Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

803. spurningaþraut: Tveir íslenskir prestar, tveir kínverskir spekingar, og svo Elísabet

803. spurningaþraut: Tveir íslenskir prestar, tveir kínverskir spekingar, og svo Elísabet

Fyrri aukaspurning:

Úr hvaða kvikmynd er skjáskotið hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver er fjórða reikistjarnan frá sólinni talið?

2.  Hvað hét presturinn sem flutti hina svokölluðu Eldmessu á 18. öld?

3.  En hvað hét hinn íslenski presturinn sem kallaður var þumlungur og skrifaði á 17. öld ádeilurit gegn þeim sem hann taldi vinna sér illt með göldrum?

4. Hvað hét þetta ádeilurit?

5.  Hver mun leika aðalhlutverkið í fjórðu glæpaseríunni True Detective sem tekin verður upp hér á landi?

6.  En hvaða Íslendingur lék lítið en áberandi hlutverk í einum þætti fyrstu seríunnar af True Detective árið 2014 — og dó þar með sannkölluðum hvelli?

7.  Hvað heitir sveitarfélagið sem þéttbýlisstaðurinn Borgarnes tilheyrir nú?

8.  Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur hefur fjallað í blaðaviðtölum og á Facebook um flutning sinn frá Reykjavík út á land fyrir fáeinum misserum. Hvert flutti Elísabet?

9.  Á landamærum Spánar og Frakklands býr dularfull þjóð sem talar tungu sem ekki virðist skyld neinni annarri í veröldinni. Hvað nefnist þessi þjóð?

10.  Á sjöttu öld fyrir Krist munu hafa verið uppi samtímis í Kína tveir miklir spekingar sem settu fram kenningar sem æ síðan hafa haft gríðarleg áhrif á hugarheim Kínverja og raunar langt út fyrir Kína. Mjög margt um spekingana tvo er óljóst og hulið gömlum þjóðsögum, en undir hvaða nöfnum eru þeir oftast þekktir hér á Vesturlöndum? Hafa þarf bæði nöfnin rétt.

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þetta? Skírnarnafn hennar dugar.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Mars.

2.  Jón Steingrímsson.

3.  Jón Magnússon.

4.  Píslarsaga.

5.  Jodie Foster.

6.  Ólafur Darri.

7.  Borgarbyggð.

8.  Til Hveragerðis.

9.  Baskar.

10.  Laoze og Konfúsíus.

***

Svör við aukaspurningum:

Skjáskotið er úr kvikmyndinni Shining.

Á myndinni er Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, aktífisti fyrir trans fólk og fleiri. Ugla dugar alveg.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
1
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
5
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár