Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

„Við erum huldufólkið í kerfinu“

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að ein­hverft fólk sé frá blautu barns­beini gas­lýst dag­lega því að stöð­ugt sé ef­ast um upp­lif­un þess. Það leiði af sér flókn­ar and­leg­ar og lík­am­leg­ar áskor­an­ir en stuðn­ing­ur við full­orð­ið ein­hverft fólk sé nán­ast eng­inn. „Við er­um huldu­fólk­ið í kerf­inu,“ seg­ir Guð­laug sem glím­ir nú við ein­hverf­ukuln­un í ann­að sinn á nokkr­um ár­um.

„Við erum huldufólkið í kerfinu“
Guðlaug segir að greiningin hafi verið gjöf. Hún hafi loksins skilið hvers vegna hún þoldi illa áreiti og var því þreyttari en flestir í lok vinnuviku til dæmis. Mynd: Heiða Helgadóttir

Við þessi fullorðnu eða seinhverfu, eins og ég kalla það stundum, erum hvergi skráð þó að sprenging hafi orðið í greiningum á einhverfu síðustu ár.  Þar af leiðandi eru engin úrræði fyrir fullorðið einhverft fólk á Íslandi. Það þarf að kenna fólki að sjá okkur en þangað til það gerist erum við huldufólkið í kerfinu,“ segir Guðlaug, sem er sjúkraþjálfari að mennt og starfar nú sem verkefnastjóri fræðslu hjá Einhverfusamtökunum.  

Guðlaug var greind einhverf þegar hún var 45 ára en stendur nú á fimmtugu og er þessa dagana að hvíla sig fyrir vestan. Ég er að prjóna í Önundarfirði,“ segir Guðlaug, sem saknar heilsunnar sem í annað sinn á nokkrum árum er á undanhaldi.  

„Ég er á barmi kulnunar. Ég er búin að finna fyrir mjög skýrum einkennum undanfarið. Ég er úrvinda og hreyfing þreytir mig frekar en hressa mig við. Mér finnst erfitt að …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (7)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Kristjana Jónsdóttir skrifaði
  Takk fyrir kæra vinkona
  0
 • Guðbjörg Emilsdóttir skrifaði
  Takk fyrir frábæra grein.
  0
 • Guðrún Magnúsdóttir skrifaði
  Þetta er eins og talað út úr mínu hjart ég er nákvæmlega að uppgötva hvað það er sem að er búið að vera að hrjá mig til margra ára. Takk fyrir að sýna mér hvað ég er að glíma við og hvað get ég gert til að láta mér líða betur 💞😇💞
  0
 • Ingólfur Arnar skrifaði
  Þó ég tengi 100% og sé á grafarbakkanum þá veit ég ekkert hvað ég á að gera. Þetta hringsnýst allt í hausnum á manni. Ég hef orðið engan kraft til að gera neitt í málunum.
  0
 • Þorsteinn V. Sigurðsson skrifaði
  Snilldargrein
  0
 • Jónsson Höskuldur skrifaði
  Þekki þessi einkenni vel enda líður mér bast í einveru með hundinum mínum sem skilur mig betur en margt heilbrigiðis starfs fólk og hjalpar mér mikið ,til damis í því sem ég er að fara að gera hverju sinni .
  Ég er orðin gamal miðað við flesta sem eru á sama aldri og ég .
  En ég reini svo mikið að vera eins og venjulegt fólk að ég gleimi stundum að ég sé orðinn gamall .
  Gaslísingu kannast ég vel við og líka einelti af því fólk skilur ekki mína afstöðu til líssins .
  Stundum er maður svo þreittur þó maður sé ekkert að gera bara að sofa út í eitt og reina að stoppa heilann sem er alla daga á fullir ferð svo það er kannski skýringin á allri þreituni .

  Hef verið greindur ovirkur með athylisdbrest og með einkenni ADHD á háu stígi og gefið lif við því sem ég henti bara fljótlega ,enda hafði það einkar vond áhrif á mig .
  Ég hef líka drukið óhóflega mikið á mínum bestu árum og djöflast í vinnu alltaf þegar ég hef verið að stunda vinnu mína sem er byggingameistari .

  En sem betur fer er ég laus við áfengi í að minstakosti 4o ár eða svo með svo sem sprungum og fylleríi sem sem betur fer stendur stutt yfir og líður langur timi á milli svona á stundu 1o ár

  Hef orðið ver við að einn mér nákomin er ábyggilega með einhvarskonar einkenni einhverfu enda er hann/hún alltaf þreitt nú orðið þó hún sé í góðri vinnu sem aetti ekki að þreita mann svo mikið .

  Það er erfit fyrir nákominn að raeða þessi mál við vikomandi því viðbrögðin er alltaf þáu sömu að ég sé rugkaður sem er kanski rétt ,hver er ekki ruglaður ?
  Þar eru einkennin lík þinni reinslu af einhvarfu svo sem milil hvíði anköf og alskonar vanlíðan sem eigin skýring fynst við ,dettandi niður og stundum með ofsa hvíða sem leggur við komandi í rúmið .
  En allt kemur fyrir ekki ef vikomandi fer til laeknis það er ekkert að eða fynst ekki neitt að .

  Er sjalfur mikið skrifblyndur ,en það hefur lagast mikið þegar ég fékk greiningu 64 ára og visi þá hvað ADHD var og leiðrétti mig jafnóðum svo ég skilji sjalfur mína skrift sem ég skrifa og gengur það bara vel eftir miklar aefingar á því sviði.

  En allt er þetta sjalsvinna og viður kennig á hvar maður er og hvernig manni líður hverju sinni ,Enda maður sjalfur sinn besti laknir ef maður viðurkennir einkennin og tekst á við þaug en ekki fela þau.
  1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Ein í heiminum

„Rosalegt álag“ að vera einhverf úti í samfélaginu
ViðtalEin í heiminum

„Rosa­legt álag“ að vera ein­hverf úti í sam­fé­lag­inu

Elísa­bet Guð­rún­ar og Jóns­dótt­ir seg­ir að geð­ræn veik­indi sem hún hafi þjáðst af frá barnæsku séu af­leið­ing álags sem fylgi því að vera ein­hverf án þess að vita það. Stöð­ugt hafi ver­ið gert lít­ið úr upp­lif­un henn­ar og til­finn­ing­um. Hún hætti því al­far­ið að treysta eig­in dómgreind sem leiddi með­al ann­ars til þess að hún varð út­sett fyr­ir of­beldi.
Einhverf án geðheilbrigðisþjónustu: „Háalvarlegt mál“
ÚttektEin í heiminum

Ein­hverf án geð­heil­brigð­is­þjón­ustu: „Háal­var­legt mál“

Stöð­ug glíma við sam­fé­lag sem ger­ir ekki ráð fyr­ir ein­hverfu fólki get­ur leitt til al­var­legra veik­inda. Þetta segja við­mæl­end­ur Stund­ar­inn­ar sem öll voru full­orð­in þeg­ar þau voru greind ein­hverf. Fram­kvæmda­stjóri Ein­hverf­u­sam­tak­anna seg­ir þau til­heyra hópi sem fái ekki lífs­nauð­syn­lega þjón­ustu sem sé lög­brot. Sænsk rann­sókn leiddi í ljós að ein­hverf­ir lifi að með­al­tali 16 ár­um skem­ur en fólk sem ekki er ein­hverft. „Stað­an er háal­var­leg,“ seg­ir sál­fræð­ing­ur sem hef­ur sér­hæft sig í ein­hverfu.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár