Aukaspurningar:
Hvaða vinsæla íslenska hljómsveit er þetta?
***
Aðalspurningar:
1. Hver leikur eina hlutverkið í leikriti sem var frumsýnt fyrir fáeinum mánuðum og felur í sér að leikarinn er á hlaupum alla sýninguna?
2. Hver er stærsta eyjan sem telst til Evrópu?
3. Rússinn Mikhaíl Sholokhov fékk einu sinni Nóbelsverðlaun og þá sérstaklega fyrir skáldsögu sem heitir Lygn streymir ... hvaða á?
4. Reiknað hefur verið út að allur lífmassi Jarðar — allar lifandi verur af öllu tagi — vegi 550 gígatonn. Hversu mörg gígatonn af því er dýr, það er að segja ekki jurtir? Eru dýrin 2 gígatonn, 12 gígatonn, 20 gígatonn, 32 gígatonn eða 200 gígatonn?
5. Cassius Clay hét maður en hann tók sér um síðir annað nafn, sem sé ...?
6. Jón Gnarr hefur skrifað heilmikið um uppvaxtarár sín og þar á meðal sambandið við föður sinn. Hann fullyrðir til dæmis að faðir hans hafi goldið þess í starfi að vera ekki Sjálfstæðismaður, því honum hafi verið neitað um framgang vegna þess. Við hvað fékkst faðir Jóns?
7. Hvar á landinu er Hornvík, nokkuð nákvæmlega?
8. Hvað eru Nóbelsverðlaun veitt í mörgum flokkum alls?
9. Hver er sá fugl sem getur flogið aftur á bak og jafnvel á hvolfi?
10. Hver samdi lagið Rhapsody in Blue?
***
Seinni aukaspurning:
Hér er önnur hljómsveit, öllu eldri og útlensk. Hún var lengi meðal hinna vinsælustu í heimi. Hvað nefndi hún sig?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Gísli Örn.
2. Bretland. Grænland telst til Ameríku þótt Danmörk sé Evrópuríki.
3. Don.
4. Dýrin eru aðeins 2 gígatonn.
5. Muhammed Ali.
6. Lögreglumaður.
7. Á Hornströndum á Vestfjörðum.
8. Sex.
9. Kólíbrífugl.
10. George Gershwin.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er Of Monsters and Men.
Á neðri myndinni er Pink Floyd.
Athugasemdir