Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

784. spurningaþraut: Litla frænka Soffíu frænku, og Ursula von der Leyen

784. spurningaþraut: Litla frænka Soffíu frænku, og Ursula von der Leyen

Fyrri aukaspurning:

Hér að ofan má sjá áströlsku leikkonuna Margot Robbie þar sem hún ærslast í titilhlutverki bíómyndar sem verður frumsýnd á næsta ári en er þegar farin að vekja nokkra athygli. Hvað skyldi sú persóna heita sem Robbie leikur í þessari mynd?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða Evrópulandi er borgin Þessalonika?

2.  Árið 1810 var 18 ára austurrísk prinsessa látin giftast rúmlega fertugum karli af því það hentaði foreldrum hennar pólitískt. Prinsessunni Maríu Lovísu leist ekki á blikuna en nokkuð óvænt, þá reyndist hjónabandið ástríkt þótt ekki stæði það lengi. Hver var eiginaðurinn?

3.  Ursula von der Leyen hefur verið forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins undanfarin þrjú ár. Hverrar þjóðar er hún?

4.  Forveri hennar í embætti þótti stundum nokkuð puntaður. Hver er hann?

5.  Hver var biskup Íslands á undan núverandi biskupi?

6.  Hvað heitir litla frænka Soffíu frænku í Kardimommubæ?

7.  Í hvaða landi er Fumio Kishida forsætisráðherra nú um stundir?

8.  Faxaflói er breiðasti fjörður eða flói landsins. En hve breiður er hann frá Arnarstapa á Snæfellsnesi og suður á Garðskaga á Reykjanesi? Er hann um það bil 47 kílómetra breiður — 67 kílómetra — 87 kílómetra — eða 107 kílómetra breiður?

9.  Shawshank Redemption heitir vinsæl kvikmynd. Hvar gerist hún að mestu?

10.  Á vefnum Eldgos.is segir: „Mjög stórt sprengigos varð á svæðinu fyrir um 10-11.000 árum.  Í kjölfar þeirrar hrinu seig hluti [fjallanna] um ca 200 metra.“ Um hvaða eldstöð er þarna verið að ræða? Og sprengistig fæst fyrir að vita hvaða fjöll eru þarna nefnd. 

***

Seinni aukaspurning:

Hún er af svipuðu tagi og sú fyrri. Á myndinni hér að neðan má sjá filmstjörnuna Ryan Gosling í hlutverki sínu í væntanlegri bíómynd Gretu Gerwig. Í hvaða hlutverki er Gosling þarna?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Grikklandi.

2.  Napóleon Bonaparte.

3.  Hún er þýsk.

4.  Juncker.

5.  Karl Sigurbjörnsson.

6.  Kamilla.

7.  Japan.

8.  87 kílómetrar.

9.  Í fangelsi.

10.  Eldstöðin er Askja. Föllin eru Dyngjufjöll.

***

Svör við aukaspurningum:

Myndirnar eru báðar úr sömu væntanlegu bíómyndinni, Barbie, og þau Robbie og Gosling leika vitaskuld Barbie og Ken.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár