Við erum öll löt endrum og eins. Ég hef aldrei átt bíl, en stundum þegar ég er heima hjá mömmu keyri ég út í Hagkaup á Eiðistorgi í staðinn fyrir að labba göngustíginn, þótt það taki sirka jafn langan tíma. Veðrið getur verið leiðinlegt og þetta er líka rafmagnsbíll sem hún á. Það sefar samviskubitið vegna skreppitúrsins.
Kylie Jenner leyfir sér stundum þægindi eins og ég. Í staðinn fyrir að sitja í traffíkinni í Los Angeles hoppar hún upp í einkaþotuna sína og flýgur í 17 mínútur á milli hverfa borgarinnar. Fræga fólkinu hlýtur að fyrirgefast að menga öðru hverju þegar það þarf svona rétt að skreppa.
Stundum skreppur þotuliðið til Íslands. 900 einkaflugvélar fara um Reykjavíkurflugvöll í ár og þar sem stysta flugleiðin til landsins er um þrír tímar losar hver heimsókn að minnsta kosti jafn mikið og einn íbúi Íslands gerir á heilu ári. Og losar þó Ísland …
Athugasemdir