Fyrri aukaspurning:
Hér að ofan má sjá einn vinsælasta rithöfund heimsins um þessar mundir. Hvað heitir hún?
***
Aðalspurningar:
1. Fyrir allnokkrum árum reið gífurleg flóðalda yfir strendur Indlandshafs í kjölfar jarðskjálfta út af ströndum indónesískrar eyju, sem heitir ...
2. Um svona flóðbylgju er notað orð sem upphaflega þýðir „hafnaralda“. Hvaða orð er það?
3. Og úr hvaða tungumáli er orðið komið?
4. En hvaða ár gerðist þetta?
5. Önnur ártalaspurning: Hvaða ár stigu menn fyrst fæti á tunglið?
6. Á dögunum var tilkynnt að rúmlega níræður blaðakóngur væri að skilja við konu sína. Hvað heitir blaðakóngurinn?
7. En hvað heitir konan sem hann ætlar nú að skilja við?
8. Og sú góða kona var á fyrirsætuárum sínum eiginkona annars frægs karls, sem heitir ...?
9. Kjartan Bjarni Björgvinsson skaust fram í sviðsljósið í fyrradag, en hann er formaður í félagi ... hverra?
10. Betula betuloideae er latneska heitið á jurt einni sem vex á Íslandi. Hún var eitt sinn afar algeng en fækkaði svo mjög verulega og var nánast komin í útrýmingarhættu, nema á örfáum stöðum á landinu, en síðan hófst markvisst tilraun til að koma henni til vegs og virðingar á ný. Og það hefur tekist vel hingað til, enda er jurtin enn gróðursett af miklum móð sem víðast um landið. Hvaða jurt er þetta?
***
Seinni aukaspurning:
Hvað nefnist það hafsvæði sem hér má sjá?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Súmatra.
2. Tsunami.
3. Japönsku.
4. 2004.
5. 1969.
6. Murdoch.
7. Jerry Hall.
8. Mick Jagger.
9. Dómara.
10. Birki.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er hin írska Sally Rooney, höfundur Eins og fólk er flest (Normal People), Okkar á milli (Conversations With Friends) og Beautiful World, Where Are You? (Fagra veröld, hvar ertu?).
Á neðri myndinni má Persaflóa.
Athugasemdir