Flugumferð í heiminum nálgast það sem hún var árin 2018 og 2019, sem voru metár. Flugrekendum er létt sem og fjölmörgu fólki sem þráði að komast í ferðalög utanlands sem innan með flugi eftir ferðatakmarkanir vegna heimsfaraldurs.
Árið 2019 var fjöldi flugfarþega 4,5 milljarðar og flugferðirnar voru 42 milljónir talsins. Svo kom heimsfaraldur og flugferðum fækkaði verulega. Ári síðar voru farþegar í flugi þó enn taldir í milljörðum eða tæpum tveimur, því árið 2020 var fjöldi farþega 1,8 milljarður og flugferðirnar 24 milljónir talsins. Þegar líða tók á árið 2021 og byrjað var að aflétta ferðatakmörkunum voru flugferðir í heiminum öllum 28 milljónir talsins og farþegarnir 2,3 milljarðar. Þess má geta að einungis um 20 prósent jarðarbúa hafa stigið inn í flugvél. Þessar tölur eiga því við um minnihluta íbúa jarðarinnar þar sem 80 prósent þeirra hafa aldrei ferðast með flugvél.
Fjórir milljarðar flugfarþega árið 2024
Um þrjátíu þúsund flugferðir …
Athugasemdir