Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

779. spurningaþraut: Hnútar, klám, Trump og Tinni

779. spurningaþraut: Hnútar, klám, Trump og Tinni

Fyrri aukaspurning:

Hver er konan á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Donald Trump heitir maður. Hann er Bandaríkjamaður og fæddur í Bandaríkjunum en foreldrar hans töluðu hvorugt ensku að móðurmáli. Til hvaða lands rakti faðir hans ættir sínar?

2.  Móðir Trumps var aftur á móti fædd í allt öðru landi en faðirinn. Hvað land var það?

3.  Og hvaða tunga var móðurmál móður Trumps?

4.  Í hvaða landi er Nordkapp eða Norðurhöfði?

5.  Hvað hét klaufsku lögreglumennirnir tveir í Tinna-bókunum? Hér er spurt um íslenskar þýðingar Tinna-bókanna.

6.  Hvað hét höfundur Tinna?

7.  Í hvaða landi heitir höfuðborgin Tallinn?

8.  Langt aftur í germanskri fortíð okkar er talið að orðið „klám“ sé af rót sem merkir „klístrað“ eða „slímugt“. Á Ísland fékk orðið klám hins vegar aðra merkingu áður en farið var að nota það sem samheiti fyrir pornó eða klúryrði. Hvað var klám á Íslandi hér áður fyrr?

9.  Hver samdi hetjusinfóníuna svonefndu?

10.  Hvað er eða var að minnsta kosti mælt í hnútum?

***

Seinni aukaspurning:

Hér að neðan má sjá skjáskot úr kunnri kvikmynd. Hvað er það sem persónan til hægri telur að sé 25 fet að lengd?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Þýskalands.

2.  Skotlands.

3.  Gelíska — skosk gelíska, nánar tiltekið, en „skoska“ dugar ekki. Það orð er notað um ensku, en með sterkum skoskum keim og hreim.

4.  Noregi.

5.  Skafti og Skapti.

6.  Hergé.

7.  Eistlandi.

8.  Illa unnið verk, jafnvel vindhögg.

9.  Beethoven.

10.  Hraði.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er söng- og leikkonan Judy Garland.

Neðri myndin er úr kvikmyndinni Jaws og til umræðu er hákarl.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár