Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Galnar útlitskröfur í ameríska poppheiminum

Klara Elías­dótt­ir tón­list­ar­kona seg­ir að út­lit­s­kröf­ur sem gerð­ar voru til henn­ar þeg­ar frægð­ar­sól hljóm­sveit­ar­inn­ar The Charlies reis sem hæst í Banda­ríkj­un­um hafi ver­ið galn­ar. Þær hafi vald­ið henni mik­illi van­líð­an og hún hafi ver­ið mörg ár að ná fyrri styrk. Hún seg­ist ást­fang­in af Ís­landi eft­ir að hafa bú­ið í 11 ár í Banda­ríkj­un­um og er af­ar stolt af því að vera önn­ur kon­an í sög­unni til að semja þjóð­há­tíð­ar­lag en sam­in hafa ver­ið lög sér­stak­lega fyr­ir þjóð­há­tíð í Eyj­um í 89 ár.

Galnar útlitskröfur í ameríska poppheiminum

„Þetta hafa alltaf verið karlar þannig að við þurfum bara að vera háværari og það þarf að taka svona ákvarðanir eins og þjóðhátíðarnefnd er að taka,“ segir Klara Elíasdóttir tónlistarkona í þættinum Eigin konur. Hún segist líta svo á að þjóðhátíðarlagið sé hennar innlegg í jafnréttisumræðu síðustu ára. 

Það var árið 1933 sem fyrsta þjóðhátíðarlagið var samið. Síðan þá hefur verið samið eitt lag á ári. Þau eru því orðin 89 talsins en aðeins tvö eftir konur.  Ragnhildur Gísladóttir var fyrsta konan til að semja þjóðhátíðarlag, það var árið 2017. Og nú er það lagið Eyjanótt sem Klara semur ásamt Ölmu Guðmundsdóttur sem var með henni í hljómsveitunum Nylon og The Charlies.  Klara segist strax hafa verið með skýra hugmynd um hvernig hún vildi að lagið yrði og að þegar lagahöfundur sé með sterka tengingu við lagið  í upphafi verði ferlið einfaldara og skemmtilegra. Þegar maður er með …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár