Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

779. spurningaþraut: Hnútar, klám, Trump og Tinni

779. spurningaþraut: Hnútar, klám, Trump og Tinni

Fyrri aukaspurning:

Hver er konan á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Donald Trump heitir maður. Hann er Bandaríkjamaður og fæddur í Bandaríkjunum en foreldrar hans töluðu hvorugt ensku að móðurmáli. Til hvaða lands rakti faðir hans ættir sínar?

2.  Móðir Trumps var aftur á móti fædd í allt öðru landi en faðirinn. Hvað land var það?

3.  Og hvaða tunga var móðurmál móður Trumps?

4.  Í hvaða landi er Nordkapp eða Norðurhöfði?

5.  Hvað hét klaufsku lögreglumennirnir tveir í Tinna-bókunum? Hér er spurt um íslenskar þýðingar Tinna-bókanna.

6.  Hvað hét höfundur Tinna?

7.  Í hvaða landi heitir höfuðborgin Tallinn?

8.  Langt aftur í germanskri fortíð okkar er talið að orðið „klám“ sé af rót sem merkir „klístrað“ eða „slímugt“. Á Ísland fékk orðið klám hins vegar aðra merkingu áður en farið var að nota það sem samheiti fyrir pornó eða klúryrði. Hvað var klám á Íslandi hér áður fyrr?

9.  Hver samdi hetjusinfóníuna svonefndu?

10.  Hvað er eða var að minnsta kosti mælt í hnútum?

***

Seinni aukaspurning:

Hér að neðan má sjá skjáskot úr kunnri kvikmynd. Hvað er það sem persónan til hægri telur að sé 25 fet að lengd?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Þýskalands.

2.  Skotlands.

3.  Gelíska — skosk gelíska, nánar tiltekið, en „skoska“ dugar ekki. Það orð er notað um ensku, en með sterkum skoskum keim og hreim.

4.  Noregi.

5.  Skafti og Skapti.

6.  Hergé.

7.  Eistlandi.

8.  Illa unnið verk, jafnvel vindhögg.

9.  Beethoven.

10.  Hraði.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er söng- og leikkonan Judy Garland.

Neðri myndin er úr kvikmyndinni Jaws og til umræðu er hákarl.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
6
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár