Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Söngvarar vilja stöðva fjárveitingar til Óperunnar

Klass­ísk­ir söngv­ar­ar á Ís­landi vilja að stjórn og óperu­stjóri Ís­lensku óper­unn­ar víki taf­ar­laust. Fé­lag þeirra, Klass­ís, skor­ar á ráð­herra menn­ing­ar­mála að stöðva fjár­veit­ing­ar til Óper­unn­ar að öðr­um kosti. Fé­lag­ið seg­ir Óper­una sýna söngvur­um lít­ilsvirð­ingu.

Söngvarar vilja stöðva fjárveitingar til Óperunnar
Vilja að óperustjóri víki Klassís, félag klassískra söngvara, fer fram á að Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri víki, ásamt stjórn Íslensku óperunnar. Að öðrum kosti eigi ríkið að skrúfa fyrir fjárveitingar til Óperunnar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Fagfélag klassískra söngvara á Íslandi, Klassís, vill að ríkið hætti fjárveitingum til Íslensku óperunnar, nema að bæði stjórn og óperustjóri víki tafarlaust. Er ályktunin send í framhaldi af dómi Landsréttar í máli Þóru Einarsdóttur, en Óperan braut gegn kjarasamningsbundnum réttindum hennar.

Þóra Einarsdóttir

Í áskorun félagsins, sem samþykkt var á félagsfundi síðastliðinn mánudag, segir að að félagið skori á ráðherra menningarmála að stöðva fjárveitingar til Íslensku óperunnar að öllu óbreyttu. „Félagsmenn telja frekari fjárveitingar til sjálfseignarstofnunarinnar ekki réttlætanlegar nema sitjandi stjórn og óperustjóri víki nú þegar. Klassís kallar eftir heilbrigðu og ásættanlegu starfsumhverfi til óperuflutnings á meðan undirbúningur stofnunar Þjóðaróperu stendur yfir.“

Áður, hinn 10. janúar 2021, hafði félagið sett fram vantraustsyfirlýsingu á bæði stjórn og óperustjóra Íslensku óperunnar, Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, vegna stjórnunarhátta á undanförnum árum. Þá vantraustsyfirlýsingu ítrekar félagið nú.

„Svo er komið að margir okkar fremstu söngvara stíga ekki á svið í uppfærslum ÍÓ vegna þess að þeir hafa lent í ágreiningi við óperustjóra“

Samkvæmt dómi Landsréttar braut Íslenska óperan gegn kjarasamningsbundnum rétti Þóru með því að greiða lægri laun á æfingatímabilum en samningur kveður á um. Þá var ekki greitt fyrir yfirvinnu né voru launatengd gjöld greidd. „Málflutningur Íslensku óperunnar bar vott um vanþekkingu á framleiðsluferli óperusýninga og sýndi stétt óperusöngvara lítilsvirðingu,“ segir í ályktun Klassís.

Ljóst er að mikill þungi er í söngvurum út í Óperuna og birtist það í yfirlýsingunni. „Félagsmenn telja margir að „þeir séu settir út í kuldann“ fyrir það eitt að sýna þakklæti sitt og stuðning við kjarabaráttu söngvara. Svo er komið að margir okkar fremstu söngvara stíga ekki á svið í uppfærslum ÍÓ vegna þess að þeir hafa lent í ágreiningi við óperustjóra og fá því ekki tækifæri eða þeir geta ekki lengur hugsað sér að starfa fyrir stofnunina.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár