Ákvörðun Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að gera kröfu um endurgreiðslu ofgreiddra launa síðustu þriggja ára er í andstöðu við gildandi lög um launakjör dómara, að mati dómara. „Þessi aðgerð setur alla sem reka mál á hendur ríkinu í þá stöðu að eiga von á því að framkvæmdavaldið geti lækkað laun dómara eftir eigin geðþótta,“ segir Kjartan Bjarni Björgvinsson, dómari og formaður Dómarafélags Íslands.
Dómarafélagið hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ákvörðunar ráðherrans sem kynnt var fyrr í dag á vef Fjársýslu ríkisins. Þar kom fram að undanfarin þrjú ár hafa laun 260 kjörinna fulltrúa og embættismanna, þar á meðal dóamra, verið ofgreidd um samtals 105 milljónir króna. Stofnunin, að undirlagi ráðuneytisins, ætlar að krefjast endurgreiðslu á næstu tólf mánuðum.
Kjartan Bjarni segir á Facebook-síðu sinni að þetta hafi alvarlegar afleiðingar í för með sér. „Þar með eru borgararnir …
Vill ekki einhver benda þessu snjókorni að hringja í 113?