem var?

2.  Sami höfundur skrifaði fræga smásögu um afreksmann í tiltekinni grein sem gekk að lokum fram af sér andlega. Hvaða grein var það?

3.  Í hvaða hafi er eyjan Rapa Nui?

4.  En í hvaða firði, flóa, vík eða vogi við Ísland er Hergilsey?

5.  Í hvaða landi heitir forsætisráðherra Victor Orban?

6.  Hvaða fjall gnæfir yfir Selfoss?

7.  Ef þú blandar bláu við gult, hvaða lit færðu þá?

8.  Árið 1917 skipti um ættarnafn sitt einn hluti ættar sem bar þá heitið Saxe-Coburg-Gotha. Hvaða nafn tók þessi hluti ættarinnar upp?

9.  Upp úr aldamótunum 1800 bar hollenskur kaupmaður af Gyðingaættum ættarnafnið Limoenman eftir límónu þeirri eða súraldini sem hann verslaði mikið með og flutti inn frá útlöndum. Syni kaupmannsins líkaði nafnið illa og breytti því. Sá verslaði með demanta og flutti suður til Frakklands, þar sem sonur hans (fæddur 1878) stofnaði fyrirtæki undir hinu nýja nafni fjölskyldunnar og hóf framleiðslu á vörum sem urðu víðfrægar, svo enn er nafnið þekkt. Hvaða nafn tók Limoenman-fjölskyldan sér?

10.  Hver er sterkasti vöðvinn í mannslíkamanum?

***

Seinni aukaspurning:

Einn frægasti og vinsælasti málari Bandaríkjanna á 20. öld gerði ógrynni mynda af mannlífinu þar vestra og prýddu verk hans t.d. óteljandi tímaritakápur. Verk hans þykja núorðið ekki mikil listaverk, hvorki að handbragði né hugsun, en gefa ómetanlega mynd af því sakleysislega samfélagi sem hvítir Bandaríkjamenn vildu trúa að væri við lýði í landi þeirra. Hér að neðan má sjá eina mynda hans. Hvað hét hann?

***

Svör við aðalaspurningum:

1.  Stefan Zweig.

2.  Skák.

3.  Kyrrahafið.

4.  Breiðafirði.

5.  Ungverjalandi.

6.  Ingólfsfjall.

7.  Grænan.

8.  Windsor.

9.  Citroen.

10.  Vöðvinn nefnist tyggjandi á íslensku, masseter á ensku. Í þetta sinn er hins vegar ekki krafist meiri nákvæmni en svo að „vöðvinn í neðri kjálkanum“ gefur rétt svar. Tungan er hins vegar ekki rétt svar.

***

Svör við aukaspurningum:

Plakat Millers af „Rosie the Riveter“ er reyndar oft notað sem tákn um mikilvægi kvenna í atvinnulífinu almennt, en í síðari heimsstyrjöldinni alveg sérstaklega. Hér verður því að nefna síðari heimsstyrjöldina til að fá stig.

Málarinn hét Norman Rockwell.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu