Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

797. spurningaþraut: Konur í NATO, innrás Frakka á England og hæð Heklu

797. spurningaþraut: Konur í NATO, innrás Frakka á England og hæð Heklu

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir þessi eyja?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver var sá hæstsetti sem þurfti að segja af sér vegna Watergate-hneykslisins?

2.  En hvers vegna nefnist Watergate-hneykslið Watergate-hneyksli?

3.  Á NATO-fundinum sem lauk á dögunum mættu fjórar konur sem leiðtogar ríkja sinna. Ein þeirra var vitaskuld Katrín Jakobsdóttir héðan frá Íslandi en hvaðan komu hinar konurnar þrjár? Þið þurfið að hafa tvær réttar til að fá eitt stig.

4.  Í hvaða ríki heitir höfuðborgin Manila?

5.  1848 kom út svolítið kver í London sem byrjaði svona: „Vofa gengur nú ljósum logum um Evrópu ...“ Hvaða vofa?

6.  Í hvaða landi er Macchu Picchu?

7.  Árið 1830 gerðu Frakkar innrás í tiltekið land og lögðu það undir með grimmilegum hernaði. Þeir réðu ríkjum þar í landi í 130 ár og varð viðskilnaður þeirra með ósköpum. Hvaða land var þetta?

8.  Árið 1066 gerðu Frakkar líka innrás í annað land. Það var England og þeir náðu Englandi með einni orrustu. Til að særa ekki tilfinningar Englendingar er þó látið svo heita að þarna hafi ekki verið Frakkar að verki, heldur ... hverjir?

9.  Og orrustan sem allt snýst hér um, hvar var hún háð?

10.  Hversu há er Hekla: 1.088 metrar — 1.488 metrar — 1.888 metar — eða 2.288 metrar?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir þessi ungi karl?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Nixon Bandaríkjaforseti.

2.  Vegna þess að menn á vegu Nixons frömdu innbrot í Watergate-byggingunni.

3.  Konurnar þrjár eru forsætisráðherrar í Danmörku, Eistlandi og Litháen. Ég ítreka að tvö lönd þarf til að fá stig.

4.  Filippseyjum.

5.  „... vofa kommúnismans.“

6.  Perú.

7.  Alsír.

8.  Normannar.

9.  Hastings.

10.  Hekla er 1.488 metra há.

***

Svör við aukaspurningum:

Eyjan heitir Baffinsland og er milli meginlands Kanada og Grænlands.

Karlinn ungi heitir Erling Haaland og er fótboltakappi nokkur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
4
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár