Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

781. spurningaþraut: Leikari á hlaupum!

781. spurningaþraut: Leikari á hlaupum!

Aukaspurningar:

Hvaða vinsæla íslenska hljómsveit er þetta?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver leikur eina hlutverkið í leikriti sem var frumsýnt fyrir fáeinum mánuðum og felur í sér að leikarinn er á hlaupum alla sýninguna?

2.  Hver er stærsta eyjan sem telst til Evrópu?

3.  Rússinn Mikhaíl Sholokhov fékk einu sinni Nóbelsverðlaun og þá sérstaklega fyrir skáldsögu sem heitir Lygn streymir ... hvaða á?

4.  Reiknað hefur verið út að allur lífmassi Jarðar — allar lifandi verur af öllu tagi — vegi 550 gígatonn. Hversu mörg gígatonn af því er dýr, það er að segja ekki jurtir? Eru dýrin 2 gígatonn, 12 gígatonn, 20 gígatonn, 32 gígatonn eða 200 gígatonn?

5.  Cassius Clay hét maður en hann tók sér um síðir annað nafn, sem sé ...?

6.  Jón Gnarr hefur skrifað heilmikið um uppvaxtarár sín og þar á meðal sambandið við föður sinn. Hann fullyrðir til dæmis að faðir hans hafi goldið þess í starfi að vera ekki Sjálfstæðismaður, því honum hafi verið neitað um framgang vegna þess. Við hvað fékkst faðir Jóns?

7.  Hvar á landinu er Hornvík, nokkuð nákvæmlega?

8.  Hvað eru Nóbelsverðlaun veitt í mörgum flokkum alls?

9.  Hver er sá fugl sem getur flogið aftur á bak og jafnvel á hvolfi?

10.  Hver samdi lagið Rhapsody in Blue?

***

Seinni aukaspurning:

Hér er önnur hljómsveit, öllu eldri og útlensk. Hún var lengi meðal hinna vinsælustu í heimi. Hvað nefndi hún sig?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Gísli Örn.

2.  Bretland. Grænland telst til Ameríku þótt Danmörk sé Evrópuríki.

3.  Don.

4. Dýrin eru aðeins 2 gígatonn. 

5.  Muhammed Ali.

6.  Lögreglumaður.

7.  Á Hornströndum á Vestfjörðum.

8.  Sex.

9.  Kólíbrífugl.

10.  George Gershwin.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Of Monsters and Men.

Á neðri myndinni er Pink Floyd.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
5
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár