Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Fleiri þolendur kynferðisofbeldis tilkynna til lögreglu

Fleiri þo­lend­ur kyn­ferð­is­brota til­kynntu þau síð­ustu ár en áð­ur sam­kvæmt nýrri rann­sókn. Leitt er lík­um að því að auk­in um­ræða hafi þar haft áhrif. Þó til­kynna hlut­falls­lega mjög fá­ir þo­lend­ur til lög­reglu að brot­ið hafi ver­ið á þeim. Kerf­is­bund­in skekkja er til stað­ar í op­in­berri af­brota­töl­fræði.

Fleiri þolendur kynferðisofbeldis tilkynna til lögreglu
Gæti skekkt afbrotatölfræði Margrét segir í grein sinni að aukin tilhneiging síðustu ára til að tilkynna brot til lögreglur gegi valdið því að svo líti út fyrir að afbrotum sé að fjölga. Það geti hins vegar verið röng ályktun.

Hlutfall þeirra þolenda kynferðisbrota sem tilkynntu brotin til lögreglu jókst á síðustu fjórum árum borið saman við fjögur ár þar á undan. Hið sama má segja um hlutfall þeirra sem urðu fyrir alvarlegu ofbeldi í nánu sambandi. Ekki hefur orðið breyting á tilkynningum þolenda sem verða fyrir öðrum líkamsárásum. „Það má því vera að umræða í samfélaginu hafi orðið til þess að þolendur sem urðu fyrir minna alvarlegum kynferðisbrotum (að eigin mati) hafi þótt meira tilefni til að tilkynna brotin til lögreglu eftir 2017 en fyrir.“

Þetta er meðal niðurstaða í rannsókn Margrétar Valdimarsdóttur, dósents við hug- og félagsvísindasviðs við Háskólann á Akureyri, um ákvarðanir þolenda ofbeldis um að tilkynna brot til lögreglu. Margrét fjallar um rannsóknina í grein sem birtist í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla. Rannsóknin byggir á þolendakönnunum sem lagðar voru fyrir af embætti ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2014 til 2021.

Önnur niðurstaða rannsóknar Margrétar sýnir fram á að til staðar er kerfisbundin skekkja í opinberri afbrotatölfræði sem skýrist af mismiklum vilja fólks til að tilkynna ofbeldisbrot. Þannig tilkynna hlutfallslega færri þolendur kynbundins ofbeldis brot til lögreglu heldur en þolendur í öllum öðrum brotaflokkum. Því er hætt við að gögn sem unnið er með við mótun stefnu í réttarkerfi, sem og lagabreytinga í málaflokknum, gefi ranga mynd af algengi og eðli brota. „Ef samfélagsbreytingar leiða til þess að hærra hlutfall þolenda leitar til lögreglu en áður er hætta á að dregin sé sú ályktun að brotunum sjálfum sé að fjölga, sem væri dæmi um ranga ályktun,“ segir Margrét í greininni.

Aðeins rúm sex prósent tilkynna

Samkvæmt rannsókninni urðu að jafnaði tæplega fjögur prósent kvenna á aldrinum 18 til 75 ára fyrir kynferðisbroti árlega á árabilinu 2014 til 2021. Hlutfall karla var á sama tímabili tæplega eitt prósent. Þá höfðu tæplega sex prósent kvenna sem tóku þátt í rannsókninni orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi  á móti tæplega 5 prósentum karla. Til samanburðar urðu 2,4 prósent þátttakenda fyrir annars konar líkamsárásum árlega á sama árabili og ekki var marktækur munur á hlutfalli karla og kvenna í þeim flokki.

Hlutfallslega greindu flestir í yngsta aldurshópnum, 18 til 25 ára, frá því að hafa orðið fyrir ofbeldi og á það við um allar tegundir ofbeldis sem til skoðunar komu. Þannig höfðu rúm níu prósent þátttakenda í þeim aldursflokki orðið fyrir kynferðisofbeldi og tæp tíu prósent verið beitt ofbeldi í nánu sambandi. Er það verulega hærra hlutfall en í öðrum aldurshópum, einkum þegar kemur að kynferðisofbeldi. Næst yngsti aldurshópurinn, 26 til 35 ára, kom næst en 3,5 prósent þátttakenda í þeim aldurshópi greindi frá því að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.

Athygli vekur að hversu lágt hlutfall þolenda kynferðisofbeldis tilkynntu slíkt brot til lögreglu; að jafnaði 6,4 prósent kvenna en 6,6 prósent karla. Hlutfallið er hærra þegar kemur að brotum í nánu sambandi en þó lágt; nær ekki fimmtungi. Fleiri konur, 18,8 prósent, tilkynntu slík brot en karlar, 15,5 prósent. Munurinn er þó ekki tölfræðilega marktækur. Karlar voru mun líklegri til að tilkynna annars konar ofbeldisbrot til lögreglu en konur; 43 prósent karla borið saman við tæplega 34 prósent kvenna.

Alvarleiki brots stærsti áhrifaþátturinn

Í könnunum voru þátttakendur beðnir um að leggja mat á alvarleika brots gegn þeim. Hvað varðar kynferðisbrot mátu tæp 18 prósent brotið mjög alvarlegt og tæp 42 prósent brotið nokkuð alvarlegt. Fjórðungur þeirra sem urðu fyrir mjög alvarlegu kynferðisbroti tilkynntu það til lögreglu en aðeins rúm fimm prósent þeirra sem urðu fyrir nokkuð alvarlegu kynferðisbroti. Þegar kemur að brotum í nánu sambandi tilkynnti tæpur helmingur þeirra sem urðu fyrir mjög alvarlegu broti það til lögreglu og 10 prósent þeirra sem urðu fyrir nokkuð alvarlegu broti.

„Þolendur sem meta ofbeldið gegn sér mjög alvarlegt eru margfalt líklegri til að tilkynna brotið til lögreglu en þeir sem telja það minna alvarlegt“

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna því að alvarleiki brots hafi sterkustu áhrifin á hvort þau séu tilkynnt til lögreglu. „Þolendur sem meta ofbeldið gegn sér mjög alvarlegt eru margfalt líklegri til að tilkynna brotið til lögreglu en þeir sem telja það minna alvarlegt. Auk þess benda niðurstöðurnar til að alvarleiki brots hafi sterkari áhrif í kynferðisbrotum en í öðru ofbeldi. Undir 1% þolenda kynferðisbrota sem ekki mátu brotið mjög alvarlegt tilkynntu til lögreglu, en yfir 27% þolenda annars konar líkamsárása sem ekki voru metnar mjög alvarlegar. Þannig virðist þurfa meira til að þolendur kynferðisbrota leiti til lögreglu en þolendur annars konar ofbeldis.“

Fram kemur að stærsti hópurinn sem mat kynferðisofbeldi gegn sér mjög alvarlegt hafði orðið fyrir nauðgun.

Munur á milli tímabila

Niðurstöðurnar virðast því sýna því að þolendur kynferðisbrota séu marktækt og mun ólíklegri til að tilkynna brot til lögreglu en þolendur annarra brota. Þannig tilkynntu í heild 6,5 prósent þeirra sem urðu fyrir slíku broti það til lögreglu. Sé eingöngu horft til þolenda sem töldu brotið mjög eða nokkuð alvarlegt hækkar það hlutfall í tæp tólf prósent. Þegar kemur að ofbeldi í nánu sambandi var hlutfall tilkynntra brota 18,4 prósent og 22,5 prósent í þeim tilvikum þegar brotaþoli taldi brotið alvarlegt. Samanburðurinn við tilkynningar um líkamsárásir er himinhrópandi, tæp 39 prósent þolenda tilkynntu slíkt ofbeldi til lögreglu og helmingur þeirra sem töldu brotin alvarleg.  

„Aukin tilhneiging til að tilkynna til lögreglu getur skekkt opinbera afbrotatölfræði þannig að það líti út fyrir að afbrotum sé að fjölga“

Í rannsókninni var kannað hvort greina mætti aukningu í tilkynntum brotum. Í ljós kemur að sé tímabilinu skipt í tvennt má sjá að hlutfallslega fleiri þolendur kynferðisbrota tilkynntu þá til lögreglu á seinni hluta tímabilsins, sem nemur átta prósentum þolenda á árunum 2018 til 2021 samanborið við 4,3 prósent á árunum 2014 til 2017. Séu mjög eða nokkuð alvarleg brot skoðuð sérstaklega kemur ekki fram munur á milli tímabila.

Þá var kannað hvort greina mætti mun á tilkynningum á ofbeldi í nánu sambandi eftir tímabilum. Sá munur kom fram þegar eingöngu var horft til mjög eða nokkuð alvarlegra brota en á fyrri hluta tímabilsins tilkynntu rúm níu prósent þolenda til lögreglu að þau hefðu orðið fyrir alvarlegu broti. Hlutfallið tók hins vegar stökk á seinna tímabilinu en alls tilkynntu þá 23,5 prósent þeirra sem höfðu orðið fyrir alvarlegu ofbeldi það til lögreglu.

Margrét rekur þá í umræðukafla að mikilvægt sé að fylgjast með breytingum á vilja borgaranna til að tilkynna brot. „Aukin tilhneiging til að tilkynna til lögreglu getur skekkt opinbera afbrotatölfræði þannig að það líti út fyrir að afbrotum sé að fjölga,“ segir Margrét. Þá geti breytingar á þessum vilja jafnframt gefið innsýn í vilja fólks þegar kemur að því hvernig rétt sé að bregðast við afbrotum. Bendir Margrét á að með aukinni umræðu síðustu ára um kynferðisbrot hafi markmiðið meðal annars verið að draga úr þolendaskömm. Það að aukning hafi orðið á tilkynningum kynferðisbrota á síðara hluta tímabils þess sem rannsóknin tekur til megi mögulega rekja til þess að þolendum sem urðu, að eigin mati, fyrir minna alvarlegum kynferðisbrotum hafi þótt meira tilefni til þess að tilkynna þau á síðari árum vegna þeirrar umræðu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár