„Að ræða um geðþóttaákvörðun fjármálaráðherra í þessu samhengi er fráleitt. Fjárhæðin er lögákveðin,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra við gagnrýni Kjartans Björgvins Bjarnasonar, formanns Dómarafélagsins, og yfirlýsingu félagsins. Dómarar eru hreint ekki sáttir við að vera krafðir um endurgreiðslu ofgreiddra launa þrjú ár aftur í tímann en þeir eru í hópi 260 kjörinna fulltrúa og embættismanna sem fengu of há laun greidd.
„Fólkið í landinu ætti ekki að þurfa að hlusta á að það sé flókið fyrir efsta lag ríkisins, æðstu embættismennina, að skila því sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum. “
„Málstaður þeirra sem mótmæla því að nú eigi að leiðrétta ofgreidd laun er býsna aumur. Ég vænti þess að þeir vilji bera fyrir sig að hafa tekið við of háum launum undanfarin ár í góðri trú,“ skrifar Bjarni á Facebook og bætir við: „Þegar í hlut eiga æðstu embættismenn ríkisins, alþingismenn, ráðherrar, forseti lýðveldisins, dómarar, seðlabankastjóri …
Athugasemdir (3)