Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

831. spurningaþraut: Algengasta bæjarnafnið í Bandaríkjunum?

831. spurningaþraut: Algengasta bæjarnafnið í Bandaríkjunum?

Fyrri aukaspurning:

Á myndinni hér að ofan má sjá Judith LeClair spila á ... hvaða hljóðfæri?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað hét ný höfuðborg Rússlands sem Pétur mikli keisari stofnaði?

2.  Bubba Morthens þekkja nú allir. En hvað kallar sig bróðir hans, listmálarinn?

3.  Sirimavo Bandaranaike var fyrst kvenna kjörinn forsætisráðherra í heiminum á lýðræðislegan máta. Þetta gerðist árið 1960. En í hvaða landi?

4. Hvaða öld kom á undan járnöld í flokkun sagnfræðinga á menningarstigi fornþjóða?

5.  Árið 1982 náði listakonan Róska ákveðnum áfanga í kvennasögunni þegar hún varð fyrst íslenskra kvenna til að ... gera hvað?

6.  Bærinn Springfield er sögusvið sjónvarpsseríu sem gengið hefur mjög lengi í Bandaríkjunum. Hvað heitir sú sería?

7.  Oft er sagt að höfundar sjónvarpsseríunnar hafi valið nafnið Springfield vegna þess að það sé algengasta nafnið á bæjarfélagi í Bandaríkjunum. Það er reyndar ekki rétt. Springfield er vissulega í öðru sæti yfir algengustu bæjarnöfnin vestra, en 41 bær heitir Springfield í Bandaríkjunum. Mun algengara er samt annað nafn — því 88 bæir af öllum stærðum og gerðum heita ... hvað? Ég tek fram að þótt þið hafi eflaust aldrei heyrt þetta, þá ÆTTUÐI að geta giskað á það.

8.  Í bók einni eru nefndir þeir Mikael, Rafael, Gabríel, Uríel, Sarakvel, Ragúel og Remíel. Hverjir eru þeir?

9.  Helsingi heitir fugl einn sem verpir á Íslandi. Er helsinginn ... andfugl — svartfugl — ránfugl — vaðfugl — ugla?

10.  Hver er sagður hafa skrifað fræðiritgerð sem bar heitið „Um mismunandi ösku ýmissa tóbakstegunda. Stutt ritgerð um ösku 140 ólíkra tegunda af pípu-, vindla- og sígarettutóbaki með litmyndum sem sýna blæbrigði öskunnar“?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  St.Pétursborg.

2.  Tolli.

3.  Sri Lanka. Ríkið hét raunar Ceylon þá svo það er líka rétt.

4.  Bronsöld.

5.  Leikstýra kvikmynd í fullri lengd (raunar með eiginmanni sínum).

6.  Simpsons.

7.  Washington.

8.  Englar (nafngreindir í Biblíunni). Ég gef líka rétt fyrir erkiengla þó ekki séu þeir allir nefndir erkienglar.

9.  Andfugl, nánar tiltekið gæs.

10.  Sherlock Holmes.


***

Svör við aukaspurningum:

Judith er að spila á fagott.

Á neðri myndinni er Siv Friðleifsdóttir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár