Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

„Rosalegt álag“ að vera einhverf úti í samfélaginu

Elísa­bet Guð­rún­ar og Jóns­dótt­ir seg­ir að geð­ræn veik­indi sem hún hafi þjáðst af frá barnæsku séu af­leið­ing álags sem fylgi því að vera ein­hverf án þess að vita það. Stöð­ugt hafi ver­ið gert lít­ið úr upp­lif­un henn­ar og til­finn­ing­um. Hún hætti því al­far­ið að treysta eig­in dómgreind sem leiddi með­al ann­ars til þess að hún varð út­sett fyr­ir of­beldi.

Elísabet var greind einhverf fyrir fjórum árum en þá var hún 25 ára. Hún segir að þó að hún hafi verið nokkuð viss um að hún væri einhverf hafi þungu fargi verið af henni létt þegar hún fékk það loks staðfest. „Þá voru komnar skýringar á allri þeirri vanlíðan sem hafði þjakað mig frá því að ég var barn. Einhverfan var rótin. Ég var orðin fullorðin og hafði alltaf skynjað heiminn á annan hátt en aðrir án þess að vita hvers vegna,“ segir Elísabet, sem er 29 ára. Hún er tölvunarstærðfræðingur og vinnur í dag sem forritari.

Elísabet var átján ára þegar fyrst vaknaði grunur um að hún væri einhverf. Ég fór ekki í greiningu fyrr en sjö árum síðar. Þá var ég hætt að drekka áfengi sem varð til þess að einkenni einhverfunnar komu betur í ljós og fóru að há mér meira. Þá ákvað ég að …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Steinunn Ósk Guðmundsdóttir skrifaði
    Gangi þér vel💚
    2
  • Nanna Ingibjörg Jónsdóttir skrifaði
    Það þarf vissulega að búa til teymi af sérfræðingum sem leiðbeinir fólki eftir einhverfugreiningu eða jafnvel þegar grunur leikur á einhverfu. Það þarf einnig að gilda um einstaklingana óháð aldri þeirra. Ég greinist einhverf kona þegar ég er 64 ára. Það var sannarlega mikill munur fyrir mig að öðlast loksins skilning á sjálfri mér, nokkuð sem er hverjum manni nauðsynlegt. Það væri hins vegar mikill munur að fá þá leiðbeiningu sérfræðings eftir greininguna og það er janf mikil þörf á því hvort sem maður er ugur eða kominn yfir miðjan aldur. Oft hef ég eftir greininguna undrað mig á því hvernig í ósköponum ég hef komist af. Elísabet Guðrúnar og Jónsdóttir ég þakka þér fyrir orði þín hér að ofan.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Ein í heiminum

„Við erum huldufólkið í kerfinu“
ViðtalEin í heiminum

„Við er­um huldu­fólk­ið í kerf­inu“

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að ein­hverft fólk sé frá blautu barns­beini gas­lýst dag­lega því að stöð­ugt sé ef­ast um upp­lif­un þess. Það leiði af sér flókn­ar and­leg­ar og lík­am­leg­ar áskor­an­ir en stuðn­ing­ur við full­orð­ið ein­hverft fólk sé nán­ast eng­inn. „Við er­um huldu­fólk­ið í kerf­inu,“ seg­ir Guð­laug sem glím­ir nú við ein­hverf­ukuln­un í ann­að sinn á nokkr­um ár­um.
Einhverf án geðheilbrigðisþjónustu: „Háalvarlegt mál“
ÚttektEin í heiminum

Ein­hverf án geð­heil­brigð­is­þjón­ustu: „Háal­var­legt mál“

Stöð­ug glíma við sam­fé­lag sem ger­ir ekki ráð fyr­ir ein­hverfu fólki get­ur leitt til al­var­legra veik­inda. Þetta segja við­mæl­end­ur Stund­ar­inn­ar sem öll voru full­orð­in þeg­ar þau voru greind ein­hverf. Fram­kvæmda­stjóri Ein­hverf­u­sam­tak­anna seg­ir þau til­heyra hópi sem fái ekki lífs­nauð­syn­lega þjón­ustu sem sé lög­brot. Sænsk rann­sókn leiddi í ljós að ein­hverf­ir lifi að með­al­tali 16 ár­um skem­ur en fólk sem ekki er ein­hverft. „Stað­an er háal­var­leg,“ seg­ir sál­fræð­ing­ur sem hef­ur sér­hæft sig í ein­hverfu.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár