Elísabet var greind einhverf fyrir fjórum árum en þá var hún 25 ára. Hún segir að þó að hún hafi verið nokkuð viss um að hún væri einhverf hafi þungu fargi verið af henni létt þegar hún fékk það loks staðfest. „Þá voru komnar skýringar á allri þeirri vanlíðan sem hafði þjakað mig frá því að ég var barn. Einhverfan var rótin. Ég var orðin fullorðin og hafði alltaf skynjað heiminn á annan hátt en aðrir án þess að vita hvers vegna,“ segir Elísabet, sem er 29 ára. Hún er tölvunarstærðfræðingur og vinnur í dag sem forritari.
Elísabet var átján ára þegar fyrst vaknaði grunur um að hún væri einhverf. „Ég fór ekki í greiningu fyrr en sjö árum síðar. Þá var ég hætt að drekka áfengi sem varð til þess að einkenni einhverfunnar komu betur í ljós og fóru að há mér meira. Þá ákvað ég að …
Athugasemdir (3)