Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

831. spurningaþraut: Algengasta bæjarnafnið í Bandaríkjunum?

831. spurningaþraut: Algengasta bæjarnafnið í Bandaríkjunum?

Fyrri aukaspurning:

Á myndinni hér að ofan má sjá Judith LeClair spila á ... hvaða hljóðfæri?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað hét ný höfuðborg Rússlands sem Pétur mikli keisari stofnaði?

2.  Bubba Morthens þekkja nú allir. En hvað kallar sig bróðir hans, listmálarinn?

3.  Sirimavo Bandaranaike var fyrst kvenna kjörinn forsætisráðherra í heiminum á lýðræðislegan máta. Þetta gerðist árið 1960. En í hvaða landi?

4. Hvaða öld kom á undan járnöld í flokkun sagnfræðinga á menningarstigi fornþjóða?

5.  Árið 1982 náði listakonan Róska ákveðnum áfanga í kvennasögunni þegar hún varð fyrst íslenskra kvenna til að ... gera hvað?

6.  Bærinn Springfield er sögusvið sjónvarpsseríu sem gengið hefur mjög lengi í Bandaríkjunum. Hvað heitir sú sería?

7.  Oft er sagt að höfundar sjónvarpsseríunnar hafi valið nafnið Springfield vegna þess að það sé algengasta nafnið á bæjarfélagi í Bandaríkjunum. Það er reyndar ekki rétt. Springfield er vissulega í öðru sæti yfir algengustu bæjarnöfnin vestra, en 41 bær heitir Springfield í Bandaríkjunum. Mun algengara er samt annað nafn — því 88 bæir af öllum stærðum og gerðum heita ... hvað? Ég tek fram að þótt þið hafi eflaust aldrei heyrt þetta, þá ÆTTUÐI að geta giskað á það.

8.  Í bók einni eru nefndir þeir Mikael, Rafael, Gabríel, Uríel, Sarakvel, Ragúel og Remíel. Hverjir eru þeir?

9.  Helsingi heitir fugl einn sem verpir á Íslandi. Er helsinginn ... andfugl — svartfugl — ránfugl — vaðfugl — ugla?

10.  Hver er sagður hafa skrifað fræðiritgerð sem bar heitið „Um mismunandi ösku ýmissa tóbakstegunda. Stutt ritgerð um ösku 140 ólíkra tegunda af pípu-, vindla- og sígarettutóbaki með litmyndum sem sýna blæbrigði öskunnar“?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  St.Pétursborg.

2.  Tolli.

3.  Sri Lanka. Ríkið hét raunar Ceylon þá svo það er líka rétt.

4.  Bronsöld.

5.  Leikstýra kvikmynd í fullri lengd (raunar með eiginmanni sínum).

6.  Simpsons.

7.  Washington.

8.  Englar (nafngreindir í Biblíunni). Ég gef líka rétt fyrir erkiengla þó ekki séu þeir allir nefndir erkienglar.

9.  Andfugl, nánar tiltekið gæs.

10.  Sherlock Holmes.


***

Svör við aukaspurningum:

Judith er að spila á fagott.

Á neðri myndinni er Siv Friðleifsdóttir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár