Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Sonurinn varð sterkari eftir að hann kom út sem trans

Sigga Ey og syst­urn­ar héldu uppi mál­stað trans ein­stak­linga í Eurovisi­on. Son­ur henn­ar glímdi við mikla van­líð­an þeg­ar hann var að kom­ast á kyn­þroska­ald­ur. Þeg­ar hann kom út sem trans rétti hann bet­ur úr sér og varð frjáls.

Sonurinn varð sterkari eftir að hann kom út sem trans
Skilur ekki andúðina Sigga segist ekki skilja hvernig það geti káfað upp á fólk að hvernig annað fólk kýs að tjá kynvitund sína. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Ég bara skil það ekki,“ segir móðir trans drengs um það hvernig á því geti staðið að fólk úti í bæ óttist, hafi fordóma gegn eða hatist jafnvel við trans fólk. Henni finnst það óskiljanlegt hvernig svo megi vera því tilvera trans fólks og líf káfar með engum hætti upp á líf eða tilveru annarra. „Það vekur sorg hjá mér að það sé ekki verið að hylla þau frekar en gera lítið úr þeim,“ segir Sigríður Eyþórsdóttir, Sigga Ey, tónlistarkona, Júrósvisionfari og móðir trans drengs.

Sonur Siggu kom út sem trans snemma á unglingsárum eftir mikla vanlíðan sem fyrst og fremst tengdist þeim mikla kynama sem hann fann fyrir. Kynami lýsir sér svo að fólk finnur að það er ekki í réttum líkama, heldur stangast kynvitund þess á við líkamleg kyneinkenni. Slíkum tilfinningum fylgir alla jafna mikil vanlíðan og er sú sálfræðilega greining sem trans fólk er greint með innan …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár