Auðvelda ætti starfsfólki utan EES-svæðisins að koma til Íslands og vinna til að mæta skorti á starfsfólki í atvinnulífinu. Þetta er mat framvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, sem segir að einnig mætti líta til hælisleitendakerfisins að þessu leyti.
Mikil spurn er eftir starfsfólki í íslensku atvinnulífi um þessar mundir. Samkvæmt könnun Samtaka atvinnulífsins og Seðlabankans býr um helmingur stærstu fyrirtækja landsins við skort á starfsfólki, sem hefur ekki gerst síðan árið 2007 þegar mikil þensla var í hagkerfinu rétt fyrir bankahrun. Skorturinn er mestur í byggingariðnaði, en fréttir hafa þó einnig borist af miklum mönnunarvanda víða í heilbrigðiskerfinu og einnig í ferðaþjónustunni. Telja Samtök atvinnulífsins að störfum gæti fjölgað um tvö þúsund til ársloka.
Kostnaður fylgir nýju starfsfólki
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að strax í vetur hafi verið búist við því innan greinarinnar að erfiðlega myndi ganga að manna í stöður. Betur hafi farið en á horfðist, en þó …
Allavega er ég til
Margir þeirra hafa aðlagast vel, tala íslensku og eru vel liðnir í sinni vinnu.