„Þetta hafa alltaf verið karlar þannig að við þurfum bara að vera háværari og það þarf að taka svona ákvarðanir eins og þjóðhátíðarnefnd er að taka,“ segir Klara Elíasdóttir tónlistarkona í þættinum Eigin konur. Hún segist líta svo á að þjóðhátíðarlagið sé hennar innlegg í jafnréttisumræðu síðustu ára.
Það var árið 1933 sem fyrsta þjóðhátíðarlagið var samið. Síðan þá hefur verið samið eitt lag á ári. Þau eru því orðin 89 talsins en aðeins tvö eftir konur. Ragnhildur Gísladóttir var fyrsta konan til að semja þjóðhátíðarlag, það var árið 2017. Og nú er það lagið Eyjanótt sem Klara semur ásamt Ölmu Guðmundsdóttur sem var með henni í hljómsveitunum Nylon og The Charlies. Klara segist strax hafa verið með skýra hugmynd um hvernig hún vildi að lagið yrði og að þegar lagahöfundur sé með sterka tengingu við lagið í upphafi verði ferlið einfaldara og skemmtilegra. „Þegar maður er með …
Athugasemdir