Fyrri aukaspurning:
Af hverjum er — eða öllu heldur var — þessi stytta?
***
Aðalspurningar:
1. Hvað er stærst Norðurlandanna?
2. En þá næst stærst?
3. Um það er hins vegar engum blöðum að fletta að Danmörk er minnst Norðurlandanna (ef Grænland er ekki talið með, vitanlega). En hvað telst Danmörk vera — svona nokkurn veginn — mörg prósent af Íslandi? Er Danaveldi 4 prósent af Íslandi — 24 prósent — 44 prósent — 64 prósent — eða 84 prósent?
4. Hvað er unnið úr jurt þeirri sem heitir á latínu Saccharum officinarum?
5. Ef marka má nýjustu tölur eru flest stærstu flugfélög heimsins annaðhvort bandarísk eða kínversk. Stærð merkir hér flugflota. En hvað er stærsta flugfélagið sem er hvorki skráð í Bandaríkjunum né Kína?
6. Hver afneitaði meistara sínum þrisvar áður en haninn gól tvisvar?
7. „God save the queen / The fascist regime / They made you a moron / A potential H bomb.“ Hvaða hljómsveit sendi drottningu einni þessa kveðju?
8. Árið 1957 náði Hulda Jakobsdóttir ákveðnum starfsframa, fyrst kvenna á Íslandi. Hvaða starf tók hún að sér?
9. En hvar?
10. Hvað kallast sá bóndi sem oftast kemur við sögu í Andrésblöðunum?
***
Seinni aukaspurning:
Hver er þetta — fyrir allmörgum árum?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Svíþjóð.
2. Noregur.
3. Danmörk erum 44 prósent af Íslandi.
4. Sykur.
5. Ryanair. Sérfræðingur minn í flugvélum hefur sýnt mér fram á að hér var ég með rangt svar — líklega verið að vinna með úreltan upplýsingar. En það er semsagt Ryanair sem er rétt.
6. Pétur postuli.
7. Sex Pistols.
8. Bæjarstjóri.
9. Kópavogi.
10. Amma Önd.
***
Svör við aukaspurningum:
Styttan var af Búdda en var sprengd í loft upp af Talíbönum í Afganistan.
Neðri myndin er af Boris Johnson.
Athugasemdir