Fyrri aukaspurning:
Úr hvaða sögu er þessi mynd?
***
Aðalspurningar:
1. Þann 1. ágúst árið 10 fyrir Krist fæddist piltur sem síðar varð keisari Rómar. Um hann gerðu Bretar fræga sjónvarpsseríu fyrir 40 árum. Hann var framan af talinn hálfgerður bjálfi, en eftir að hann varð keisari á eftir frænda sínum Caligula árið 41 eftir Krist, þá kom í ljós að hann var það nú sennilega ekki. En hann hafði afar slæma dómgreind þegar eiginkonur voru annars vegar. Hvað hét karl þessi?
2. Hann kvæntist fjórum sinnum. Fyrstu tvær eiginkonurnar hétu Plautia og Aelia. Nefndið svo aðra af hinum seinni tveim. Ef þið getið nefnt báðar fáiði sérstakt lárviðarstig.
3. Þann 1. ágúst 1744 fæddist franskur vísindamaður sem varð líklega fyrstur til að átta sig á að tegundir þróast með tímanum, þótt hann áliti ranglega (að því er seinna var talið) að áunnir eiginleikar erfist. Hvað hét þessi Frakki?
4. Allnokkru eftir andlát hans 1829 betrumbætti Englendingur nokkur kenningar Frakkans mjög verulega með nýrri þróunarkenningu. Hvað hét sá Englendingur?
5. Þann 1. ágúst 1819 fæddist piltur sem síðar varð einn helsti rithöfundur Bandaríkjanna og skrifaði til dæmis fræga sögu um hvalveiðar. Hvað hét hann?
6. En hvað hét hvalveiðibókin hans?
7. Þann 1. ágúst 1936 fæddist í Oran í Alsír piltur af frönsku foreldri sem seinna var einn frægasti og vinsælasti fatahönnuður heimsins, allt þar til hann lést 2008. Vörumerkið hans samanstóð af hinum þremur bókstöfum í því nafni sem hann notaði. Hvað hét karl þessi?
8. Í hvaða borg í Frakklandi er haldin árlega ein frægasta kvikmyndahátíð heims?
9. Nýjasta sundlaugin í Reykjavík var opnuð í desember síðastliðnum í Úlfarsárdal. Hvað kallast sundlaugin?
10. Rhodium heitir málmur einn og frumefni sem William Wollaston fann 1804 í platínum-mylsnu frá Suður-Ameríku, að talið er. Hann nefndi þennan nýja málm eftir gríska orðinu ῥόδον, sem þýðir rós af því honum fannst hann rósrauður á litinn. Rhodium er eftirsóttur og er efstur á lista yfir ... hvað?
***
Seinni aukaspurning:
En úr hvaða verki hefur verið teiknað hér?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Claudius.
2. Þær hétu Messalina og Agrippina. Hafa þarf annað nafnið rétt en bæði gefa sem sé lárviðarstig.
3. Lamarck.
4. Darwin.
5. Melville.
6. Moby Dick.
7. Yves Saint Laurent, YSL.
8. Cannes.
9. Dalslaug.
10. Dýrustu málma í heimi.
***
Svör við aukaspurningum:
Fyrri myndin er úr Rauðhettu.
Seinni myndin er úr Ílíónskviðu Hómers.
Athugasemdir