Skýrslutaka hefur farið fram hjá lögreglu vegna kæru Vítalíu Lazarevu gegn Þórði Má Jóhannessyni, Hreggviði Jónssyni og Ara Edwald. Hún kærði mennina þrjá fyrir kynferðisbrot í sumarhúsi á Vesturlandi árið 2020. Ranglega hefur verið haldið fram í fjölmiðlum síðustu vikur að engin kæra hafi verið lögð fram, samkvæmt því sem réttargæslumaður hennar segir í samtali við Stundina. Lögmenn mannanna þriggja vísuðu í yfirlýsingu frá lögreglu um að ekkert mál væri skráð á hendur þeim í málaskrárkerfi. Réttargæslumaður Vítalíu staðfestir að hafi gefið skýrslu vegna kærunnar hjá lögreglu síðastliðinn mánudag.
Ekki „bara“ þukl
Vítalía kom fram í viðtali í hlaðvarpsþættinum Eigin konur í janúar á þessu ári þar sem hún greindi frá kynferðisbrotum sem hún sagði hafa átt sér stað í sumarhúsi í lok árs 2020. Í viðtalinu lýsti hún því að hafa verið gestkomandi í sumarhúsi þar sem fjórir menn voru að skemmta sér. Þegar líða tók á kvöldið hafi …
Athugasemdir (1)