Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

806. spurningaþraut: Hér er ein spurning tekin orðrétt úr þættinum Hvað heldurðu frá 1988

806. spurningaþraut: Hér er ein spurning tekin orðrétt úr þættinum Hvað heldurðu frá 1988

Fyrri aukaspurning:

Úr hvaða kvikmynd er skjáskotið hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða ár er sagt að Alþingi Íslendinga hafi verið stofnað?

2.  Hin fyrstu lög Íslendinga eru sögð hafa verið byggð mjög á lagabálki í Noregi og var sá bálkur kenndur við ákveðið þing þar í landi. Hvaða þing?

3.  Johnson forsætisráðherra Breta mun brátt láta af embætti. Hver var forveri hans í starfi?

4.  En hver var forsætisráðherra Breta þar á undan?

5.  Við hvaða íslenskan fjörð stendur Dalvík?

6.  Hver leikur aðalhlutverkið í myndinni Top Gun: Maverick sem sýnd hefur verið í bíóhúsum undanfarið?

7.  Hvað reyndi Claus von Stauffenberg árangurslaust að gera 20. júlí 1944?

8.  Hver kom fram á ritvöllinn árið 1979 með bókinni Hvunndagshetjan: þrjár öruggar aðferðir til að eignast óskilgetin börn — og fylgdi svo bókinni eftir ári seinna með bók sem hét Læknamafían - lítil pen bók?

9.  Eftir því sem ég kemst næst stendur aðeins ein höfuðborg í Evrópu við samnefnda á og dregur þannig nafn sitt af ánni. Hvaða höfuðborg er þetta?

(Ef mér skjöplast og þið getið bent á fleiri ár, þá fáiði sérstakt aukastig fyrir hverja á!)

10.  Önnur höfuðborg í Evrópu heitir reyndar NÆSTUM ÞVÍ eftir ánni sem hún stendur við, því nafn borgarinnar er samsett úr nafni árinnar og tilteknu mannvirki sem reist var á 13. öld til að hafa hemil á ánni. Hvaða borg er þetta?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað nefnist þetta dýr?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  930.

2.  Gulaþing.

3.  Teresa May.

4.  Cameron.

5.  Eyjafjörð.

6.  Tom Cruise.

7.  Drepa Hitler. Þessi spurning er tekin orðrétt úr spurningaþættinum Hvað heldurðu frá 1988.

8.  Auður Haralds.

9.  Moskvu. (Eins og mig grunaði, þá var um fleiri ár að ræða, þó ég næði ekki að rifja það upp. Vín gefur aukastig og Ljublana líka, þó það sé ögn flóknara mál.)

10.  Amsterdam.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin er úr kvikmyndinni Casablanca.

Á neðri myndinni er aye-aye, sem nefndur hefur verið nagapi á íslensku þótt ekki sé um apa að ræða.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Árni Þorsteinsson skrifaði
    Gautaborg: Göteborg stendur við Göta älv, en suður Svíþjóð allt heitir reyndar Götaland
    0
  • Anna Friðriksdóttir skrifaði
    Líka Vilnius, Litháen
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
2
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár