Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

806. spurningaþraut: Hér er ein spurning tekin orðrétt úr þættinum Hvað heldurðu frá 1988

806. spurningaþraut: Hér er ein spurning tekin orðrétt úr þættinum Hvað heldurðu frá 1988

Fyrri aukaspurning:

Úr hvaða kvikmynd er skjáskotið hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða ár er sagt að Alþingi Íslendinga hafi verið stofnað?

2.  Hin fyrstu lög Íslendinga eru sögð hafa verið byggð mjög á lagabálki í Noregi og var sá bálkur kenndur við ákveðið þing þar í landi. Hvaða þing?

3.  Johnson forsætisráðherra Breta mun brátt láta af embætti. Hver var forveri hans í starfi?

4.  En hver var forsætisráðherra Breta þar á undan?

5.  Við hvaða íslenskan fjörð stendur Dalvík?

6.  Hver leikur aðalhlutverkið í myndinni Top Gun: Maverick sem sýnd hefur verið í bíóhúsum undanfarið?

7.  Hvað reyndi Claus von Stauffenberg árangurslaust að gera 20. júlí 1944?

8.  Hver kom fram á ritvöllinn árið 1979 með bókinni Hvunndagshetjan: þrjár öruggar aðferðir til að eignast óskilgetin börn — og fylgdi svo bókinni eftir ári seinna með bók sem hét Læknamafían - lítil pen bók?

9.  Eftir því sem ég kemst næst stendur aðeins ein höfuðborg í Evrópu við samnefnda á og dregur þannig nafn sitt af ánni. Hvaða höfuðborg er þetta?

(Ef mér skjöplast og þið getið bent á fleiri ár, þá fáiði sérstakt aukastig fyrir hverja á!)

10.  Önnur höfuðborg í Evrópu heitir reyndar NÆSTUM ÞVÍ eftir ánni sem hún stendur við, því nafn borgarinnar er samsett úr nafni árinnar og tilteknu mannvirki sem reist var á 13. öld til að hafa hemil á ánni. Hvaða borg er þetta?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað nefnist þetta dýr?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  930.

2.  Gulaþing.

3.  Teresa May.

4.  Cameron.

5.  Eyjafjörð.

6.  Tom Cruise.

7.  Drepa Hitler. Þessi spurning er tekin orðrétt úr spurningaþættinum Hvað heldurðu frá 1988.

8.  Auður Haralds.

9.  Moskvu. (Eins og mig grunaði, þá var um fleiri ár að ræða, þó ég næði ekki að rifja það upp. Vín gefur aukastig og Ljublana líka, þó það sé ögn flóknara mál.)

10.  Amsterdam.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin er úr kvikmyndinni Casablanca.

Á neðri myndinni er aye-aye, sem nefndur hefur verið nagapi á íslensku þótt ekki sé um apa að ræða.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Árni Þorsteinsson skrifaði
    Gautaborg: Göteborg stendur við Göta älv, en suður Svíþjóð allt heitir reyndar Götaland
    0
  • Anna Friðriksdóttir skrifaði
    Líka Vilnius, Litháen
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Stórfurðulegt að lögreglan fari fram með þessum hætti“
6
Fréttir

„Stór­furðu­legt að lög­regl­an fari fram með þess­um hætti“

Sig­ríð­ur Dögg Auð­uns­dótt­ir, formað­ur Blaða­manna­fé­lags Ís­lands, fagn­ar því að ára­langri rann­sókn Lög­regl­unn­ar á Norð­ur­landi eystra á sex fjöl­miðla­mönn­um hafi loks­ins ver­ið felld nið­ur. Hún furð­ar sig á yf­ir­lýs­ingu sem lög­regla birti á sam­fé­lags­miðl­um og seg­ir hana ekki til þess fallna að auka traust al­menn­ings á lög­reglu og vinnu­brögð­um henn­ar í mál­inu.
Tillaga um aukinn meirihluta í framkvæmdastjórn lögð fram á sáttafundum
7
Fréttir

Til­laga um auk­inn meiri­hluta í fram­kvæmda­stjórn lögð fram á sátta­fund­um

Á sátta­fund­un­um sem haldn­ir voru með fyrr­ver­andi og ný­kjörn­um að­al­mönn­um í fram­kvæmda­stjórn Pírata voru ýms­ar til­lög­ur lagð­ar fram um hvernig skyldi haga starfi stjórn­ar næstu tvö ár­in. Heim­ild­in hef­ur áð­ur fjall­að um til­lög­una um stækka stjórn­ina. Önn­ur til­laga fjall­ar um að ákvarð­an­ir stjórn­ar þurfi auk­inn meiri­hluta at­kvæða að­al­manna til að vera sam­þykkt­ar.
Sumarið sem aldrei kom birtist í september
10
Fréttir

Sumar­ið sem aldrei kom birt­ist í sept­em­ber

Sept­em­ber hef­ur ver­ið sól­rík­ur og sum­ir vilja meina að sumar­ið hafi loks lát­ið sjá sig. Borg­ar­bú­ar hafa not­ið veð­ur­blíð­unn­ar í sól­inni sem hef­ur skin­ið skært, sól­skins­stund­ir eru yf­ir með­al­lagi sem hef­ur bet­ur gegn kuld­an­um. „Þetta eru kannski kær­kom­in ró­leg­heit,“ seg­ir Birg­ir Örn Hösk­ulds­son, veð­ur­fræð­ing­ur á Veð­ur­stofu Ís­lands.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ólga og uppsögn eftir aðalfund Pírata
4
Fréttir

Ólga og upp­sögn eft­ir að­al­fund Pírata

Pírat­ar vinna að sátt­ar­til­lögu sem sögð er fela í sér um­deild­ar breyt­ing­ar á fram­kvæmda­stjórn flokks­ins. Ágrein­ing­ur bloss­aði upp á milli frá­far­andi og ný­kjör­inn­ar stjórn­ar í kjöl­far kosn­ing­ar á nýrri fram­kvæmda­stjórn. Atla Þór Fann­dal, sam­skipta­stjóra Pírata var sagt upp skömmu eft­ir að­al­fund­inn. „Ég var lát­inn fara bara vegna bræði þing­flokks­ins yf­ir þess­ari nið­ur­stöðu,“ seg­ir Atli Þór. Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata, hafn­ar lýs­ingu Atla Þórs á at­burða­rás­inni.
Niðurskurðarstefnan komi aga á verkafólk en styrki hina ríku
8
Þekking

Nið­ur­skurð­ar­stefn­an komi aga á verka­fólk en styrki hina ríku

Ít­alski hag­fræði­pró­fess­or­inn Cl­ara E. Mattei hef­ur rann­sak­að sögu kapí­tal­ism­ans og hvernig helstu kenn­inga­smið­ir hag­fræð­inn­ar hafa um langt skeið stað­ið vörð um kapí­tal­ismann á kostn­að verka­fólks. Í bók sem Cl­ara gaf út fyr­ir tveim­ur ár­um rann­sak­ar hún upp­runa eins áhrifa­mesta hag­stjórn­ar­tæk­is kapí­tal­ism­ans, nið­ur­skurð­ar­stefn­una. Cl­ara sett­ist nið­ur með blaða­manni Heim­ild­ar­inn­ar og ræddi kenn­ing­ar sín­ar um nið­ur­skurð­ar­stefn­una og hlut­verk hag­fræð­inn­ar í heimi sem breyt­ist hratt.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
3
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
4
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
10
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár