Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

806. spurningaþraut: Hér er ein spurning tekin orðrétt úr þættinum Hvað heldurðu frá 1988

806. spurningaþraut: Hér er ein spurning tekin orðrétt úr þættinum Hvað heldurðu frá 1988

Fyrri aukaspurning:

Úr hvaða kvikmynd er skjáskotið hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða ár er sagt að Alþingi Íslendinga hafi verið stofnað?

2.  Hin fyrstu lög Íslendinga eru sögð hafa verið byggð mjög á lagabálki í Noregi og var sá bálkur kenndur við ákveðið þing þar í landi. Hvaða þing?

3.  Johnson forsætisráðherra Breta mun brátt láta af embætti. Hver var forveri hans í starfi?

4.  En hver var forsætisráðherra Breta þar á undan?

5.  Við hvaða íslenskan fjörð stendur Dalvík?

6.  Hver leikur aðalhlutverkið í myndinni Top Gun: Maverick sem sýnd hefur verið í bíóhúsum undanfarið?

7.  Hvað reyndi Claus von Stauffenberg árangurslaust að gera 20. júlí 1944?

8.  Hver kom fram á ritvöllinn árið 1979 með bókinni Hvunndagshetjan: þrjár öruggar aðferðir til að eignast óskilgetin börn — og fylgdi svo bókinni eftir ári seinna með bók sem hét Læknamafían - lítil pen bók?

9.  Eftir því sem ég kemst næst stendur aðeins ein höfuðborg í Evrópu við samnefnda á og dregur þannig nafn sitt af ánni. Hvaða höfuðborg er þetta?

(Ef mér skjöplast og þið getið bent á fleiri ár, þá fáiði sérstakt aukastig fyrir hverja á!)

10.  Önnur höfuðborg í Evrópu heitir reyndar NÆSTUM ÞVÍ eftir ánni sem hún stendur við, því nafn borgarinnar er samsett úr nafni árinnar og tilteknu mannvirki sem reist var á 13. öld til að hafa hemil á ánni. Hvaða borg er þetta?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað nefnist þetta dýr?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  930.

2.  Gulaþing.

3.  Teresa May.

4.  Cameron.

5.  Eyjafjörð.

6.  Tom Cruise.

7.  Drepa Hitler. Þessi spurning er tekin orðrétt úr spurningaþættinum Hvað heldurðu frá 1988.

8.  Auður Haralds.

9.  Moskvu. (Eins og mig grunaði, þá var um fleiri ár að ræða, þó ég næði ekki að rifja það upp. Vín gefur aukastig og Ljublana líka, þó það sé ögn flóknara mál.)

10.  Amsterdam.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin er úr kvikmyndinni Casablanca.

Á neðri myndinni er aye-aye, sem nefndur hefur verið nagapi á íslensku þótt ekki sé um apa að ræða.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Árni Þorsteinsson skrifaði
    Gautaborg: Göteborg stendur við Göta älv, en suður Svíþjóð allt heitir reyndar Götaland
    0
  • Anna Friðriksdóttir skrifaði
    Líka Vilnius, Litháen
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fólki sparkað úr landi fyrir að verja stjórnarskrána
1
Fréttir

Fólki spark­að úr landi fyr­ir að verja stjórn­ar­skrána

Banda­ríkja­stjórn bann­aði Har­vard-há­skóla að taka við er­lend­um nem­end­um síð­ast­lið­inn fimmtu­dag með nýrri til­skip­un en Har­vard hef­ur kært ákvörð­un­ina og seg­ir hana skýrt brot gegn fyrsta við­auka stjórn­ar­skrár­inn­ar um tján­ing­ar­frelsi. Bráða­birgða­lög­bann hef­ur ver­ið sett á til­skip­un­ina. „Hægt og ró­lega er­um við að sjá fall Banda­ríkj­anna," seg­ir Gunn­hild­ur Fríða Hall­gríms­dótt­ir, sem er að út­skrif­ast úr há­skól­an­um.
Sýnin aldrei skoðuð af óháðum sérfræðingum
6
Fréttir

Sýn­in aldrei skoð­uð af óháð­um sér­fræð­ing­um

Embætti land­lækn­is tókst ekki að fá óháð­an er­lend­an að­ila til að end­ur­skoða sýni í kjöl­far al­var­legra mistaka sem voru gerð við grein­ingu sýna á Leit­ar­stöð Krabba­meins­fé­lags­ins ár­ið 2018. „Eng­inn að­ili hafði bol­magn til að taka á móti svo mörg­um sýn­um og af­greiða með skjót­um hætti,“ seg­ir í svari land­lækn­is við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
1
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Var krabbamein í sýninu?
2
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
3
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið í mánuðinum

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár