Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Söngvarar vilja stöðva fjárveitingar til Óperunnar

Klass­ísk­ir söngv­ar­ar á Ís­landi vilja að stjórn og óperu­stjóri Ís­lensku óper­unn­ar víki taf­ar­laust. Fé­lag þeirra, Klass­ís, skor­ar á ráð­herra menn­ing­ar­mála að stöðva fjár­veit­ing­ar til Óper­unn­ar að öðr­um kosti. Fé­lag­ið seg­ir Óper­una sýna söngvur­um lít­ilsvirð­ingu.

Söngvarar vilja stöðva fjárveitingar til Óperunnar
Vilja að óperustjóri víki Klassís, félag klassískra söngvara, fer fram á að Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri víki, ásamt stjórn Íslensku óperunnar. Að öðrum kosti eigi ríkið að skrúfa fyrir fjárveitingar til Óperunnar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Fagfélag klassískra söngvara á Íslandi, Klassís, vill að ríkið hætti fjárveitingum til Íslensku óperunnar, nema að bæði stjórn og óperustjóri víki tafarlaust. Er ályktunin send í framhaldi af dómi Landsréttar í máli Þóru Einarsdóttur, en Óperan braut gegn kjarasamningsbundnum réttindum hennar.

Þóra Einarsdóttir

Í áskorun félagsins, sem samþykkt var á félagsfundi síðastliðinn mánudag, segir að að félagið skori á ráðherra menningarmála að stöðva fjárveitingar til Íslensku óperunnar að öllu óbreyttu. „Félagsmenn telja frekari fjárveitingar til sjálfseignarstofnunarinnar ekki réttlætanlegar nema sitjandi stjórn og óperustjóri víki nú þegar. Klassís kallar eftir heilbrigðu og ásættanlegu starfsumhverfi til óperuflutnings á meðan undirbúningur stofnunar Þjóðaróperu stendur yfir.“

Áður, hinn 10. janúar 2021, hafði félagið sett fram vantraustsyfirlýsingu á bæði stjórn og óperustjóra Íslensku óperunnar, Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, vegna stjórnunarhátta á undanförnum árum. Þá vantraustsyfirlýsingu ítrekar félagið nú.

„Svo er komið að margir okkar fremstu söngvara stíga ekki á svið í uppfærslum ÍÓ vegna þess að þeir hafa lent í ágreiningi við óperustjóra“

Samkvæmt dómi Landsréttar braut Íslenska óperan gegn kjarasamningsbundnum rétti Þóru með því að greiða lægri laun á æfingatímabilum en samningur kveður á um. Þá var ekki greitt fyrir yfirvinnu né voru launatengd gjöld greidd. „Málflutningur Íslensku óperunnar bar vott um vanþekkingu á framleiðsluferli óperusýninga og sýndi stétt óperusöngvara lítilsvirðingu,“ segir í ályktun Klassís.

Ljóst er að mikill þungi er í söngvurum út í Óperuna og birtist það í yfirlýsingunni. „Félagsmenn telja margir að „þeir séu settir út í kuldann“ fyrir það eitt að sýna þakklæti sitt og stuðning við kjarabaráttu söngvara. Svo er komið að margir okkar fremstu söngvara stíga ekki á svið í uppfærslum ÍÓ vegna þess að þeir hafa lent í ágreiningi við óperustjóra og fá því ekki tækifæri eða þeir geta ekki lengur hugsað sér að starfa fyrir stofnunina.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár