Fyrir tíu árum síðan, fjórum árum áður en ríkisstjórnin á Íslandi hrökklaðist frá völdum eftir fréttaflutning um viðskipti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í gegnum skattaskjólið Panama, voru tæp 3.000 tonn af íslenskri síld flutt inn til Úkraínu frá þessu landi í Mið-Ameríku. Þetta kemur fram í gögnum yfirvalda í Úkraínu.
Panama var samkvæmt því stærsta viðskiptaland Úkraínu með íslenska síld árið 2012. Stærra en Ísland sjálft. Þetta sama ár seldu íslensk sjávarútvegsfyrirtæki tæplega 14.000 tonn af loðnu til Úkraínu í gegnum sex lönd í fjórum heimsálfum, meðal annars til Panama.
Árið eftir var Panama í þriðja sæti yfir stærstu útflutningslönd á íslenskri loðnu til Úkraínu. Þetta ár voru seld tæplega 9.000 tonn af íslenskri loðnu frá Panama til þessa stóra lands í Austur-Evrópu. Einungis tvö önnur ríki fluttu inn meira af íslenskri loðnu til Úkraínu þetta árið: Ísland og Bretland.
Þrátt fyrir þetta hefur enginn fiskur farið frá Íslandi til …
Athugasemdir (2)