Fyrri aukaspurning:
Úr hvaða kvikmynd er skjáskotið hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Hver er fjórða reikistjarnan frá sólinni talið?
2. Hvað hét presturinn sem flutti hina svokölluðu Eldmessu á 18. öld?
3. En hvað hét hinn íslenski presturinn sem kallaður var þumlungur og skrifaði á 17. öld ádeilurit gegn þeim sem hann taldi vinna sér illt með göldrum?
4. Hvað hét þetta ádeilurit?
5. Hver mun leika aðalhlutverkið í fjórðu glæpaseríunni True Detective sem tekin verður upp hér á landi?
6. En hvaða Íslendingur lék lítið en áberandi hlutverk í einum þætti fyrstu seríunnar af True Detective árið 2014 — og dó þar með sannkölluðum hvelli?
7. Hvað heitir sveitarfélagið sem þéttbýlisstaðurinn Borgarnes tilheyrir nú?
8. Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur hefur fjallað í blaðaviðtölum og á Facebook um flutning sinn frá Reykjavík út á land fyrir fáeinum misserum. Hvert flutti Elísabet?
9. Á landamærum Spánar og Frakklands býr dularfull þjóð sem talar tungu sem ekki virðist skyld neinni annarri í veröldinni. Hvað nefnist þessi þjóð?
10. Á sjöttu öld fyrir Krist munu hafa verið uppi samtímis í Kína tveir miklir spekingar sem settu fram kenningar sem æ síðan hafa haft gríðarleg áhrif á hugarheim Kínverja og raunar langt út fyrir Kína. Mjög margt um spekingana tvo er óljóst og hulið gömlum þjóðsögum, en undir hvaða nöfnum eru þeir oftast þekktir hér á Vesturlöndum? Hafa þarf bæði nöfnin rétt.
***
Seinni aukaspurning:
Hver er þetta? Skírnarnafn hennar dugar.
***
Svör við aðalspurningum:
1. Mars.
2. Jón Steingrímsson.
3. Jón Magnússon.
4. Píslarsaga.
5. Jodie Foster.
6. Ólafur Darri.
7. Borgarbyggð.
8. Til Hveragerðis.
9. Baskar.
10. Laoze og Konfúsíus.
***
Svör við aukaspurningum:
Skjáskotið er úr kvikmyndinni Shining.
Á myndinni er Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, aktífisti fyrir trans fólk og fleiri. Ugla dugar alveg.
Athugasemdir