Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Vantar fleira fólk utan EES í ferðaþjónustuna

Víða í at­vinnu­líf­inu er skort­ur á starfs­fólki og helm­ing­ur stærstu fyr­ir­tækja seg­ir illa ganga að manna störf. Fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar seg­ir að auð­velda eigi grein­inni að byggja aft­ur upp tengsl við er­lent starfs­fólk sem glöt­uð­ust í far­aldr­in­um.

Vantar fleira fólk utan EES í ferðaþjónustuna
Jóhannes Þór Skúlason Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir mönnunarvanda í greininni ekki vera séríslenskan. Mynd: Heiða Helgadóttir

Auðvelda ætti starfsfólki utan EES-svæðisins að koma til Íslands og vinna til að mæta skorti á starfsfólki í atvinnulífinu. Þetta er mat framvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, sem segir að einnig mætti líta til hælisleitendakerfisins að þessu leyti.

Mikil spurn er eftir starfsfólki í íslensku atvinnulífi um þessar mundir. Samkvæmt könnun Samtaka atvinnulífsins og Seðlabankans býr um helmingur stærstu fyrirtækja landsins við skort á starfsfólki, sem hefur ekki gerst síðan árið 2007 þegar mikil þensla var í hagkerfinu rétt fyrir bankahrun. Skorturinn er mestur í byggingariðnaði, en fréttir hafa þó einnig borist af miklum mönnunarvanda víða í heilbrigðiskerfinu og einnig í ferðaþjónustunni. Telja Samtök atvinnulífsins að störfum gæti fjölgað um tvö þúsund til ársloka.

Kostnaður fylgir nýju starfsfólki

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að strax í vetur hafi verið búist við því innan greinarinnar að erfiðlega myndi ganga að manna í stöður. Betur hafi farið en á horfðist, en þó …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigga Svanborgar skrifaði
    Þetta er flott viðtal .....hér opinberar Johannes Þór Skúlason enn og aftur hverslagt lítilmenni hann er. Að fá fólk utan EES meinar hann í raun að þá er hægt að borga þeim minna, arðræna þau og spila á neyð þeirra......Nútíma þrælasala JÞS í allri sinni dýrð ..svo hann og hans líkir fái meira......
    0
  • Elísabet Jónsdóttir skrifaði
    Hvers vegna má ekki nota fól sem er 65+ og er í fullu fjöri líkamlega sem andlega
    Allavega er ég til
    1
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Hvers vegna ekki að ráða fólk sem nú þegar er hér í stað þess að senda það úr landi?
    Margir þeirra hafa aðlagast vel, tala íslensku og eru vel liðnir í sinni vinnu.
    1
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Kanski rétt minna fólk sem auðveldara er að arðræna?
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár