834. spurningaþraut: Hvar er fjallgarður 16.000 kílómetra langur?

834. spurningaþraut: Hvar er fjallgarður 16.000 kílómetra langur?

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir konan á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hversu gömul er Elísabet Bretadrottning síðan 21. apríl í vor? Skekkjumörk eru eitt ár til eða frá.

2.  Hvað heitir höfuðborgin í Belarús eða Hvítarússlandi?

3.  Hversu margar gráður er rétt horn?

4.  Hvað heitir sú 19. aldar skáldsaga þar sem aðalpersónan er Misjkin fursti sem sumir telja einfeldning en aðrir sakleysingja?

5.  Hver skrifaði þessa skáldsögu?

6.  Helgi Magnús Gunnarsson komst í sviðsljósið á dögunum — eins og stundum áður. Hvað er hans starf?

7.  Í gamalli heimild segir frá landi einu eða héraði sem um fellur mikil á sem svo kvíslast niður í fjögur önnur stórfljót, Píson, Gíhon, Tígris og Efrat. Hvað kallast landið eða héraðið þar sem þessi stórfljót eru upprunnin samkvæmt þessu?

8.  Hvar er lengsti fjallgarður Jarðarinnar, hvorki meira né minna en 16 þúsund kílómetrar að lengd?

9.  Árið 1992 vann hljómsveit nokkur Músíktilraunir. Í hljómsveitinni voru þá þær Elísa Geirsdóttir, Sigrún Eiríksdóttir, Esther Ásgeirsdóttir og Birgitta Vilbergsdóttir. Hvað nefndist hljómsveitin?

10.  Hljómsveitin gerði tilraun til að „meika það“ erlendis, eins og títt er um íslenskar hljómsveitir, og náði þokkalegum árangri um tíma. Hvað kallaði hljómsveitin sig í útlöndum?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða íslenska þéttbýlisstað má sjá á myndinni hér að neðan? Norður snýr upp eins og vaninn er.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Hún er 96 ára svo rétt telst vera 95-97 ára.

2.  Minsk.

3.  90 gráður.

4.  Fávitinn.

5.  Dostoévskí.

6.  Vararíkissaksóknari.

7.  Eden.

8.  Í Atlantshafinu.

9.  Kolrassa krókríðandi.

10.  Bellatrix.

***

Svör við aukaspurningum:

Konan á efri myndinni er kvikmyndastjarnan Glenn Close.

Staðurinn á neðri myndinni heitir Hvolsvöllur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár