Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Fleiri þolendur kynferðisofbeldis tilkynna til lögreglu

Fleiri þo­lend­ur kyn­ferð­is­brota til­kynntu þau síð­ustu ár en áð­ur sam­kvæmt nýrri rann­sókn. Leitt er lík­um að því að auk­in um­ræða hafi þar haft áhrif. Þó til­kynna hlut­falls­lega mjög fá­ir þo­lend­ur til lög­reglu að brot­ið hafi ver­ið á þeim. Kerf­is­bund­in skekkja er til stað­ar í op­in­berri af­brota­töl­fræði.

Fleiri þolendur kynferðisofbeldis tilkynna til lögreglu
Gæti skekkt afbrotatölfræði Margrét segir í grein sinni að aukin tilhneiging síðustu ára til að tilkynna brot til lögreglur gegi valdið því að svo líti út fyrir að afbrotum sé að fjölga. Það geti hins vegar verið röng ályktun.

Hlutfall þeirra þolenda kynferðisbrota sem tilkynntu brotin til lögreglu jókst á síðustu fjórum árum borið saman við fjögur ár þar á undan. Hið sama má segja um hlutfall þeirra sem urðu fyrir alvarlegu ofbeldi í nánu sambandi. Ekki hefur orðið breyting á tilkynningum þolenda sem verða fyrir öðrum líkamsárásum. „Það má því vera að umræða í samfélaginu hafi orðið til þess að þolendur sem urðu fyrir minna alvarlegum kynferðisbrotum (að eigin mati) hafi þótt meira tilefni til að tilkynna brotin til lögreglu eftir 2017 en fyrir.“

Þetta er meðal niðurstaða í rannsókn Margrétar Valdimarsdóttur, dósents við hug- og félagsvísindasviðs við Háskólann á Akureyri, um ákvarðanir þolenda ofbeldis um að tilkynna brot til lögreglu. Margrét fjallar um rannsóknina í grein sem birtist í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla. Rannsóknin byggir á þolendakönnunum sem lagðar voru fyrir af embætti ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2014 til 2021.

Önnur niðurstaða rannsóknar Margrétar sýnir fram á að til staðar er kerfisbundin skekkja í opinberri afbrotatölfræði sem skýrist af mismiklum vilja fólks til að tilkynna ofbeldisbrot. Þannig tilkynna hlutfallslega færri þolendur kynbundins ofbeldis brot til lögreglu heldur en þolendur í öllum öðrum brotaflokkum. Því er hætt við að gögn sem unnið er með við mótun stefnu í réttarkerfi, sem og lagabreytinga í málaflokknum, gefi ranga mynd af algengi og eðli brota. „Ef samfélagsbreytingar leiða til þess að hærra hlutfall þolenda leitar til lögreglu en áður er hætta á að dregin sé sú ályktun að brotunum sjálfum sé að fjölga, sem væri dæmi um ranga ályktun,“ segir Margrét í greininni.

Aðeins rúm sex prósent tilkynna

Samkvæmt rannsókninni urðu að jafnaði tæplega fjögur prósent kvenna á aldrinum 18 til 75 ára fyrir kynferðisbroti árlega á árabilinu 2014 til 2021. Hlutfall karla var á sama tímabili tæplega eitt prósent. Þá höfðu tæplega sex prósent kvenna sem tóku þátt í rannsókninni orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi  á móti tæplega 5 prósentum karla. Til samanburðar urðu 2,4 prósent þátttakenda fyrir annars konar líkamsárásum árlega á sama árabili og ekki var marktækur munur á hlutfalli karla og kvenna í þeim flokki.

Hlutfallslega greindu flestir í yngsta aldurshópnum, 18 til 25 ára, frá því að hafa orðið fyrir ofbeldi og á það við um allar tegundir ofbeldis sem til skoðunar komu. Þannig höfðu rúm níu prósent þátttakenda í þeim aldursflokki orðið fyrir kynferðisofbeldi og tæp tíu prósent verið beitt ofbeldi í nánu sambandi. Er það verulega hærra hlutfall en í öðrum aldurshópum, einkum þegar kemur að kynferðisofbeldi. Næst yngsti aldurshópurinn, 26 til 35 ára, kom næst en 3,5 prósent þátttakenda í þeim aldurshópi greindi frá því að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.

Athygli vekur að hversu lágt hlutfall þolenda kynferðisofbeldis tilkynntu slíkt brot til lögreglu; að jafnaði 6,4 prósent kvenna en 6,6 prósent karla. Hlutfallið er hærra þegar kemur að brotum í nánu sambandi en þó lágt; nær ekki fimmtungi. Fleiri konur, 18,8 prósent, tilkynntu slík brot en karlar, 15,5 prósent. Munurinn er þó ekki tölfræðilega marktækur. Karlar voru mun líklegri til að tilkynna annars konar ofbeldisbrot til lögreglu en konur; 43 prósent karla borið saman við tæplega 34 prósent kvenna.

Alvarleiki brots stærsti áhrifaþátturinn

Í könnunum voru þátttakendur beðnir um að leggja mat á alvarleika brots gegn þeim. Hvað varðar kynferðisbrot mátu tæp 18 prósent brotið mjög alvarlegt og tæp 42 prósent brotið nokkuð alvarlegt. Fjórðungur þeirra sem urðu fyrir mjög alvarlegu kynferðisbroti tilkynntu það til lögreglu en aðeins rúm fimm prósent þeirra sem urðu fyrir nokkuð alvarlegu kynferðisbroti. Þegar kemur að brotum í nánu sambandi tilkynnti tæpur helmingur þeirra sem urðu fyrir mjög alvarlegu broti það til lögreglu og 10 prósent þeirra sem urðu fyrir nokkuð alvarlegu broti.

„Þolendur sem meta ofbeldið gegn sér mjög alvarlegt eru margfalt líklegri til að tilkynna brotið til lögreglu en þeir sem telja það minna alvarlegt“

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna því að alvarleiki brots hafi sterkustu áhrifin á hvort þau séu tilkynnt til lögreglu. „Þolendur sem meta ofbeldið gegn sér mjög alvarlegt eru margfalt líklegri til að tilkynna brotið til lögreglu en þeir sem telja það minna alvarlegt. Auk þess benda niðurstöðurnar til að alvarleiki brots hafi sterkari áhrif í kynferðisbrotum en í öðru ofbeldi. Undir 1% þolenda kynferðisbrota sem ekki mátu brotið mjög alvarlegt tilkynntu til lögreglu, en yfir 27% þolenda annars konar líkamsárása sem ekki voru metnar mjög alvarlegar. Þannig virðist þurfa meira til að þolendur kynferðisbrota leiti til lögreglu en þolendur annars konar ofbeldis.“

Fram kemur að stærsti hópurinn sem mat kynferðisofbeldi gegn sér mjög alvarlegt hafði orðið fyrir nauðgun.

Munur á milli tímabila

Niðurstöðurnar virðast því sýna því að þolendur kynferðisbrota séu marktækt og mun ólíklegri til að tilkynna brot til lögreglu en þolendur annarra brota. Þannig tilkynntu í heild 6,5 prósent þeirra sem urðu fyrir slíku broti það til lögreglu. Sé eingöngu horft til þolenda sem töldu brotið mjög eða nokkuð alvarlegt hækkar það hlutfall í tæp tólf prósent. Þegar kemur að ofbeldi í nánu sambandi var hlutfall tilkynntra brota 18,4 prósent og 22,5 prósent í þeim tilvikum þegar brotaþoli taldi brotið alvarlegt. Samanburðurinn við tilkynningar um líkamsárásir er himinhrópandi, tæp 39 prósent þolenda tilkynntu slíkt ofbeldi til lögreglu og helmingur þeirra sem töldu brotin alvarleg.  

„Aukin tilhneiging til að tilkynna til lögreglu getur skekkt opinbera afbrotatölfræði þannig að það líti út fyrir að afbrotum sé að fjölga“

Í rannsókninni var kannað hvort greina mætti aukningu í tilkynntum brotum. Í ljós kemur að sé tímabilinu skipt í tvennt má sjá að hlutfallslega fleiri þolendur kynferðisbrota tilkynntu þá til lögreglu á seinni hluta tímabilsins, sem nemur átta prósentum þolenda á árunum 2018 til 2021 samanborið við 4,3 prósent á árunum 2014 til 2017. Séu mjög eða nokkuð alvarleg brot skoðuð sérstaklega kemur ekki fram munur á milli tímabila.

Þá var kannað hvort greina mætti mun á tilkynningum á ofbeldi í nánu sambandi eftir tímabilum. Sá munur kom fram þegar eingöngu var horft til mjög eða nokkuð alvarlegra brota en á fyrri hluta tímabilsins tilkynntu rúm níu prósent þolenda til lögreglu að þau hefðu orðið fyrir alvarlegu broti. Hlutfallið tók hins vegar stökk á seinna tímabilinu en alls tilkynntu þá 23,5 prósent þeirra sem höfðu orðið fyrir alvarlegu ofbeldi það til lögreglu.

Margrét rekur þá í umræðukafla að mikilvægt sé að fylgjast með breytingum á vilja borgaranna til að tilkynna brot. „Aukin tilhneiging til að tilkynna til lögreglu getur skekkt opinbera afbrotatölfræði þannig að það líti út fyrir að afbrotum sé að fjölga,“ segir Margrét. Þá geti breytingar á þessum vilja jafnframt gefið innsýn í vilja fólks þegar kemur að því hvernig rétt sé að bregðast við afbrotum. Bendir Margrét á að með aukinni umræðu síðustu ára um kynferðisbrot hafi markmiðið meðal annars verið að draga úr þolendaskömm. Það að aukning hafi orðið á tilkynningum kynferðisbrota á síðara hluta tímabils þess sem rannsóknin tekur til megi mögulega rekja til þess að þolendum sem urðu, að eigin mati, fyrir minna alvarlegum kynferðisbrotum hafi þótt meira tilefni til þess að tilkynna þau á síðari árum vegna þeirrar umræðu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
5
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
5
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár