Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Furðulegt ferðalag íslenskrar síldar til Úkraínu um Panama

Ís­lensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki seldu upp­sjáv­ar­fisk til Evr­ópu­lands­ins Úkraínu í gegn­um ríki í öðr­um heims­álf­um. Eitt af þess­um lönd­um var skatta­skjól­ið Panama sem varð al­ræmt eft­ir gagnalek­ann frá Mossack Fon­seca ár­ið 2016. Fisk­sölu­fyr­ir­tæk­in vilja ekki svara spurn­ing­um um við­skipt­in en þrír sér­fræð­ing­ar segja þau líta út fyr­ir að vera gerð af skatta­leg­um ástæð­um, gerð til þess eins að stýra því hvar hagn­að­ur mynd­ist.

Fyrir tíu árum síðan, fjórum árum áður en ríkisstjórnin á Íslandi hrökklaðist frá völdum eftir fréttaflutning um viðskipti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í gegnum skattaskjólið Panama, voru tæp 3.000 tonn af íslenskri síld flutt inn til Úkraínu frá þessu landi í Mið-Ameríku. Þetta kemur fram í gögnum yfirvalda í Úkraínu.

Panama var samkvæmt því stærsta viðskiptaland Úkraínu með íslenska síld árið 2012. Stærra en Ísland sjálft. Þetta sama ár seldu íslensk sjávarútvegsfyrirtæki tæplega 14.000 tonn af loðnu til Úkraínu í gegnum sex lönd í fjórum heimsálfum, meðal annars til Panama.  

Árið eftir var Panama í þriðja sæti yfir stærstu útflutningslönd á íslenskri loðnu til Úkraínu. Þetta ár voru seld tæplega 9.000 tonn af íslenskri loðnu frá Panama til þessa stóra lands í Austur-Evrópu. Einungis tvö önnur ríki fluttu inn meira af íslenskri loðnu til Úkraínu þetta árið: Ísland og Bretland. 

Þrátt fyrir þetta hefur enginn fiskur farið frá Íslandi til …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Jónsson skrifaði
    Þetta er óslitna virðiskeðjan sem er svo verðmæt fyrir ríkistyrktu-einokunar-útgerðina, helsta afleiðingin er í raun landlægt fjársvelti velferðar og félagsþjónustu á Íslandi.
    4
  • Flosi Guðmundsson skrifaði
    Snyrtileg skattsvik, sérsvið Samherja.
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár