„Ég bara skil það ekki,“ segir móðir trans drengs um það hvernig á því geti staðið að fólk úti í bæ óttist, hafi fordóma gegn eða hatist jafnvel við trans fólk. Henni finnst það óskiljanlegt hvernig svo megi vera því tilvera trans fólks og líf káfar með engum hætti upp á líf eða tilveru annarra. „Það vekur sorg hjá mér að það sé ekki verið að hylla þau frekar en gera lítið úr þeim,“ segir Sigríður Eyþórsdóttir, Sigga Ey, tónlistarkona, Júrósvisionfari og móðir trans drengs.
Sonur Siggu kom út sem trans snemma á unglingsárum eftir mikla vanlíðan sem fyrst og fremst tengdist þeim mikla kynama sem hann fann fyrir. Kynami lýsir sér svo að fólk finnur að það er ekki í réttum líkama, heldur stangast kynvitund þess á við líkamleg kyneinkenni. Slíkum tilfinningum fylgir alla jafna mikil vanlíðan og er sú sálfræðilega greining sem trans fólk er greint með innan …
Athugasemdir