Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

831. spurningaþraut: Algengasta bæjarnafnið í Bandaríkjunum?

831. spurningaþraut: Algengasta bæjarnafnið í Bandaríkjunum?

Fyrri aukaspurning:

Á myndinni hér að ofan má sjá Judith LeClair spila á ... hvaða hljóðfæri?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað hét ný höfuðborg Rússlands sem Pétur mikli keisari stofnaði?

2.  Bubba Morthens þekkja nú allir. En hvað kallar sig bróðir hans, listmálarinn?

3.  Sirimavo Bandaranaike var fyrst kvenna kjörinn forsætisráðherra í heiminum á lýðræðislegan máta. Þetta gerðist árið 1960. En í hvaða landi?

4. Hvaða öld kom á undan járnöld í flokkun sagnfræðinga á menningarstigi fornþjóða?

5.  Árið 1982 náði listakonan Róska ákveðnum áfanga í kvennasögunni þegar hún varð fyrst íslenskra kvenna til að ... gera hvað?

6.  Bærinn Springfield er sögusvið sjónvarpsseríu sem gengið hefur mjög lengi í Bandaríkjunum. Hvað heitir sú sería?

7.  Oft er sagt að höfundar sjónvarpsseríunnar hafi valið nafnið Springfield vegna þess að það sé algengasta nafnið á bæjarfélagi í Bandaríkjunum. Það er reyndar ekki rétt. Springfield er vissulega í öðru sæti yfir algengustu bæjarnöfnin vestra, en 41 bær heitir Springfield í Bandaríkjunum. Mun algengara er samt annað nafn — því 88 bæir af öllum stærðum og gerðum heita ... hvað? Ég tek fram að þótt þið hafi eflaust aldrei heyrt þetta, þá ÆTTUÐI að geta giskað á það.

8.  Í bók einni eru nefndir þeir Mikael, Rafael, Gabríel, Uríel, Sarakvel, Ragúel og Remíel. Hverjir eru þeir?

9.  Helsingi heitir fugl einn sem verpir á Íslandi. Er helsinginn ... andfugl — svartfugl — ránfugl — vaðfugl — ugla?

10.  Hver er sagður hafa skrifað fræðiritgerð sem bar heitið „Um mismunandi ösku ýmissa tóbakstegunda. Stutt ritgerð um ösku 140 ólíkra tegunda af pípu-, vindla- og sígarettutóbaki með litmyndum sem sýna blæbrigði öskunnar“?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  St.Pétursborg.

2.  Tolli.

3.  Sri Lanka. Ríkið hét raunar Ceylon þá svo það er líka rétt.

4.  Bronsöld.

5.  Leikstýra kvikmynd í fullri lengd (raunar með eiginmanni sínum).

6.  Simpsons.

7.  Washington.

8.  Englar (nafngreindir í Biblíunni). Ég gef líka rétt fyrir erkiengla þó ekki séu þeir allir nefndir erkienglar.

9.  Andfugl, nánar tiltekið gæs.

10.  Sherlock Holmes.


***

Svör við aukaspurningum:

Judith er að spila á fagott.

Á neðri myndinni er Siv Friðleifsdóttir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár